Handbolti

Magdeburg hélt sigur­göngunni á­fram í Meistara­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson var maðurinn á bak við ellefu mörk hjá Madgeburg í kvöld.
Gísli Þorgeir Kristjánsson var maðurinn á bak við ellefu mörk hjá Madgeburg í kvöld. Marius Becker/Getty Images

Íslendingaliðið Magdeburg sótti tvö góð stig til Póllands í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld.

Magdeburg vann leikinn með fjórum mörkum, 34-30, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 18-15.

Magdeburg hefur unnið fimm fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson nýttu báðir fimm af sex skotum sínum í leiknum. Gísli var einnig með sex stoðsendingar og Ómar gaf þrjár stoðsendingar. Íslensku landsliðsmennirnir voru því saman með tíu mörk og níu stoðsendingar í kvöld.

Elvar Örn Jónsson komst ekki á blað. Oscar Bergendahl var markahæstur með sjö mörk og Felix Claar skoraði sex mörk.

Janus Daði Smárason gat ekki spilað með Szeged vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×