FIFA þvertekur fyrir óheiðarleika í kosningu Messi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. september 2019 22:45 Messi hafði betur gegn Cristiano Ronaldo og Virgil van Dijk í kosningunni um besta leikmann heims vísir/getty Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem sambandið segir ekkert til í þeim ásökunum að kosningin á besta leikmanni heims hafi farið óheiðarlega fram. Á mánudagskvöld var Lionel Messi krýndur besti leikmaður heims af FIFA, en á bak við verðlaunin er kosning sem fyrirliðar, þjálfarar og blaðamenn koma að. Í vikunni hafa nokkrir kjósendur sagt að þeirra atkvæði hafi annað hvort ekki verið talin með eða að þeim hafi verið breytt. Vegna þessa máls sendi FIFA frá sér tilkynningu í dag. „FIFA varð fyrir miklum vonbrigðum með að sjá fréttir sem drógu heiðarleika kosninganna í vafa. Þessar fréttir eru ósanngjarnar og misleiðandi,“ sagði í tilkynningunni. „Kosningin fyrir verðlaunin er undir eftirliti hlutlausrar stofnunnar, í þessu máli PricewaterhouseCoopers í Sviss.“ Í tilkynningunni kom fram að hverju atkvæði þarf að skila inn bæði á tölvutæku formi og skriflega. Skriflegu atkvæðin verða að innihalda undirskrift frá bæði ábyrgðaraðila þess sambands sem kjósandinn kýs fyrir og frá kjósandanum sjálfum. „Bæði FIFA og hlutlausi eftirlitsaðilinn geta sýnt fram á að öll atkvæðin sem bárust standast þessar reglur. Þar með er enginn vafi á réttmæti úrslitanna.“ Messi vann verðlaun FIFA í fyrsta skipti á mánudag, en þessi verðlaun hafa aðeins verið veitt síðan 2016. Áður var FIFA með í afhendingu Ballon d'Or, en nú er hann veittur sér. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Messi leikmaður ársins að mati FIFA Lionel Messi er besti leikmaður heims að mati FIFA, en hann var útnefndur leikmaður ársins á verðlaunahófi alþjóðaknattspyrnusambandsins í kvöld. 23. september 2019 20:23 Ronaldo komst hvorki í fyrsta sætið hjá landsliðsfyrirliðanum né landsliðsþjálfaranum Aron Einar Gunnarsson og Erik Hamrén voru ekki sammála um besta leikmann heims. 24. september 2019 11:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem sambandið segir ekkert til í þeim ásökunum að kosningin á besta leikmanni heims hafi farið óheiðarlega fram. Á mánudagskvöld var Lionel Messi krýndur besti leikmaður heims af FIFA, en á bak við verðlaunin er kosning sem fyrirliðar, þjálfarar og blaðamenn koma að. Í vikunni hafa nokkrir kjósendur sagt að þeirra atkvæði hafi annað hvort ekki verið talin með eða að þeim hafi verið breytt. Vegna þessa máls sendi FIFA frá sér tilkynningu í dag. „FIFA varð fyrir miklum vonbrigðum með að sjá fréttir sem drógu heiðarleika kosninganna í vafa. Þessar fréttir eru ósanngjarnar og misleiðandi,“ sagði í tilkynningunni. „Kosningin fyrir verðlaunin er undir eftirliti hlutlausrar stofnunnar, í þessu máli PricewaterhouseCoopers í Sviss.“ Í tilkynningunni kom fram að hverju atkvæði þarf að skila inn bæði á tölvutæku formi og skriflega. Skriflegu atkvæðin verða að innihalda undirskrift frá bæði ábyrgðaraðila þess sambands sem kjósandinn kýs fyrir og frá kjósandanum sjálfum. „Bæði FIFA og hlutlausi eftirlitsaðilinn geta sýnt fram á að öll atkvæðin sem bárust standast þessar reglur. Þar með er enginn vafi á réttmæti úrslitanna.“ Messi vann verðlaun FIFA í fyrsta skipti á mánudag, en þessi verðlaun hafa aðeins verið veitt síðan 2016. Áður var FIFA með í afhendingu Ballon d'Or, en nú er hann veittur sér.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Messi leikmaður ársins að mati FIFA Lionel Messi er besti leikmaður heims að mati FIFA, en hann var útnefndur leikmaður ársins á verðlaunahófi alþjóðaknattspyrnusambandsins í kvöld. 23. september 2019 20:23 Ronaldo komst hvorki í fyrsta sætið hjá landsliðsfyrirliðanum né landsliðsþjálfaranum Aron Einar Gunnarsson og Erik Hamrén voru ekki sammála um besta leikmann heims. 24. september 2019 11:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira
Messi leikmaður ársins að mati FIFA Lionel Messi er besti leikmaður heims að mati FIFA, en hann var útnefndur leikmaður ársins á verðlaunahófi alþjóðaknattspyrnusambandsins í kvöld. 23. september 2019 20:23
Ronaldo komst hvorki í fyrsta sætið hjá landsliðsfyrirliðanum né landsliðsþjálfaranum Aron Einar Gunnarsson og Erik Hamrén voru ekki sammála um besta leikmann heims. 24. september 2019 11:30