RÚV staðfestir þátttöku Íslands í Eurovision og svona verður fyrirkomulagið í Söngvakeppninni Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2019 11:45 Hatari á sviðinu í Ísrael. Getty/Gui Prives RÚV staðfesti í gær þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Íslenska undankeppnin, Söngvakeppnin, verður haldin í febrúar 2020 og þá kemur í ljós hver verður fulltrúi Íslands í keppninni og fylgir eftir gengi Hatara sem endaði í 10. sæti í Tel Aviv í vor. Sumir bjuggust jafnvel við að Íslendingum yrði refsað fyrir athæfi Hatara þegar meðlimir sveitarinnar flögguðu fána Palistínu á lokakvöldinu í Tel Aviv í vor. Nú er það staðfest að Ísland tekur þátt í Hollandi en það er ennþá spurning hvort RÚV þurfi að greiða sekt fyrir atvikið í Tel Aviv. Á hádegi í dag verður opnað fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina 2020 á slóðinni songvakeppnin.is. Tíu lög komast í keppnina og verða þau valin með sama hætti og í fyrra. Öllum gefst kostur á að senda inn lög, sem sérstök valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV gefur umsögn um.Skora á lagahöfunda að senda inn Einnig verður leitað til reyndra og vinsælla lagahöfunda um að semja nokkur laganna en þetta var einnig gert í síðustu undankeppni. „RÚV og framkvæmdastjórn keppninnar hvetja alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lög og halda þannig áfram að móta tónlistarsögu Íslands. Söngvakeppnin snýst um fjölbreytni og eru allar tónlistartegundir velkomnar. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þann 17. október nk. og í janúar á næsta ári verður svo tilkynnt hvaða lög taka þátt í þessum stærsta sjónvarpsviðburði ársins,“ segir í tilkynningunni. Eins og í fyrra verður breski danshöfundurinn Lee Proud listrænn stjórnandi og danshöfundur keppninnar. Hann hefur undanfarin ár stýrt nokkrum af stærstu söngleikjum landsins. Kristjana Stefánsdóttir söngkona verður söng- og raddþjálfari keppenda en hún hefur áralanga reynslu af söng og söngkennslu. Undankeppnirnar tvær verða haldnar í Háskólabíói 8. og 15. febrúar og úrslitin í Laugardalshöll 29. febrúar 2020. Á síðustu árum hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision heiminum troðið upp í Höllinni á úrslitakvöldinu, Eleni Foureira, Alexander Rybak, Loreen, Robin Bengtsson, Måns Zelmerlöw og fleiri. Á því verður engin breyting í næstu keppni. Eurovision Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
RÚV staðfesti í gær þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Íslenska undankeppnin, Söngvakeppnin, verður haldin í febrúar 2020 og þá kemur í ljós hver verður fulltrúi Íslands í keppninni og fylgir eftir gengi Hatara sem endaði í 10. sæti í Tel Aviv í vor. Sumir bjuggust jafnvel við að Íslendingum yrði refsað fyrir athæfi Hatara þegar meðlimir sveitarinnar flögguðu fána Palistínu á lokakvöldinu í Tel Aviv í vor. Nú er það staðfest að Ísland tekur þátt í Hollandi en það er ennþá spurning hvort RÚV þurfi að greiða sekt fyrir atvikið í Tel Aviv. Á hádegi í dag verður opnað fyrir innsendingar laga í Söngvakeppnina 2020 á slóðinni songvakeppnin.is. Tíu lög komast í keppnina og verða þau valin með sama hætti og í fyrra. Öllum gefst kostur á að senda inn lög, sem sérstök valnefnd, skipuð fulltrúum FTT, FÍH og RÚV gefur umsögn um.Skora á lagahöfunda að senda inn Einnig verður leitað til reyndra og vinsælla lagahöfunda um að semja nokkur laganna en þetta var einnig gert í síðustu undankeppni. „RÚV og framkvæmdastjórn keppninnar hvetja alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lög og halda þannig áfram að móta tónlistarsögu Íslands. Söngvakeppnin snýst um fjölbreytni og eru allar tónlistartegundir velkomnar. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þann 17. október nk. og í janúar á næsta ári verður svo tilkynnt hvaða lög taka þátt í þessum stærsta sjónvarpsviðburði ársins,“ segir í tilkynningunni. Eins og í fyrra verður breski danshöfundurinn Lee Proud listrænn stjórnandi og danshöfundur keppninnar. Hann hefur undanfarin ár stýrt nokkrum af stærstu söngleikjum landsins. Kristjana Stefánsdóttir söngkona verður söng- og raddþjálfari keppenda en hún hefur áralanga reynslu af söng og söngkennslu. Undankeppnirnar tvær verða haldnar í Háskólabíói 8. og 15. febrúar og úrslitin í Laugardalshöll 29. febrúar 2020. Á síðustu árum hafa erlendar stórstjörnur úr Eurovision heiminum troðið upp í Höllinni á úrslitakvöldinu, Eleni Foureira, Alexander Rybak, Loreen, Robin Bengtsson, Måns Zelmerlöw og fleiri. Á því verður engin breyting í næstu keppni.
Eurovision Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira