Forseti Íslands hvetur þingheim til hugrekkis og forðast að ala á ótta Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2019 21:30 Forseti Íslands sagði ágreining einkenna öflugt þing og samfélag í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Þær stundir komi að þjóðin hafi ekkert að óttast nema þá óttaslegnu og skoraði forsetinn á þingheim að sýna hugrekki í störfum sínum. En það væri ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hefðu hæst. Setning Alþingis fór fram með hefðbundnum hætti í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza Reid forsetafrú komu til þings rétt fyrir klukkan hálf tvö og héldu síðan með flestum þingmönnum og boðsgestum eins og sendiherrum annarra ríkja til guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Fátt var um fólk á Austurvelli til að fylgjast með eða mótmæla. Kjörtímabil ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er nú um það bil hálfnað. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir annað og þriðja þing hverrar ríkisstjórnar vera uppskeruþing. Þá sé besta tækifærið til að koma viðamiklum málum áfram.Sjá einnig: Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Eftir að hafa sett þingið hvatti forsetinn til þess að stórhugur ríkti á Alþingi þar sem þingmönnum auðnaðist að sýna sanngirni, háttvísi og lipurð í mannlegum samskiptum og virða ólíkar skoðanir þótt eflaust verði tekist á í þingsal. „Til þess er hann gerður. Ágreiningur einkennir öflugt þing og öflugt samfélag. Bann við honum er haldreipi hinna þröngsýnu og kúgunartól harðstjóranna,“ sagði Guðni. Bjartsýni ríki einnig í öflugu samfélagi en ekki biturð og beiskja, ólund eða ótti. Varkárni væri góðra gjalda verð og varast mætti þá andvaralausu og kærulausu. „En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að viðhöfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu,“ sagði forseti Íslands. Skoraði forsetinn á þingheim að vera bjartsýnn en spurði jafnframt hvað hugrekki væri í þingsal og á vettvangi þjóðmála. „Það er í það minnsta ekki hugrekki ef fólk bugtar sig og beygir fyrir þeim sem hafa hæst. Þeim sem láta formælingar fjúka í stað skynsamra skoðanaskipta. Sómakært fólk má líka íhuga í hvaða félagsskap það getur endað. Hvernig hófstilltur, röggsamur málflutningur getur umhverfst í öfgar og útúrsnúning í meðförum annarra,“ sagði Guðni. En svo vitnaði forsetinn í lagahöfundinn Carly Simon áður en einhverjir virtust og tækju þessi orð til sín. „Hættu þessum hégóma að halda að það sé sungið um þig,“ hafði forsetinn eftir söngkonunni og uppskar hlátur þingheims. Í lok ræðu sinnar bað forsetinn samkvæmt hefð þingheim að rísa úr sætum og minnast fósturjarðarinnar og tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undir eins og hefðin býður. „Heill forseta vorum og fósturjörð. Ísland lifi,“ sagði forsætisráðherra og þingheimur tók undir með fjórföldu húrrahrópi. Alþingi Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Vitnaði forsetinn í lag Carly Simon um að þingmenn og landsmenn ættu ekki að taka orð hans sérstaklega til sín. 10. september 2019 14:45 Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. 10. september 2019 12:30 Framsókn er komin í erfiða stöðu Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. 10. september 2019 06:15 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Forseti Íslands sagði ágreining einkenna öflugt þing og samfélag í ávarpi sínu við setningu Alþingis í dag. Þær stundir komi að þjóðin hafi ekkert að óttast nema þá óttaslegnu og skoraði forsetinn á þingheim að sýna hugrekki í störfum sínum. En það væri ekki hugrekki að bugta sig og beygja fyrir þeim sem hefðu hæst. Setning Alþingis fór fram með hefðbundnum hætti í dag. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza Reid forsetafrú komu til þings rétt fyrir klukkan hálf tvö og héldu síðan með flestum þingmönnum og boðsgestum eins og sendiherrum annarra ríkja til guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Fátt var um fólk á Austurvelli til að fylgjast með eða mótmæla. Kjörtímabil ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er nú um það bil hálfnað. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir annað og þriðja þing hverrar ríkisstjórnar vera uppskeruþing. Þá sé besta tækifærið til að koma viðamiklum málum áfram.Sjá einnig: Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Eftir að hafa sett þingið hvatti forsetinn til þess að stórhugur ríkti á Alþingi þar sem þingmönnum auðnaðist að sýna sanngirni, háttvísi og lipurð í mannlegum samskiptum og virða ólíkar skoðanir þótt eflaust verði tekist á í þingsal. „Til þess er hann gerður. Ágreiningur einkennir öflugt þing og öflugt samfélag. Bann við honum er haldreipi hinna þröngsýnu og kúgunartól harðstjóranna,“ sagði Guðni. Bjartsýni ríki einnig í öflugu samfélagi en ekki biturð og beiskja, ólund eða ótti. Varkárni væri góðra gjalda verð og varast mætti þá andvaralausu og kærulausu. „En við megum líka varast þá kvíðafullu, þá hræddu og þá reiðu. Þær stundir geta einmitt komið að viðhöfum ekkert að óttast nema þá óttaslegnu,“ sagði forseti Íslands. Skoraði forsetinn á þingheim að vera bjartsýnn en spurði jafnframt hvað hugrekki væri í þingsal og á vettvangi þjóðmála. „Það er í það minnsta ekki hugrekki ef fólk bugtar sig og beygir fyrir þeim sem hafa hæst. Þeim sem láta formælingar fjúka í stað skynsamra skoðanaskipta. Sómakært fólk má líka íhuga í hvaða félagsskap það getur endað. Hvernig hófstilltur, röggsamur málflutningur getur umhverfst í öfgar og útúrsnúning í meðförum annarra,“ sagði Guðni. En svo vitnaði forsetinn í lagahöfundinn Carly Simon áður en einhverjir virtust og tækju þessi orð til sín. „Hættu þessum hégóma að halda að það sé sungið um þig,“ hafði forsetinn eftir söngkonunni og uppskar hlátur þingheims. Í lok ræðu sinnar bað forsetinn samkvæmt hefð þingheim að rísa úr sætum og minnast fósturjarðarinnar og tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undir eins og hefðin býður. „Heill forseta vorum og fósturjörð. Ísland lifi,“ sagði forsætisráðherra og þingheimur tók undir með fjórföldu húrrahrópi.
Alþingi Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Vitnaði forsetinn í lag Carly Simon um að þingmenn og landsmenn ættu ekki að taka orð hans sérstaklega til sín. 10. september 2019 14:45 Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. 10. september 2019 12:30 Framsókn er komin í erfiða stöðu Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. 10. september 2019 06:15 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Forsetinn varaði við að beygja sig fyrir „þeim sem hafa hæst“ Vitnaði forsetinn í lag Carly Simon um að þingmenn og landsmenn ættu ekki að taka orð hans sérstaklega til sín. 10. september 2019 14:45
Skorður settar við andsvör þingmanna á komandi þingvetri Þingmenn geta ekki lengur farið í andsvör við flokksfélaga sína í umræðum á Alþingi nema þeir séu á öndverðu meiði við þá samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar í sumar. 10. september 2019 12:30
Framsókn er komin í erfiða stöðu Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna er langt frá því að halda meirihluta sínum ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn mælist með um sex prósenta fylgi og er langt frá kjörfylgi sínu. 10. september 2019 06:15