Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 4-1 HK/Víkingur | Keflavík fallið þrátt fyrir sigur Gabríel Sighvatsson skrifar 15. september 2019 17:00 vísir/daníel Keflavík og HK/Víkingur mættust í dag í þýðingarmiklum leik í Pepsí Max deild kvenna. Ákveðið var í skyndi að færa leikinn inn í Reykjaneshöllina vegna erfiðra aðstæðna á Nettóvellinum. Það breytti nú litlu fyrir leikinn sjálfan en hann var sá allra fjörugasti og enduðu leikar 4-1 fyrir Keflavík. Hinsvegar vegna sigurs ÍBV á Fylki fyrr í dag er Keflavík fallið úr deildinni. HK/Víkingur átti ekki mikið skilið úr leiknum en liðið var fallið fyrir leikinn í dag.Af hverju vann Keflavík?Keflavík var betra liðið í dag og átti sigurinn skilið. Fyrir utan smá einbeitingarleysi í upphafi leiks sem varð til þess að gestirnir komust yfir, þá spiluðu stelpurnar í Keflavík góðan bolta. Liðið sótti mikið á HK/Víking og uppskar á endanum 4 mörk ásamt því að standast áhlaup gestanna.Hvað gekk illa?Keflavík hefði kannski átt að halda hreinu, liðið lenti undir snemma leiks vegna einbeitingarleysis í vörninni eins og áður sagði en það er afar ólíklegt að þær velti sér upp úr því. HK/Víkingur átti ekkert sérstakan leik og var aldrei líklegt til að koma sér af alvöru inn í leikinn aftur í seinni hálfleik.Hverjar stóðu upp úr?Natasha Moraa Anasi, fyrirliði Keflavíkur, stóð upp úr í dag og var valinn maður leiksins. Hún setti tvö mörk í dag og stóð fyrir sínu liði eins og ávallt. Sveindís Jane skoraði í dag og var hættuleg. Kristrún Ýr og restin af vörninni stóð vaktina vel.Hvað gerist næst?Keflavík er eins og áður segir fallið úr deildinni eins og HK/Víkingur. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Val sem gæti verið búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þar að kemur. Lokaleikur HK/Víkings er gegn Þór/KA.Gunnar Magnús: Svona er fótboltinnKeflavík endaði taphrinu sína með sigri á HK/Víking í dag en fókusinn eftir leik var ekki á úrslitin heldur þau örlög sem Keflavík hlaut í dag. „Þetta er súrsætur dagur hjá okkur. Þetta var flottur leikur hjá stelpunum, flott frammistaða en það dugði ekki til.“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. „Það voru aðrir staðir í dag sem fóru ekki eins og við þurftum á að halda. Það er svolítið sérstök stemning í hópnum eftir leik.“ „Það er búið að vera allt of löng hrina án þess að ná í einhver stig en á móti flottur leikur og flott að ná í stig í dag. Þetta var góður og sannfærandi sigur en því miður dugar það ekki.“ Gunnar og stelpurnar voru eftir á vellinum eftir leik og tóku smá hópspjall. „Fyrst og fremst þakkaði ég þeim fyrir góða frammistöðu og flottan leik. Mótið var ekki að útkljást í dag, það voru aðrir leikir sem fóru illa hjá okkur sem við hefðum átt að nýta okkur betur en svona er fótboltinn.“ Ákveðið var á síðustu stundu að færa leikinn inn í Reykjaneshöllina. „(Liðið) var tvístígandi hvað við ættum að gera og þegar varamannaskýlið og keilur farnar að fjúka þá tókum við sameiginlega ákvörðun, þjálfararnir, að fara inn fótboltans vegna. Við vorum bara hérna í Suðurnesjalogninu í dag.“ sagði Gunnar glottandi. Nú á Keflavík einn leik eftir og liðið ætlar að reyna að enda þetta á góðum nótum. Þá gagnrýndi hann í leiðinni það sem sagt var um liðið í Pepsí Max mörkunum. „Við endum þetta á góðum nótum núna og svo eigum við Val í næsta leik og það verður engin uppgjöf hjá okkur.“ „Vinkona mín í settinu hjá ykkur í Pepsí Max mörkunum talaði um það að við værum búin að gefast upp. Því fer fjarri, Keflvíkingar gefast aldrei upp. Þrátt fyrir að örlög okkar séu ráðin þá munum við mæta í síðasta leikinn og gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná í hörkuleik á móti Val og förum i hann til þess að vinna.“ Gunnar segir ekki víst hvort hann muni halda áfram með liðið. „Það er alveg óljóst, samningurinn minn er að renna út núna, við klárum bara tímabilið og svo sjáum við hver framhaldið verður.“ Pepsi Max-deild kvenna
Keflavík og HK/Víkingur mættust í dag í þýðingarmiklum leik í Pepsí Max deild kvenna. Ákveðið var í skyndi að færa leikinn inn í Reykjaneshöllina vegna erfiðra aðstæðna á Nettóvellinum. Það breytti nú litlu fyrir leikinn sjálfan en hann var sá allra fjörugasti og enduðu leikar 4-1 fyrir Keflavík. Hinsvegar vegna sigurs ÍBV á Fylki fyrr í dag er Keflavík fallið úr deildinni. HK/Víkingur átti ekki mikið skilið úr leiknum en liðið var fallið fyrir leikinn í dag.Af hverju vann Keflavík?Keflavík var betra liðið í dag og átti sigurinn skilið. Fyrir utan smá einbeitingarleysi í upphafi leiks sem varð til þess að gestirnir komust yfir, þá spiluðu stelpurnar í Keflavík góðan bolta. Liðið sótti mikið á HK/Víking og uppskar á endanum 4 mörk ásamt því að standast áhlaup gestanna.Hvað gekk illa?Keflavík hefði kannski átt að halda hreinu, liðið lenti undir snemma leiks vegna einbeitingarleysis í vörninni eins og áður sagði en það er afar ólíklegt að þær velti sér upp úr því. HK/Víkingur átti ekkert sérstakan leik og var aldrei líklegt til að koma sér af alvöru inn í leikinn aftur í seinni hálfleik.Hverjar stóðu upp úr?Natasha Moraa Anasi, fyrirliði Keflavíkur, stóð upp úr í dag og var valinn maður leiksins. Hún setti tvö mörk í dag og stóð fyrir sínu liði eins og ávallt. Sveindís Jane skoraði í dag og var hættuleg. Kristrún Ýr og restin af vörninni stóð vaktina vel.Hvað gerist næst?Keflavík er eins og áður segir fallið úr deildinni eins og HK/Víkingur. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Val sem gæti verið búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þegar þar að kemur. Lokaleikur HK/Víkings er gegn Þór/KA.Gunnar Magnús: Svona er fótboltinnKeflavík endaði taphrinu sína með sigri á HK/Víking í dag en fókusinn eftir leik var ekki á úrslitin heldur þau örlög sem Keflavík hlaut í dag. „Þetta er súrsætur dagur hjá okkur. Þetta var flottur leikur hjá stelpunum, flott frammistaða en það dugði ekki til.“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. „Það voru aðrir staðir í dag sem fóru ekki eins og við þurftum á að halda. Það er svolítið sérstök stemning í hópnum eftir leik.“ „Það er búið að vera allt of löng hrina án þess að ná í einhver stig en á móti flottur leikur og flott að ná í stig í dag. Þetta var góður og sannfærandi sigur en því miður dugar það ekki.“ Gunnar og stelpurnar voru eftir á vellinum eftir leik og tóku smá hópspjall. „Fyrst og fremst þakkaði ég þeim fyrir góða frammistöðu og flottan leik. Mótið var ekki að útkljást í dag, það voru aðrir leikir sem fóru illa hjá okkur sem við hefðum átt að nýta okkur betur en svona er fótboltinn.“ Ákveðið var á síðustu stundu að færa leikinn inn í Reykjaneshöllina. „(Liðið) var tvístígandi hvað við ættum að gera og þegar varamannaskýlið og keilur farnar að fjúka þá tókum við sameiginlega ákvörðun, þjálfararnir, að fara inn fótboltans vegna. Við vorum bara hérna í Suðurnesjalogninu í dag.“ sagði Gunnar glottandi. Nú á Keflavík einn leik eftir og liðið ætlar að reyna að enda þetta á góðum nótum. Þá gagnrýndi hann í leiðinni það sem sagt var um liðið í Pepsí Max mörkunum. „Við endum þetta á góðum nótum núna og svo eigum við Val í næsta leik og það verður engin uppgjöf hjá okkur.“ „Vinkona mín í settinu hjá ykkur í Pepsí Max mörkunum talaði um það að við værum búin að gefast upp. Því fer fjarri, Keflvíkingar gefast aldrei upp. Þrátt fyrir að örlög okkar séu ráðin þá munum við mæta í síðasta leikinn og gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná í hörkuleik á móti Val og förum i hann til þess að vinna.“ Gunnar segir ekki víst hvort hann muni halda áfram með liðið. „Það er alveg óljóst, samningurinn minn er að renna út núna, við klárum bara tímabilið og svo sjáum við hver framhaldið verður.“