Fjöldamorðinginn í El Paso á dauðadóm yfir höfði sér Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2019 22:45 Crusius er sakaður um að hafa keyrt í um ellefu tíma frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst og skjóta á fólk með AK-47 riffli. Stór hluti íbúa El Paso rekur uppruna sinn til Mexíkó. AP/John Locher Maðurinn sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í síðasta mánuði hefur verið ákærður og á hann dauðadóm yfir höfði sér. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius, játaði verknaðinn þegar hann var handtekinn og sagðist hafa reynt sérstaklega að myrða fólk frá Mexíkó. Flestir þeirra sem létu lífið voru spænskættaðir. Crusius er sakaður um að hafa keyrt í um ellefu tíma frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst og skjóta á fólk með AK-47 riffli. Stór hluti íbúa El Paso rekur uppruna sinn til Mexíkó.Samkvæmt Reuters er talið að hann hafi birt yfirlýsingu á vefnum 8chan, sem er mikið notaður af öfgafólki, þar sem hann sagði árásina vera svar við „innrás spænskættaðra í Texas“. Hann gafst upp þegar lögregluþjónar komu að vettvangi.Patrick Crusius.AP/FBIÁkæran gegn honum verður líklega ekki opinberuð fyrr en í næstu viku, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögmen Crusius hafa sagt að þeir muni gera sitt besta til að reyna að koma í veg fyrir að hann verði tekinn af lífi.Innan við sólarhring eftir fjöldamorð Crusius hóf annar maður, sem hét Connor Betts, skothríð í Dayton í Ohio. Sá skaut níu til bana og særði 27 áður en hann var skotinn til bana af lögregluþjónum. Frá því hann hóf skothríð sína og þar til hann var skotinn til bana, leið tæp mínúta. Seinna í ágúst skaut Seth Aaron sjö manns til bana og særði 22 í bæjunum Odessa og Midland í Texas. Allir árásarmennirnir notuðust við hálfsjálfvirka riffla og hefur umræða um herta byssulöggjöf orðið umfangsmikil í enn eitt skiptið í Bandaríkjunum. Framkvæmdastjórar 145 stórra bandarískra fyrirtækja hafa sent öldungadeild Bandaríkjaþings bréf, þar sem kallað er eftir aðgerðum vegna skotárása. Meðal annars er lagt til að umfang bakgrunnskoðana við byssukaup verði aukið og að dómstólum verði gert kleift að leggja hald á byssur aðila sem talið er að gætu skaðað sig eða aðra.Þá hafa forsvarsmenn verslanakeðja eins og Publix, Kroger, CVS, Walmart og Walgreens beðið viðskiptavini sína um að bera ekki byssur í verslunum þeirra. Jafnvel þó það sé löglegt. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Starfsmenn verslana lítið til í að skamma byssueigendur Starfsmenn verslana eins og Walmart og Kroger í Bandaríkjunum eru lítið spenntir fyrir því að þurfa að framfylgja nýjum stefnum fyrirtækjanna um að biðja eigendur skotvopna um að bera byssur sínar ekki í verslununum. 7. september 2019 21:48 Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Lögregla í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. 2. september 2019 08:30 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06 Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13 Morðinginn í El Paso vildi drepa "Mexíkóa“ Maðurinn gekkst fúslega við því að hafa skotið fólk í verslun í El Paso þegar lögreglumenn stöðvuðu hann á laugardag. 9. ágúst 2019 20:06 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Maðurinn sem sakaður er um að hafa myrt 22 og sært 26 í verslun Walmart í El Paso í Texas í síðasta mánuði hefur verið ákærður og á hann dauðadóm yfir höfði sér. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius, játaði verknaðinn þegar hann var handtekinn og sagðist hafa reynt sérstaklega að myrða fólk frá Mexíkó. Flestir þeirra sem létu lífið voru spænskættaðir. Crusius er sakaður um að hafa keyrt í um ellefu tíma frá heimabæ sínum Allen til El Paso þann 3. ágúst og skjóta á fólk með AK-47 riffli. Stór hluti íbúa El Paso rekur uppruna sinn til Mexíkó.Samkvæmt Reuters er talið að hann hafi birt yfirlýsingu á vefnum 8chan, sem er mikið notaður af öfgafólki, þar sem hann sagði árásina vera svar við „innrás spænskættaðra í Texas“. Hann gafst upp þegar lögregluþjónar komu að vettvangi.Patrick Crusius.AP/FBIÁkæran gegn honum verður líklega ekki opinberuð fyrr en í næstu viku, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögmen Crusius hafa sagt að þeir muni gera sitt besta til að reyna að koma í veg fyrir að hann verði tekinn af lífi.Innan við sólarhring eftir fjöldamorð Crusius hóf annar maður, sem hét Connor Betts, skothríð í Dayton í Ohio. Sá skaut níu til bana og særði 27 áður en hann var skotinn til bana af lögregluþjónum. Frá því hann hóf skothríð sína og þar til hann var skotinn til bana, leið tæp mínúta. Seinna í ágúst skaut Seth Aaron sjö manns til bana og særði 22 í bæjunum Odessa og Midland í Texas. Allir árásarmennirnir notuðust við hálfsjálfvirka riffla og hefur umræða um herta byssulöggjöf orðið umfangsmikil í enn eitt skiptið í Bandaríkjunum. Framkvæmdastjórar 145 stórra bandarískra fyrirtækja hafa sent öldungadeild Bandaríkjaþings bréf, þar sem kallað er eftir aðgerðum vegna skotárása. Meðal annars er lagt til að umfang bakgrunnskoðana við byssukaup verði aukið og að dómstólum verði gert kleift að leggja hald á byssur aðila sem talið er að gætu skaðað sig eða aðra.Þá hafa forsvarsmenn verslanakeðja eins og Publix, Kroger, CVS, Walmart og Walgreens beðið viðskiptavini sína um að bera ekki byssur í verslunum þeirra. Jafnvel þó það sé löglegt.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Starfsmenn verslana lítið til í að skamma byssueigendur Starfsmenn verslana eins og Walmart og Kroger í Bandaríkjunum eru lítið spenntir fyrir því að þurfa að framfylgja nýjum stefnum fyrirtækjanna um að biðja eigendur skotvopna um að bera byssur sínar ekki í verslununum. 7. september 2019 21:48 Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Lögregla í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. 2. september 2019 08:30 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06 Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13 Morðinginn í El Paso vildi drepa "Mexíkóa“ Maðurinn gekkst fúslega við því að hafa skotið fólk í verslun í El Paso þegar lögreglumenn stöðvuðu hann á laugardag. 9. ágúst 2019 20:06 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Starfsmenn verslana lítið til í að skamma byssueigendur Starfsmenn verslana eins og Walmart og Kroger í Bandaríkjunum eru lítið spenntir fyrir því að þurfa að framfylgja nýjum stefnum fyrirtækjanna um að biðja eigendur skotvopna um að bera byssur sínar ekki í verslununum. 7. september 2019 21:48
Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10
Árásarmaðurinn í Texas hafði nýverið verið rekinn Lögregla í Texas segjast óvissir um af hverju hinn 36 ára gamli Seth Aaron Ator skaut minnst sjö manns til bana og særði 22 á laugardaginn. 2. september 2019 08:30
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. 13. ágúst 2019 14:06
Mynd af skælbrosandi Trump með munaðarleysingja vekur reiði Myndin er tekin við heimsókn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á sjúkrahús í El Paso á miðvikudag. 9. ágúst 2019 15:13
Morðinginn í El Paso vildi drepa "Mexíkóa“ Maðurinn gekkst fúslega við því að hafa skotið fólk í verslun í El Paso þegar lögreglumenn stöðvuðu hann á laugardag. 9. ágúst 2019 20:06
Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33