Máli Johnson og vinkonu vísað til lögreglu Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2019 10:58 Johnson hefur staðið í ströngu vegna Brexit undanfarið. Nú er hann sakaður um mögulegt brot í starfi sem borgarstjóri. Vísir/EPA Borgaryfirvöld í London hafa vísað máli sem varðar meint brot Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í embætti þegar hann var borgarstjóri til lögreglu. Ásakanir eru um að bandarísk vinkona Johnson hafi fengið sérmeðferð hjá borginni.Breska ríkisútvarpið BBC segir að eftirlitsfulltrúi borgaryfirvalda sem hefur það hlutverk að fylgjast með framferði borgarstjóra og borgarfulltrúa hafi skrifað eftirlitsstofnun lögreglunnar (IOPC) um mál Johnson og Jennifer Arcuri, bandarískrar vinkonu hans. Arcuri er sögð hafa tekið þátt í viðskiptasendinefndum sem Johnson leiddi sem borgarstjóri og að fyrirtæki hennar hafi hlotið þúsunda punda styrki í krafti vinskaps hennar við Johnson. Johnson hefur neitað því að hafa gert nokkuð óeðlilegt. Bandamenn hans innan ríkisstjórnarinnar fullyrða að ásakanirnar eigi sér pólitískar rætur. Þeir telja tímasetningu ásakananna tortryggilega í ljósi þess að landsfundur Íhaldsflokksins er rétt handan við hornið. Málið kemur inn á borð IOPC vegna þess að borgarstjóri London ber einnig ábyrgð á löggæslumálum. Stofnunin tekur á kvörtunum gegn lögregluliði á Englandi og í Wales. Johnson var borgarstjóri London frá 2008 til 2016. BBC segist hafa rætt við fólk sem tók þátt í sendinefndum Johnson á erlenda grundu. Arcuri hafi þar staðið út þar sem fyrirtæki hennar voru mun minni en annarra fulltrúa þar. Þá er skrifstofa borgarstjórans sögð hafa gripið inni í þegar umsókn Arcuri um að taka þátt í ferð til Tel Aviv var hafnað í fyrstu. Bretland Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Borgaryfirvöld í London hafa vísað máli sem varðar meint brot Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í embætti þegar hann var borgarstjóri til lögreglu. Ásakanir eru um að bandarísk vinkona Johnson hafi fengið sérmeðferð hjá borginni.Breska ríkisútvarpið BBC segir að eftirlitsfulltrúi borgaryfirvalda sem hefur það hlutverk að fylgjast með framferði borgarstjóra og borgarfulltrúa hafi skrifað eftirlitsstofnun lögreglunnar (IOPC) um mál Johnson og Jennifer Arcuri, bandarískrar vinkonu hans. Arcuri er sögð hafa tekið þátt í viðskiptasendinefndum sem Johnson leiddi sem borgarstjóri og að fyrirtæki hennar hafi hlotið þúsunda punda styrki í krafti vinskaps hennar við Johnson. Johnson hefur neitað því að hafa gert nokkuð óeðlilegt. Bandamenn hans innan ríkisstjórnarinnar fullyrða að ásakanirnar eigi sér pólitískar rætur. Þeir telja tímasetningu ásakananna tortryggilega í ljósi þess að landsfundur Íhaldsflokksins er rétt handan við hornið. Málið kemur inn á borð IOPC vegna þess að borgarstjóri London ber einnig ábyrgð á löggæslumálum. Stofnunin tekur á kvörtunum gegn lögregluliði á Englandi og í Wales. Johnson var borgarstjóri London frá 2008 til 2016. BBC segist hafa rætt við fólk sem tók þátt í sendinefndum Johnson á erlenda grundu. Arcuri hafi þar staðið út þar sem fyrirtæki hennar voru mun minni en annarra fulltrúa þar. Þá er skrifstofa borgarstjórans sögð hafa gripið inni í þegar umsókn Arcuri um að taka þátt í ferð til Tel Aviv var hafnað í fyrstu.
Bretland Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira