Bjartsýni á aukin viðskipti Íslands og Indlands Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. september 2019 19:00 Ram Nath Kovind, forseti Indlands, fór af landi brott núna síðdegis eftir þriggja daga heimsókn. Í dag sótti hann málþing um viðskipti á Hilton Reykjavík Nordica þar sem viljayfirlýsingar um frekari viðskipti voru undirritaðar. Forsetar Íslands og Indlands voru mættir á málþingið í morgun líkt og fjöldi indverskra og íslenskra athafnamanna. Héldu þeir hvor sína ræðuna og hvöttu til aukinna samskipta á milli ríkjanna. Guðni sagði frá því að við kvöldverðarborðið í gær hafi hann sagt indversku forsetahjónunum söguna af Jóni Ólafssyni Indíafara. Á málþinginu sagðist hann vona að Indíafararnir yrðu fleiri. Og Kovind var sammála. Sagði í sinni ræðu að tækifæri væru til þess að efla samstarf á sviði fjárfestinga, þjónustu, rannsókna og nýsköpunar svo fátt eitt sé nefnt. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka Iðnaðarins undirritaði fyrir hönd SI viljayfirlýsingu við indversk systursamtök um frekari samvinnu á sviði viðskipta. Sagði hún að það væru mikil tækifæri í auknum viðskiptum. Og Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna, tók fram að þrjú indversk fyrirtæki hafi til viðbótar undirritað sams konar viljayfirlýsingu með íslenskum fyrirtækjum. „Við erum afar vongóð um að fleiri yfirlýsingar verði undirritaðar og að þessi samskipti leiði til aukinna viðskipta.“ Utanríkismál Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira
Ram Nath Kovind, forseti Indlands, fór af landi brott núna síðdegis eftir þriggja daga heimsókn. Í dag sótti hann málþing um viðskipti á Hilton Reykjavík Nordica þar sem viljayfirlýsingar um frekari viðskipti voru undirritaðar. Forsetar Íslands og Indlands voru mættir á málþingið í morgun líkt og fjöldi indverskra og íslenskra athafnamanna. Héldu þeir hvor sína ræðuna og hvöttu til aukinna samskipta á milli ríkjanna. Guðni sagði frá því að við kvöldverðarborðið í gær hafi hann sagt indversku forsetahjónunum söguna af Jóni Ólafssyni Indíafara. Á málþinginu sagðist hann vona að Indíafararnir yrðu fleiri. Og Kovind var sammála. Sagði í sinni ræðu að tækifæri væru til þess að efla samstarf á sviði fjárfestinga, þjónustu, rannsókna og nýsköpunar svo fátt eitt sé nefnt. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka Iðnaðarins undirritaði fyrir hönd SI viljayfirlýsingu við indversk systursamtök um frekari samvinnu á sviði viðskipta. Sagði hún að það væru mikil tækifæri í auknum viðskiptum. Og Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna, tók fram að þrjú indversk fyrirtæki hafi til viðbótar undirritað sams konar viljayfirlýsingu með íslenskum fyrirtækjum. „Við erum afar vongóð um að fleiri yfirlýsingar verði undirritaðar og að þessi samskipti leiði til aukinna viðskipta.“
Utanríkismál Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Sjá meira