Svört skýrsla um áhrif Brexit án samnings ekki lengur leyndarmál Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 12. september 2019 07:02 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að hann vilji frekar standa við útgöngu í lok október heldur en fresta Brexit, ef samningur við ESB liggur ekki fyrir. Áhrif af útgöngu án samnings gætu hins vegar orðið slæm ef marka má skýrslu sem ríkisstjórnin lét gera. vísir/getty Fari svo að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings eins og stefnir í þann 31. október næstkomandi gæti matarverð hækkað, eldsneyti orðið dýrara og skortur á lyfjum gæti orðið viðvarandi um tíma. Þá er óttast að til uppþota komi á götum landsins, að því er fram kemur í skýrslu sem ríkisstjórnin lét útbúa og var þar til í gær skilgreind sem leyndarmál. Þingmaðurinn Dominic Grieve fór fram á að skýrslan yrði gerð opinber. Grieve er fyrrverandi dómsmálaráðherra Breta og einn af uppreisnarmönnunum í Íhaldsflokknum sem risu upp gegn Boris Johnson forsætisráðherra á dögunum. Skömmu áður en Johnson frestaði þingfundum fram í október tókst Grieve að fá samþykkta tillögu sem miðaði að því að skýrslan, sem gengur undir nafninu Yellowhammer, eða „Guli hamarinn“, yrði gerð opinber. Stórir hlutar hennar höfðu raunar lekið út til fjölmiðla í sumar, en þá var viðkvæðið frá stjórnvöldum að þau skjöl væru gömul og að nýjar sviðsmyndir sýndu allt annað ástand. Nú þegar skýrslan er komin í dagsljósið er ljóst að um mjög svipuð skjöl er að ræða. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Fari svo að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings eins og stefnir í þann 31. október næstkomandi gæti matarverð hækkað, eldsneyti orðið dýrara og skortur á lyfjum gæti orðið viðvarandi um tíma. Þá er óttast að til uppþota komi á götum landsins, að því er fram kemur í skýrslu sem ríkisstjórnin lét útbúa og var þar til í gær skilgreind sem leyndarmál. Þingmaðurinn Dominic Grieve fór fram á að skýrslan yrði gerð opinber. Grieve er fyrrverandi dómsmálaráðherra Breta og einn af uppreisnarmönnunum í Íhaldsflokknum sem risu upp gegn Boris Johnson forsætisráðherra á dögunum. Skömmu áður en Johnson frestaði þingfundum fram í október tókst Grieve að fá samþykkta tillögu sem miðaði að því að skýrslan, sem gengur undir nafninu Yellowhammer, eða „Guli hamarinn“, yrði gerð opinber. Stórir hlutar hennar höfðu raunar lekið út til fjölmiðla í sumar, en þá var viðkvæðið frá stjórnvöldum að þau skjöl væru gömul og að nýjar sviðsmyndir sýndu allt annað ástand. Nú þegar skýrslan er komin í dagsljósið er ljóst að um mjög svipuð skjöl er að ræða.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira