Forsætisnefnd Alþingis verði ekki lengur milliliður siðanefndar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. september 2019 12:30 Drög að umbótum hafa verið send til Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu og Siðanefndar en að fengnum umsögnum og eftir atvikum ábendingum úr þingflokknum fer málið aftur til áframhaldandi umfjöllunar í forsætisnefnd og loks til umræðu í þinginu. visir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti þingmönnum við þingsetningu í gær að hann auk Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hefðu unnið að endurskoðun og tillögum að breytingum á siðareglunum alþingismanna. Það hefði reynst nauðsynlegt að fenginni reynslu. Drög að umbótum hafa verið send til Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu og Siðanefndar en að fengnum umsögnum og eftir atvikum ábendingum úr þingflokknum fer málið aftur til áframhaldandi umfjöllunar í forsætisnefnd og loks til umræðu í þinginu. Helga Vala segir að henni sé ekki kunnugt um það hvort forsætisnefnd hafi gert breytingar á drögum sem þau lögðu til. Aðspurð hvað felist í tillögunum svarar Helga Vala því til að forsætisnefnd hætti sem ventill á hvaða mál fari fyrir siðanefnd. „Það er kannski helst að nefna þær breytingar að forsætisnefnd fari út úr ferlinu þannig að forsætisnefnd verði ekki áfram þessi ventill sem var skrifaður inn í siðareglurnar á sínum tíma og var í rauninni breyting frá því sem lagt var til í upphafi. Það var varað við því að hafa það þannig, það voru umsagnar aðilar sem vöruðu við því að forsætisnefnd væri svona með puttana í þessu en það var engu að síður niðurstaðan þá en nú sjáum við að þetta var óheppilegt,“ segir Helga Vala. Með breytingunum sé verið að auka sjálfstæði og vægi siðanefndarinnar þannig að forsætisnefnd og hinir kjörnu fulltrúar hafi hvorki neitt um það að segja hvort mál fari fyrir siðanefnd né um það sem kemur þaðan. Fyrirkomulagið eins og það er í dag er með þeim hætti að álit siðanefndar er í raun ráðgefandi fyrir forsætisnefnd. „Það er okkar tillaga að því verði breytt þannig að siðanefnd verði þessi úrskurðaraðili.“ Ýmsir stjórnmálamenn hafa þá gagnrýnt að engin viðurlög séu við brotum á siðareglum. Í Evrópuþinginu er sá háttur hafður á að fólk missir rétt til að gegna trúnaðarstörfum í þinginu hafi það gerst brotlegt við siðareglur. Helga Vala er óviss með sína afstöðu. „Ég hef persónulega sveiflast mjög mikið þar og er ekkert alveg viss hvað mér á að finnast um það. Mér vísara fólk segir að það eigi ekki að vea viðurlög við siðareglum og þá er ég að vísa í siðfræðinga og þá sem hafa svona verið að vinna mikið með þetta. Ég óskaði eftir því að þessar reglur færu til umsagnar hjá Lýðræðis og mannréttindarnefnd ÖSE sem hefur verið að aðstoða þjóðþingin við að setja siðareglur og fylgja þeim eftir og ég hlakka mikið til að sjá hvað sú nefnd segir við þessum tillögum,“ segir Helga Vala. Alþingi Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tilkynnti þingmönnum við þingsetningu í gær að hann auk Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar og formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hefðu unnið að endurskoðun og tillögum að breytingum á siðareglunum alþingismanna. Það hefði reynst nauðsynlegt að fenginni reynslu. Drög að umbótum hafa verið send til Öryggis og samvinnustofnunar Evrópu og Siðanefndar en að fengnum umsögnum og eftir atvikum ábendingum úr þingflokknum fer málið aftur til áframhaldandi umfjöllunar í forsætisnefnd og loks til umræðu í þinginu. Helga Vala segir að henni sé ekki kunnugt um það hvort forsætisnefnd hafi gert breytingar á drögum sem þau lögðu til. Aðspurð hvað felist í tillögunum svarar Helga Vala því til að forsætisnefnd hætti sem ventill á hvaða mál fari fyrir siðanefnd. „Það er kannski helst að nefna þær breytingar að forsætisnefnd fari út úr ferlinu þannig að forsætisnefnd verði ekki áfram þessi ventill sem var skrifaður inn í siðareglurnar á sínum tíma og var í rauninni breyting frá því sem lagt var til í upphafi. Það var varað við því að hafa það þannig, það voru umsagnar aðilar sem vöruðu við því að forsætisnefnd væri svona með puttana í þessu en það var engu að síður niðurstaðan þá en nú sjáum við að þetta var óheppilegt,“ segir Helga Vala. Með breytingunum sé verið að auka sjálfstæði og vægi siðanefndarinnar þannig að forsætisnefnd og hinir kjörnu fulltrúar hafi hvorki neitt um það að segja hvort mál fari fyrir siðanefnd né um það sem kemur þaðan. Fyrirkomulagið eins og það er í dag er með þeim hætti að álit siðanefndar er í raun ráðgefandi fyrir forsætisnefnd. „Það er okkar tillaga að því verði breytt þannig að siðanefnd verði þessi úrskurðaraðili.“ Ýmsir stjórnmálamenn hafa þá gagnrýnt að engin viðurlög séu við brotum á siðareglum. Í Evrópuþinginu er sá háttur hafður á að fólk missir rétt til að gegna trúnaðarstörfum í þinginu hafi það gerst brotlegt við siðareglur. Helga Vala er óviss með sína afstöðu. „Ég hef persónulega sveiflast mjög mikið þar og er ekkert alveg viss hvað mér á að finnast um það. Mér vísara fólk segir að það eigi ekki að vea viðurlög við siðareglum og þá er ég að vísa í siðfræðinga og þá sem hafa svona verið að vinna mikið með þetta. Ég óskaði eftir því að þessar reglur færu til umsagnar hjá Lýðræðis og mannréttindarnefnd ÖSE sem hefur verið að aðstoða þjóðþingin við að setja siðareglur og fylgja þeim eftir og ég hlakka mikið til að sjá hvað sú nefnd segir við þessum tillögum,“ segir Helga Vala.
Alþingi Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira