Norðurlöndin bjóða aðstoð við að snúa við skógareyðingu Amazon Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2019 20:00 Norðurlöndin ætla að bjóða fram aðstoð sína til að vinna gegn eyðingu regnskóganna á Amazonsvæðinu. Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. Ráðherrarnir funduðu í Borgarnesi í dag. Tveggja daga fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem hófst í Reykjavík í gær lauk með fréttamannafundi á hótel Hamri í Borgarfirði um hádegi í dag Öryggis- og varnarmál skipa æ stærri sess í viðræðum ráðherra Norðurlandanna þegar þeir hittast og nú undanfarin ár einnig loftlagsmálin. Hvernig Norðurlöndin geta sameinað stefnu sína og aðgerðir í þeim málaflokki. Meðal þátttakenda á fundinum var Ann Linde sem tók formlega við utanríkisráðherraembættinu í Svíþjóð í gær. Hún segi ríkin átta hafa valið mismunandi leiðir í öryggis- og varnarmálum en ræði þessi mál og séu um margt samstíga, meðal annars í stefnumótun fyrir loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York síðar í mánuðinum. „Það er auðvitað þannig að þegar Rússland innlimaði Krímskagann og átti í deilum við Úkraínu ákvað ESB að setja á harðar refsiaðgerðir og Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin standa saman á bak við þær og munu halda því áfram,“ segir Lynde. En það er í umhverfismálum sem ríkin átta eru algerlega samstíga og gáfu ráðherrarnir frá sér sameiginlega yfirlýsingu að loknum fundi þeirra í Borgarnesi þar sem segir meðal annars að áhrifa loftslagsbreytinganna gæti nú þegar með síaukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin muni þrýsta á metnaðarfullar aðgerðir þar sem öllum mögulegum ráðum verði beitt til að snúa þróuninni við. Til að ná árangri verði einnig að vernda náttúruna og ríkin bjóði fram aðstoð sína til að snúa við eyðingu regnskóganna í Amazon í samráði við ríkin á svæðinu. „Svo við getum komist hjá loftslagshamförunum og það er eitthvað sem danska ríkisstjórnin vinnur mjög ákveðið að. Við gleðjumst yfir þeim stuðningi sem málið fær á þessum fundi hér á Íslandi,“ segir Jeppe Kofod, nýskipaður utanríkisráðherra Danmerkur í minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins. Marika Linntam aðstoðar utanríkisráðherra Eistlands sem fer með málefni Evrópu segir samstarfið við Norðurlöndin mjög mikilvægt fyrir öll Eystrasaltsríkin. „Fyrir okkur er samstarfið við Norðurlönd mjög mikilvægt. Þetta eru lönd sem hafa sömu hagsmuni og sömu heimssýn,“ segir Linntam Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mikilvægi öryggis- og varnarmála hafa aukist á þessum vettvangi á þeim tíma sem hann hafi gengt embættinu. Þá sé auðvelt fyrir ríkin að sameinast í loftlagsmálunum. „Í þessu felst styrkur. Það er líka oft litið til okkar annars staðar frá og það skiptir máli hvað við leggjum áherslu á og hvað við segjum. Það að við gefum yfirlýsingu um að við viljum áfram vera í fremstu röð í loftlagsmálum og leggjum áherslu á það á alþjóðavettvangi skiptir máli,“ segir Guðlaugur Þór. Brasilía Umhverfismál Utanríkismál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Norðurlöndin ætla að bjóða fram aðstoð sína til að vinna gegn eyðingu regnskóganna á Amazonsvæðinu. Átta utanríkisráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna segja að losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hafi náð nýjum hæðum. Ráðherrarnir funduðu í Borgarnesi í dag. Tveggja daga fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna sem hófst í Reykjavík í gær lauk með fréttamannafundi á hótel Hamri í Borgarfirði um hádegi í dag Öryggis- og varnarmál skipa æ stærri sess í viðræðum ráðherra Norðurlandanna þegar þeir hittast og nú undanfarin ár einnig loftlagsmálin. Hvernig Norðurlöndin geta sameinað stefnu sína og aðgerðir í þeim málaflokki. Meðal þátttakenda á fundinum var Ann Linde sem tók formlega við utanríkisráðherraembættinu í Svíþjóð í gær. Hún segi ríkin átta hafa valið mismunandi leiðir í öryggis- og varnarmálum en ræði þessi mál og séu um margt samstíga, meðal annars í stefnumótun fyrir loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York síðar í mánuðinum. „Það er auðvitað þannig að þegar Rússland innlimaði Krímskagann og átti í deilum við Úkraínu ákvað ESB að setja á harðar refsiaðgerðir og Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin standa saman á bak við þær og munu halda því áfram,“ segir Lynde. En það er í umhverfismálum sem ríkin átta eru algerlega samstíga og gáfu ráðherrarnir frá sér sameiginlega yfirlýsingu að loknum fundi þeirra í Borgarnesi þar sem segir meðal annars að áhrifa loftslagsbreytinganna gæti nú þegar með síaukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin muni þrýsta á metnaðarfullar aðgerðir þar sem öllum mögulegum ráðum verði beitt til að snúa þróuninni við. Til að ná árangri verði einnig að vernda náttúruna og ríkin bjóði fram aðstoð sína til að snúa við eyðingu regnskóganna í Amazon í samráði við ríkin á svæðinu. „Svo við getum komist hjá loftslagshamförunum og það er eitthvað sem danska ríkisstjórnin vinnur mjög ákveðið að. Við gleðjumst yfir þeim stuðningi sem málið fær á þessum fundi hér á Íslandi,“ segir Jeppe Kofod, nýskipaður utanríkisráðherra Danmerkur í minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins. Marika Linntam aðstoðar utanríkisráðherra Eistlands sem fer með málefni Evrópu segir samstarfið við Norðurlöndin mjög mikilvægt fyrir öll Eystrasaltsríkin. „Fyrir okkur er samstarfið við Norðurlönd mjög mikilvægt. Þetta eru lönd sem hafa sömu hagsmuni og sömu heimssýn,“ segir Linntam Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir mikilvægi öryggis- og varnarmála hafa aukist á þessum vettvangi á þeim tíma sem hann hafi gengt embættinu. Þá sé auðvelt fyrir ríkin að sameinast í loftlagsmálunum. „Í þessu felst styrkur. Það er líka oft litið til okkar annars staðar frá og það skiptir máli hvað við leggjum áherslu á og hvað við segjum. Það að við gefum yfirlýsingu um að við viljum áfram vera í fremstu röð í loftlagsmálum og leggjum áherslu á það á alþjóðavettvangi skiptir máli,“ segir Guðlaugur Þór.
Brasilía Umhverfismál Utanríkismál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira