„Hann vegur að æru minni“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2019 21:00 Móðir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa vegið að æru sinni og trúverðugleika í fjölmiðlum vegna máls sem varðaði dóttur hennar og kæru gegn lögreglumanni. Kvörtun móðurinnar er til skoðunar hjá Umboðsmanni Alþingis. Halldóra Baldursdóttir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa ráðist að sér í fjölmiðlum vegna umfjöllunar um rannsókn á lögreglumanni sem hafði verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hennar. Málið leiddi ekki til ákæru. Mæðgurnar sögðu í viðtali í fyrra að ríkislögreglustjóri hefði brugðist þeim með því að leysa lögreglumanninn ekki undan störfum á meðan rannsókn málsins stóð yfir.Haraldur sendi yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki hafa geta leyst lögreglumanninn undan störfum því hann hafi ekki fengið rannsóknargögn. Því hafi hann ekki geta lagt mat á málið. Nefnd um eftirlit með lögreglu gat ekki tekið undir þessa afstöðu ríkislögreglustjórans. „Ég sendi erindi á innanríkisráðherra 2011. Ég hafði líka samband við umboðsmann Alþingis. Nú síðast á nefnd um eftirlit með störfum lögreglu. Það kemur fram í þessum gögnum að Haraldur var á þessum tíma með skipunarvaldið og honum var í lófa lagið að vísa honum frá. Og hann þurfti ekki að sjá nein rannsóknargögn til þess,“ segir Halldóra Baldursdóttir. Haraldur sendi aðra yfirlýsingu um málið á Mannlíf í sumar en Halldóra segir framgöngu hans óásættanlega. „Hann er ekkert bara hvaða maður sem er. Hann er æðsti yfirmaður lögreglumála í landinu. Hann vegur að æru minni og ég upplifi þessa framgöngu hans sem hótun, sem þöggun, ég eigi bara ekkert að vera að tjá mig um þetta.“ Halldóra bíður eftir svörum frá Umboðsmanni Alþingis sem hefur annað mál um framferði ríkislögreglustjóra til skoðunar. Hún varðar afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á kvörtun blaðamannanna sem ríkislögreglustjóri sendi bréf á bréfsefni embættisins sem varðaði hann sjálfan. Ráðuneytið taldi framferði ríkislögreglustjóra ámælisverða en áminnti hann ekki. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Móðir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa vegið að æru sinni og trúverðugleika í fjölmiðlum vegna máls sem varðaði dóttur hennar og kæru gegn lögreglumanni. Kvörtun móðurinnar er til skoðunar hjá Umboðsmanni Alþingis. Halldóra Baldursdóttir segir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra hafa ráðist að sér í fjölmiðlum vegna umfjöllunar um rannsókn á lögreglumanni sem hafði verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hennar. Málið leiddi ekki til ákæru. Mæðgurnar sögðu í viðtali í fyrra að ríkislögreglustjóri hefði brugðist þeim með því að leysa lögreglumanninn ekki undan störfum á meðan rannsókn málsins stóð yfir.Haraldur sendi yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki hafa geta leyst lögreglumanninn undan störfum því hann hafi ekki fengið rannsóknargögn. Því hafi hann ekki geta lagt mat á málið. Nefnd um eftirlit með lögreglu gat ekki tekið undir þessa afstöðu ríkislögreglustjórans. „Ég sendi erindi á innanríkisráðherra 2011. Ég hafði líka samband við umboðsmann Alþingis. Nú síðast á nefnd um eftirlit með störfum lögreglu. Það kemur fram í þessum gögnum að Haraldur var á þessum tíma með skipunarvaldið og honum var í lófa lagið að vísa honum frá. Og hann þurfti ekki að sjá nein rannsóknargögn til þess,“ segir Halldóra Baldursdóttir. Haraldur sendi aðra yfirlýsingu um málið á Mannlíf í sumar en Halldóra segir framgöngu hans óásættanlega. „Hann er ekkert bara hvaða maður sem er. Hann er æðsti yfirmaður lögreglumála í landinu. Hann vegur að æru minni og ég upplifi þessa framgöngu hans sem hótun, sem þöggun, ég eigi bara ekkert að vera að tjá mig um þetta.“ Halldóra bíður eftir svörum frá Umboðsmanni Alþingis sem hefur annað mál um framferði ríkislögreglustjóra til skoðunar. Hún varðar afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins á kvörtun blaðamannanna sem ríkislögreglustjóri sendi bréf á bréfsefni embættisins sem varðaði hann sjálfan. Ráðuneytið taldi framferði ríkislögreglustjóra ámælisverða en áminnti hann ekki.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira