Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur í landinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. september 2019 18:30 Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið í landinu að undanförnu að sögn formanns Læknafélags Íslands. Skortur á vissum tegundum sýklalyfja hafi orðið til þess að notuð séu breiðvirkari sýklalyf sem geti valdið lyfjaónæmi. Hann segir að lyfjaskorturinn geti haft áhrif á heilsu fólks. Viðvarandi lyfjaskortur hefur verið hér á landi um nokkurt skeið og ef skannað er yfir biðlista lyfjaheildsala eins og Distica og Paralog sést að umtalsverður skortur er á lyfjum og eða vörunúmerum lyfja. Þá eru 74 lyf á biðlista hjá Lyfjastofnun.Sjaldan eins slæmt ástand Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands segir ástandið sjaldan hafa verið eins slæmt. „Þetta hefur verið óvenju slæmt undanfarið og virðist vera viðvarandi skortur. Þetta hafa verið 70-80 lyf eftir því sem okkur sýnist. Þá er líka farið að skorta þessi gamalgrónu lyf,“ segir hann. Komið hafi fyrir að skortur sé á ákveðnum tegundum sýklalyfja sem geti haft alvarleg áhrif. „Það hefur komið upp skortur t.d. á ákveðnum tegundum sýklalyfja og þá hefur þurft að grípa til breiðvirkari lyfja sem getur valdið lyfjaónæmi sem hefur verið mikið í umræðunni og getur valdið miklum vanda,“ segir hann.Læknafélagið tekur málið fyrir Hann segir að lyfjaskorturinn valdi bæði sjúklingum og læknum óþægindum. „Það getur komið upp skortur á lyfi sem sjúklingur á erfitt að vera án og það getur þá haft áhrif á heilsu hans.Þá hafa læknar í meira mæli en áður þurft að sækja um undanþágur fyrir lyf og er þá í raun orðinn persónulega ábyrgur fyrir lyfinu og þeim aukaverkunum sem geta komið upp. Það teljum við hjá læknafélaginu óviðunandi og ætlum á næsta aðalfundi félagsins að gera athugasemd við frumvarpsdrög lyfjalaga,“ segir Reynir. Á vef Lyfjastofnunar koma fram ýmsar ástæður fyrir lyfjaskorti. Reynir segir þetta alheimsvanda, margt geti valdið honum. „Einu varð t.d. alheimskortur á lyfi því náttúruhamfarir urðu á svæði þar sem framleiðsluverksmiðjan var eða í Kína og lyfið var ófáanlegt þar til verksmiðjan komst aftur í gang,“ segir hann að lokum. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Sjá meira
Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið í landinu að undanförnu að sögn formanns Læknafélags Íslands. Skortur á vissum tegundum sýklalyfja hafi orðið til þess að notuð séu breiðvirkari sýklalyf sem geti valdið lyfjaónæmi. Hann segir að lyfjaskorturinn geti haft áhrif á heilsu fólks. Viðvarandi lyfjaskortur hefur verið hér á landi um nokkurt skeið og ef skannað er yfir biðlista lyfjaheildsala eins og Distica og Paralog sést að umtalsverður skortur er á lyfjum og eða vörunúmerum lyfja. Þá eru 74 lyf á biðlista hjá Lyfjastofnun.Sjaldan eins slæmt ástand Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands segir ástandið sjaldan hafa verið eins slæmt. „Þetta hefur verið óvenju slæmt undanfarið og virðist vera viðvarandi skortur. Þetta hafa verið 70-80 lyf eftir því sem okkur sýnist. Þá er líka farið að skorta þessi gamalgrónu lyf,“ segir hann. Komið hafi fyrir að skortur sé á ákveðnum tegundum sýklalyfja sem geti haft alvarleg áhrif. „Það hefur komið upp skortur t.d. á ákveðnum tegundum sýklalyfja og þá hefur þurft að grípa til breiðvirkari lyfja sem getur valdið lyfjaónæmi sem hefur verið mikið í umræðunni og getur valdið miklum vanda,“ segir hann.Læknafélagið tekur málið fyrir Hann segir að lyfjaskorturinn valdi bæði sjúklingum og læknum óþægindum. „Það getur komið upp skortur á lyfi sem sjúklingur á erfitt að vera án og það getur þá haft áhrif á heilsu hans.Þá hafa læknar í meira mæli en áður þurft að sækja um undanþágur fyrir lyf og er þá í raun orðinn persónulega ábyrgur fyrir lyfinu og þeim aukaverkunum sem geta komið upp. Það teljum við hjá læknafélaginu óviðunandi og ætlum á næsta aðalfundi félagsins að gera athugasemd við frumvarpsdrög lyfjalaga,“ segir Reynir. Á vef Lyfjastofnunar koma fram ýmsar ástæður fyrir lyfjaskorti. Reynir segir þetta alheimsvanda, margt geti valdið honum. „Einu varð t.d. alheimskortur á lyfi því náttúruhamfarir urðu á svæði þar sem framleiðsluverksmiðjan var eða í Kína og lyfið var ófáanlegt þar til verksmiðjan komst aftur í gang,“ segir hann að lokum.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Sjá meira