Handboltalandsliðið á hrakhólum Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 12. september 2019 11:00 Gólfflöturinn er of lítill fyrir alþjóðlega keppni og er HSÍ og KKÍ á undanþágum frá alþjóðasamböndum. Tug milljóna króna tap var af rekstri hallarinnar árin 2016 og 2017. Fréttablaðið/Anton Laugardalshöllin stenst ekki alþjóðlegar kröfur, gólfflöturinn er ekki nógu stór, og hefur HSÍ þurft að reiða sig á velvilja Alþjóðahandboltasambandsins um að landsleikir megi fara hér fram. Höllin var vígð 1965 og erfitt er að finna eldri hallir í Evrópu – ef þær eru þá til. Færeyingar misstu sína undanþágu í fyrra og léku þeir landsleiki sína í Danmörku. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að það muni þó ekki gerast í haust en trúlega sé að styttast í að íslenskur landsleikur verði leikinn erlendis ef ekkert fer að gerast. Þá sé hvimleitt að landsliðsæfingar eru haldnar út um hvippinn og hvappinn og forsvarsmenn HSÍ segja mjög nauðsynlegt fá nýja höll. „Við erum ekki akkúrat á sama stað og Færeyingar voru en það gæti auðvitað gerst. Okkur hefur verið bent á að það þurfi eitthvað að fara að gerast í okkar málum og þetta geti ekki gengið svona til lengdar. Það er þó ekki verið að fara loka á okkur í haust eða næsta vetur en við uppfyllum ekki þessar kröfur sem gerðar eru í dag. Ég hef ekki aðeins verið að horfa á handboltann í þessu samhengi heldur aðrar íþróttir líka. Hvernig hús þarf hér að rísa svo körfuboltinn, fimleikar og fleiri séu sáttir – því þetta kostar mikla peninga. Það sem hefur gerst er að ríki og borg hafa rætt um þetta og það er vinna í gangi innan borgarinnar. En þetta er samt ekki komið mjög langt,“ bendir Guðmundur á. Evrópumótið í handbolta fer fram í janúar og fer það fram í þremur löndum. Austurríki, Noregi og Svíþjóð. Guðmundur segir að nú, þegar lönd eru farin að skipta mótum sín á milli, gæti hann alveg hugsað sér að HSÍ fái að vera með og komi með einn riðil til landsins einhvern tímann í framtíðinni. „Við viljum fá stórmót hingað. Það er verið að skipta þessu upp en við getum ekki verið með í því einfaldlega út af því að við uppfyllum ekki skilyrði.“ Hann segir að það séu til teikningar af stækkun hallarinnar en það sé hans mat að þær dugi ekki. Ný höll sé því besta svarið. „Við höfum talið skynsamlegra að líta til lengri tíma en að eyða tíma og peningum að lagfæra höllina því lagfæring myndi ekki gera mikið.“Guðmundur B. Ólafsson.vísir/vilhelmHeildarskuldir tveir milljarðar Það er þétt setið um Laugardalshöll hvort sem það er vegna Eurovision, flokksþinga, árshátíða eða annars. Höllin er í mikilli notkun. Ársreikningur hallarinnar, sem er í eigu Reykjavíkurborgar og Samtaka iðnaðarins, frá 2017 sýnir að tap var af rekstri félagsins upp á 22 milljónir króna. Heildareignir námu um þremur milljörðum en heildarskuldir námu um 2,2 milljörðum. Eigið fé nam 667,8 milljónum. Enginn ársreikningur hefur borist fyrir árið 2018. Í einni fundargerð HSÍ kemur fram að vandamál hafi komið upp vegna fyrirhugaðs landsleiks við Svía á fimmtudegi. „ÍBR hefur sagt Laugardalshöll vera upptekna á fimmtudeginum.“ Svo mörg voru þau orð. Guðmundur segir að þetta geti gerst. „Þetta kemur oft upp að höllin sé pöntuð og bókanir eru að misfarast en við höfum litið svo á að landsleikir eigi að hafa ákveðinn forgang. En það geta orðið árekstrar.“ Þá bendir Guðmundur á æfingaaðstöðu landsliða Íslands, eða skort á henni. „Við erum á hrakhólum og úti um allt, upp á náð og miskunn fyrir öll okkar landslið. Við erum með fimm yngri landslið í úrslitakeppnum og það þarf að æfa fyrir það. Við höfum átt velvild í Hafnarfirði og Seltjarnarnesi en þetta er svolítið púsl. Við viljum fá aðstöðu fyrir okkar fólk og höfum gert grein fyrir hver okkar þörf er. Það má segja það sama um körfuna því þeir eru á sama stað og við.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Sjá meira
Laugardalshöllin stenst ekki alþjóðlegar kröfur, gólfflöturinn er ekki nógu stór, og hefur HSÍ þurft að reiða sig á velvilja Alþjóðahandboltasambandsins um að landsleikir megi fara hér fram. Höllin var vígð 1965 og erfitt er að finna eldri hallir í Evrópu – ef þær eru þá til. Færeyingar misstu sína undanþágu í fyrra og léku þeir landsleiki sína í Danmörku. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að það muni þó ekki gerast í haust en trúlega sé að styttast í að íslenskur landsleikur verði leikinn erlendis ef ekkert fer að gerast. Þá sé hvimleitt að landsliðsæfingar eru haldnar út um hvippinn og hvappinn og forsvarsmenn HSÍ segja mjög nauðsynlegt fá nýja höll. „Við erum ekki akkúrat á sama stað og Færeyingar voru en það gæti auðvitað gerst. Okkur hefur verið bent á að það þurfi eitthvað að fara að gerast í okkar málum og þetta geti ekki gengið svona til lengdar. Það er þó ekki verið að fara loka á okkur í haust eða næsta vetur en við uppfyllum ekki þessar kröfur sem gerðar eru í dag. Ég hef ekki aðeins verið að horfa á handboltann í þessu samhengi heldur aðrar íþróttir líka. Hvernig hús þarf hér að rísa svo körfuboltinn, fimleikar og fleiri séu sáttir – því þetta kostar mikla peninga. Það sem hefur gerst er að ríki og borg hafa rætt um þetta og það er vinna í gangi innan borgarinnar. En þetta er samt ekki komið mjög langt,“ bendir Guðmundur á. Evrópumótið í handbolta fer fram í janúar og fer það fram í þremur löndum. Austurríki, Noregi og Svíþjóð. Guðmundur segir að nú, þegar lönd eru farin að skipta mótum sín á milli, gæti hann alveg hugsað sér að HSÍ fái að vera með og komi með einn riðil til landsins einhvern tímann í framtíðinni. „Við viljum fá stórmót hingað. Það er verið að skipta þessu upp en við getum ekki verið með í því einfaldlega út af því að við uppfyllum ekki skilyrði.“ Hann segir að það séu til teikningar af stækkun hallarinnar en það sé hans mat að þær dugi ekki. Ný höll sé því besta svarið. „Við höfum talið skynsamlegra að líta til lengri tíma en að eyða tíma og peningum að lagfæra höllina því lagfæring myndi ekki gera mikið.“Guðmundur B. Ólafsson.vísir/vilhelmHeildarskuldir tveir milljarðar Það er þétt setið um Laugardalshöll hvort sem það er vegna Eurovision, flokksþinga, árshátíða eða annars. Höllin er í mikilli notkun. Ársreikningur hallarinnar, sem er í eigu Reykjavíkurborgar og Samtaka iðnaðarins, frá 2017 sýnir að tap var af rekstri félagsins upp á 22 milljónir króna. Heildareignir námu um þremur milljörðum en heildarskuldir námu um 2,2 milljörðum. Eigið fé nam 667,8 milljónum. Enginn ársreikningur hefur borist fyrir árið 2018. Í einni fundargerð HSÍ kemur fram að vandamál hafi komið upp vegna fyrirhugaðs landsleiks við Svía á fimmtudegi. „ÍBR hefur sagt Laugardalshöll vera upptekna á fimmtudeginum.“ Svo mörg voru þau orð. Guðmundur segir að þetta geti gerst. „Þetta kemur oft upp að höllin sé pöntuð og bókanir eru að misfarast en við höfum litið svo á að landsleikir eigi að hafa ákveðinn forgang. En það geta orðið árekstrar.“ Þá bendir Guðmundur á æfingaaðstöðu landsliða Íslands, eða skort á henni. „Við erum á hrakhólum og úti um allt, upp á náð og miskunn fyrir öll okkar landslið. Við erum með fimm yngri landslið í úrslitakeppnum og það þarf að æfa fyrir það. Við höfum átt velvild í Hafnarfirði og Seltjarnarnesi en þetta er svolítið púsl. Við viljum fá aðstöðu fyrir okkar fólk og höfum gert grein fyrir hver okkar þörf er. Það má segja það sama um körfuna því þeir eru á sama stað og við.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Sjá meira