Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Stjarnan 0-0 | Bragðdauft og markalaust Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 15. september 2019 17:45 Halldór Jón Sigurðsson. VÍSIR/BÁRA Það var ekki boðið upp á neina flugeldasýningu á Þórsvellinum fyrr í dag þegar Þór/KA tóku á móti Stjörnunni í 17. umferð Pepsi Max deildar kvenna en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Heimakonur hófu leikinn af krafti og sást greinilega á uppstillingu liðsins að þær ætluðu sér að sækja stíft. Þrátt fyrir þetta voru það gestirnir í Stjörnunni sem áttu fyrsta færi leiksins strax á fjórðu mínútu. Shameeka Fishley átti þá stórgóða stungusendingu frá hægri kantinum inn á teig Þór/KA þar sem Diljá Ýr Zomers fékk boltann. Hún lét hins vegar Elian í marki Þór/KA verja frá sér og staðan því enn 0 – 0. Í kjölfarið þyngdist sókn Þór/KA og komust þær í álitlegar stöður í þó nokkur skipti en náðu einfaldlega ekki að nýta sér þær stöður á nokkurn hátt. Það var svo á 18. Mínútu leiksins sem Stjörnukonur komust í skyndisókn í kjölfar hornspyrnu Þór/KA. Shameeka fékk þá stungusendingu inn fyrir vörn Þór/KA og slapp ein inn á teiginn en á einhvern ótrúlegan hátt tókst henni að skjóta boltanum framhjá markinu. Eftir þetta færi gestanna var fátt um fína drætti í sóknarleik liðanna. Þór/KA var mikið meira með boltann án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Í síðari hálfleiknum gerðist fátt markvert. Heimakonur sóttu stíft en aftur fengu Stjörnukonur bestas færi hálfleiksins. Elian í marki Þórs/KA átti þá glórulausa spyrnu eftir úthlaup beint í fæturna á Gyðu Kristínu Gunnarsdóttur sem skýtur í átt að tómu markinu en því miður fyrir hana sveif boltinn framhjá markinu. Það fór því svo að líkt og í fyrri leik þessara liða í sumar ganga liðin af velli með eitt stig hvort eftir markalaust jafntefli.Hvað gekk illa? Stjörnukonur áttu erfitt með að lesa vindinn í fyrri hálfleik og gekk illa að halda boltanum innan liðsins. Þar að auki tókst þeim ekki að nýta tvö dauðafæri í fyrri hálfleik. Heimakonur gátu ekki fyrir sitt litla líf skapað sér eitthvað meira en bara hálffæri þrátt fyrir að koma sér í góðar stöður þó nokkrum sinnum í leiknum. Oft og tíðum var eins og sóknarlína Þórs/KA hefði engan áhuga á að koma boltanum í markið.Hverjar stóðu uppúr? Besti leikmaður vallarins í dag var að mínu mati Birta Guðlaugsdóttir í marki Stjörnunnar. Hún greip vel inn í allar fyrirgjafir og langskot sem hún þurfti að eiga við og var virkilega örugg í öllum sínum aðgerðum. Hjá Þór/KA var það Lára Kristín Pedersen sem bar af. Hún lék við hvurn sinn fingur á miðjunni og spilaði eins og sú sem hefur valdið.Hvað gerist næst? Þór/KA mæta föllnum HK/Víkingum í lokaumferðinni um næstu helgi á sama tíma og Stjarnan tekur á móti KR.Donni: Tökum með okkur góðar og fallegar minningar Halldór Jón Sigurðsson eða Donni, þjálfari Þór/KA, var svekktur að loknum síðasta heimaleik liðsins undir hans stjórn. „Vonbrigði að ná ekki að skora. Mér fannst stelpurnar samt leggja sig allar fram og þetta var bara hörkugóður leikur eða hörku jafn leikur það er að segja,“ sagði Donni og bætti við að „við vorum náttúrulega með boltann eiginlega allan leikinn, eins og svo sem við bjuggumst við, en náðum að skapa voða lítið af færum og þær fá í raun tvö bestu færi leiksins hérna í fyrri hálfleik. Ég er ekki ánægður með að við skyldum ekki ná að skora en heilt yfir ánægður með varnarleikinn þannig séð.“ Eins og Donni segir voru hans konur mikið meira með boltann og lágu nánast í sókn bróðurpart leiksins. Hvaða skýringar hafði Donni á því að þær næðu ekki að skora? „Stjörnuliðið er náttúrulega bara frábært varnarlega, þær voru mjög þéttar og mjög vel skipulagðar það var bara erfitt við það að eiga og markmaðurinn var frábær.“ „Það var erfitt við það að eiga að bara koma boltanum fram hjá þeim. Þær átu alla krossa og fyrirgjafir sem við sendum fyrir og það er þá bara helst að hrósa þeim fyrir góða varnarvinnu í rauninni því að við fengum þónokkuð af fyrirgjöfum og komumst í álitlegar leikstöður en náðum bara ekki að klára þetta,“ sagði Donni og ítrekaði í kjölfarið að „Stjarnan hafi bara gert vel í sínu fyrst og fremst.“ Donni er að kveðja Þór/KA, í bili að minnsta kosti. Þetta var því hans síðasti heimaleikur á Þórsvellinum, sem hefur verið hans heimavöllur í fimm tímabil, þar sem hann þjálfaði karlalið Þórs í tvö ár áður en að hann tók við Þór/KA. Mér lék forvitni á að vita hvort að ekki væru svolítið blendnar tilfinningar að bærast um í honum á þessari stundu. „Jú klárlega. Ég á kannski eftir að átta mig aðeins betur á því en hérna jú klárlega. Þetta er búið að vera svona mitt annað heimili, þannig séð, í fimm ár og ég er ótrúlega þakklátur fyrir þann tíma sem ég hef fengið á þessum velli. Hann hefur gefið mér ótrúlega góðar og fallegar minningar sem ég ætla að taka með mér. Mér er skítsama um öll töpin og allt það en tökum með okkur góðar og fallegar minningar með tveimur frábærum liðum,“ sagði Donni og lét að lokum í ljós þakklæti sitt fyrir það tækifæri sem honum hafði verið gefið á þessum velli.Kristján Guðmundssonar ávallt ferskur.vísir/daníelKristján Guðmunds: Öll leikáætlun gekk mjög vel upp Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðu sinna kvenna eftir jafnteflið gegn Þór/KA fyrir norðan í dag. „Öll leikáætlun gekk mjög vel upp. Við spiluðum virkilega góðan fyrri hálfleik þar sem við fáum tvö af opnustu færum sumarsins hjá okkur en náum ekki að skora. Í seinni hálfleik gekk vel að verjast en við vorum ekki að ná að halda boltanum nógu vel frammi til að búa til nógu góðar stöður til þess að skora,“ sagði Kristján og bætti við að „heilt yfir erum við bara mjög ánægð með þetta stig.“ Stjörnukonur voru ansi lítið með boltann á löngum köflum í leiknum en Kristján sagði það ekkert endilega hafa verið áætlað að liggja til baka og beita skyndisóknum. „Þegar þær væru með boltann mættum við ekki gefa of mikil færi á okkur því að Þór/KA eru virkilega góðar að spila í gegnum lið sem eru of gysin þannig að við lögðum að sjálfsögðu áherslu á að þeim tækist það og það tókst mjög vel,“ sagði Kristján. Hann bætti því svo við að „við vildum hafa boltann meira í seinni hálfleik en það var reyndar einhver sem slökkti á vindinum hérna í hálfleik þannig að það hafði einhver áhrif en við náðum bara ekki að halda boltanum nógu vel framarlega á vellinum,“ sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild kvenna
Það var ekki boðið upp á neina flugeldasýningu á Þórsvellinum fyrr í dag þegar Þór/KA tóku á móti Stjörnunni í 17. umferð Pepsi Max deildar kvenna en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Heimakonur hófu leikinn af krafti og sást greinilega á uppstillingu liðsins að þær ætluðu sér að sækja stíft. Þrátt fyrir þetta voru það gestirnir í Stjörnunni sem áttu fyrsta færi leiksins strax á fjórðu mínútu. Shameeka Fishley átti þá stórgóða stungusendingu frá hægri kantinum inn á teig Þór/KA þar sem Diljá Ýr Zomers fékk boltann. Hún lét hins vegar Elian í marki Þór/KA verja frá sér og staðan því enn 0 – 0. Í kjölfarið þyngdist sókn Þór/KA og komust þær í álitlegar stöður í þó nokkur skipti en náðu einfaldlega ekki að nýta sér þær stöður á nokkurn hátt. Það var svo á 18. Mínútu leiksins sem Stjörnukonur komust í skyndisókn í kjölfar hornspyrnu Þór/KA. Shameeka fékk þá stungusendingu inn fyrir vörn Þór/KA og slapp ein inn á teiginn en á einhvern ótrúlegan hátt tókst henni að skjóta boltanum framhjá markinu. Eftir þetta færi gestanna var fátt um fína drætti í sóknarleik liðanna. Þór/KA var mikið meira með boltann án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Í síðari hálfleiknum gerðist fátt markvert. Heimakonur sóttu stíft en aftur fengu Stjörnukonur bestas færi hálfleiksins. Elian í marki Þórs/KA átti þá glórulausa spyrnu eftir úthlaup beint í fæturna á Gyðu Kristínu Gunnarsdóttur sem skýtur í átt að tómu markinu en því miður fyrir hana sveif boltinn framhjá markinu. Það fór því svo að líkt og í fyrri leik þessara liða í sumar ganga liðin af velli með eitt stig hvort eftir markalaust jafntefli.Hvað gekk illa? Stjörnukonur áttu erfitt með að lesa vindinn í fyrri hálfleik og gekk illa að halda boltanum innan liðsins. Þar að auki tókst þeim ekki að nýta tvö dauðafæri í fyrri hálfleik. Heimakonur gátu ekki fyrir sitt litla líf skapað sér eitthvað meira en bara hálffæri þrátt fyrir að koma sér í góðar stöður þó nokkrum sinnum í leiknum. Oft og tíðum var eins og sóknarlína Þórs/KA hefði engan áhuga á að koma boltanum í markið.Hverjar stóðu uppúr? Besti leikmaður vallarins í dag var að mínu mati Birta Guðlaugsdóttir í marki Stjörnunnar. Hún greip vel inn í allar fyrirgjafir og langskot sem hún þurfti að eiga við og var virkilega örugg í öllum sínum aðgerðum. Hjá Þór/KA var það Lára Kristín Pedersen sem bar af. Hún lék við hvurn sinn fingur á miðjunni og spilaði eins og sú sem hefur valdið.Hvað gerist næst? Þór/KA mæta föllnum HK/Víkingum í lokaumferðinni um næstu helgi á sama tíma og Stjarnan tekur á móti KR.Donni: Tökum með okkur góðar og fallegar minningar Halldór Jón Sigurðsson eða Donni, þjálfari Þór/KA, var svekktur að loknum síðasta heimaleik liðsins undir hans stjórn. „Vonbrigði að ná ekki að skora. Mér fannst stelpurnar samt leggja sig allar fram og þetta var bara hörkugóður leikur eða hörku jafn leikur það er að segja,“ sagði Donni og bætti við að „við vorum náttúrulega með boltann eiginlega allan leikinn, eins og svo sem við bjuggumst við, en náðum að skapa voða lítið af færum og þær fá í raun tvö bestu færi leiksins hérna í fyrri hálfleik. Ég er ekki ánægður með að við skyldum ekki ná að skora en heilt yfir ánægður með varnarleikinn þannig séð.“ Eins og Donni segir voru hans konur mikið meira með boltann og lágu nánast í sókn bróðurpart leiksins. Hvaða skýringar hafði Donni á því að þær næðu ekki að skora? „Stjörnuliðið er náttúrulega bara frábært varnarlega, þær voru mjög þéttar og mjög vel skipulagðar það var bara erfitt við það að eiga og markmaðurinn var frábær.“ „Það var erfitt við það að eiga að bara koma boltanum fram hjá þeim. Þær átu alla krossa og fyrirgjafir sem við sendum fyrir og það er þá bara helst að hrósa þeim fyrir góða varnarvinnu í rauninni því að við fengum þónokkuð af fyrirgjöfum og komumst í álitlegar leikstöður en náðum bara ekki að klára þetta,“ sagði Donni og ítrekaði í kjölfarið að „Stjarnan hafi bara gert vel í sínu fyrst og fremst.“ Donni er að kveðja Þór/KA, í bili að minnsta kosti. Þetta var því hans síðasti heimaleikur á Þórsvellinum, sem hefur verið hans heimavöllur í fimm tímabil, þar sem hann þjálfaði karlalið Þórs í tvö ár áður en að hann tók við Þór/KA. Mér lék forvitni á að vita hvort að ekki væru svolítið blendnar tilfinningar að bærast um í honum á þessari stundu. „Jú klárlega. Ég á kannski eftir að átta mig aðeins betur á því en hérna jú klárlega. Þetta er búið að vera svona mitt annað heimili, þannig séð, í fimm ár og ég er ótrúlega þakklátur fyrir þann tíma sem ég hef fengið á þessum velli. Hann hefur gefið mér ótrúlega góðar og fallegar minningar sem ég ætla að taka með mér. Mér er skítsama um öll töpin og allt það en tökum með okkur góðar og fallegar minningar með tveimur frábærum liðum,“ sagði Donni og lét að lokum í ljós þakklæti sitt fyrir það tækifæri sem honum hafði verið gefið á þessum velli.Kristján Guðmundssonar ávallt ferskur.vísir/daníelKristján Guðmunds: Öll leikáætlun gekk mjög vel upp Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðu sinna kvenna eftir jafnteflið gegn Þór/KA fyrir norðan í dag. „Öll leikáætlun gekk mjög vel upp. Við spiluðum virkilega góðan fyrri hálfleik þar sem við fáum tvö af opnustu færum sumarsins hjá okkur en náum ekki að skora. Í seinni hálfleik gekk vel að verjast en við vorum ekki að ná að halda boltanum nógu vel frammi til að búa til nógu góðar stöður til þess að skora,“ sagði Kristján og bætti við að „heilt yfir erum við bara mjög ánægð með þetta stig.“ Stjörnukonur voru ansi lítið með boltann á löngum köflum í leiknum en Kristján sagði það ekkert endilega hafa verið áætlað að liggja til baka og beita skyndisóknum. „Þegar þær væru með boltann mættum við ekki gefa of mikil færi á okkur því að Þór/KA eru virkilega góðar að spila í gegnum lið sem eru of gysin þannig að við lögðum að sjálfsögðu áherslu á að þeim tækist það og það tókst mjög vel,“ sagði Kristján. Hann bætti því svo við að „við vildum hafa boltann meira í seinni hálfleik en það var reyndar einhver sem slökkti á vindinum hérna í hálfleik þannig að það hafði einhver áhrif en við náðum bara ekki að halda boltanum nógu vel framarlega á vellinum,“ sagði Kristján að lokum.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti