Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2019 11:45 Páll Matthíasson, forstjóri Landsítalans. Mynd/Landspítalinn Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. Heilbrigðisráðherra hafi staðfest breytingarnar. Markmiðið sé að gera framkvæmdastjórn stefnumiðaðri, fá meiri yfirsýn og fókus á þróun heilbrigðisþjónustu, heilbrigðisáætlun, samvinnu við aðrar heilbrigðisstofnanir og aðra þætti velferðarþjónustu í landinu. Á sama tíma verði dregið úr kostnaði við yfirstjórn spítalans. Megin breyting skipuritsins felst að sögn Páls í því að starfsemi sjö klínískra sviða og rekstrarsviðs verður skipt milli þriggja sviða; meðferðarsviðs, aðgerðasviðs og þjónustusviðs. Þannig hafi stöður framkvæmdastjóranna níu verið lagðar niður og í stað þeirra auglýstar stöður framkvæmdastjóra þessara þriggja sviða. Ráðning í þær stöður liggur fyrir um mánaðarmótin að sögn Páls. „Hlutverk þessara þriggja framkvæmdastjóra, sem sitja munu í framkvæmdastjórn spítalans, verður að samhæfa verkefni þeirrar starfsemi sem undir þá heyra, bæta flæði á milli eininga og sviða, vinna að framgangi göngudeilda og dagdeilda og taka þátt í því að efla framþróun og rekstur þjónustu, kennslu og vísindi á Landspítala,“ segir Páll. Lýsingin á nýju sviðunum þremur er eftirfarandi:MeðferðarsviðÁ meðferðarsviði er gert ráð fyrir fjórum kjörnum / miðstöðvum með almennari áherslum sem leiddar verða af forstöðumönnum; öldrun, bráðaþjónusta, lyflækningar og endurhæfing og loks geðþjónusta.AðgerðasviðÁ aðgerðasviði verða fimm kjarnar eða þjónustumiðstöðvar með sérhæfðari áherslum; krabbameinsþjónusta, hjarta- og æðaþjónusta, skurðlækningar, skurðstofur og gjörgæsla auk kvennadeilda, barnaspítala og BUGL (barna- og unglingageðdeilda). Sérstök nýjung er annars vegar krabbameinsþjónusta, hins vegar hjarta- og æðaþjónusta. Þá klasa á eftir að þróa nánar á næstu mánuðum en þarna er verið að skapa kjarnaþjónustu við sjúklinga með tvö algengustu dánarmein Íslendinga; illkynja sjúkdóma annars vegar, hjarta- og æðasjúkdóma hins vegar. Tilgangurinn er að efla þá þjónustu við sjúklinga en einnig að skapa umgjörð fyrir menntun, vísindi og nýsköpun á þessum mikilvægu sviðum.ÞjónustusviðÁ þjónustusviði er gert ráð fyrir a.m.k. þremur kjörnum; rannsóknarstofur, blóðbanki og myndgreining í einum klasa. Aðföng (birgðir, flutningar, eldhús, þvottahús, öryggisgæsla), fasteignir og umhverfi í öðrum klasa. Þá er gert ráð fyrir klasa lyfjaþjónustu, ráðgjafarþjónustu, fjarheilbrigðisþjónustu og heilbrigðis- og upplýsingatækni.Þarna er verið að skapa svið utan um það sem kalla mætti þjónustu við framlínuklíník þar sem almennt er ekki um að ræða grunnábyrgð á sjúklingum frá innlögn til útskriftar. Hins vegar er verið að veita rannsóknarþjónustu en einnig mikilvæga stoðþjónustu, m.a. varðandi lyf, upplýsingatækni, fasteignir og aðföng. Þá er stefnt að því að sameina sviðsskrifstofur, sem eru 10 talsins nú, í tvær eða þrjár skrifstofur þar sem meiri samlegð næst með því sem og meiri samhæfing verkferla. Páll segir að næstu mánuðir muni reyna á fólk eins og sé alltaf tilfellið þegar breytingar séu annars vegar. „Nýir framkvæmdastjórar koma til starfa 1. október. Það tekur samt lengri tíma að endurskipuleggja þjónustu spítalans, skipta upp viðföngum og sameina skrifstofur. Fráfarandi framkvæmdastjórar eru í vinnu út október hið minnsta og munu áfram í mörgum tilfellum stýra sínum fyrri skipulagseiningum á breytingatímanum. Ætlunin er að skilgreina hlutverk forstöðumanna í október og auglýsa í kjölfarið stöður þeirra en allt tekur þetta tíma. Bið ég starfsfólk að sýna þessari seinni bylgju breytinga þolinmæði og skilning en við munum vinna eins hratt og unnt er.“Pistil Páls í heild sinni má lesa hér. Landspítalinn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. Heilbrigðisráðherra hafi staðfest breytingarnar. Markmiðið sé að gera framkvæmdastjórn stefnumiðaðri, fá meiri yfirsýn og fókus á þróun heilbrigðisþjónustu, heilbrigðisáætlun, samvinnu við aðrar heilbrigðisstofnanir og aðra þætti velferðarþjónustu í landinu. Á sama tíma verði dregið úr kostnaði við yfirstjórn spítalans. Megin breyting skipuritsins felst að sögn Páls í því að starfsemi sjö klínískra sviða og rekstrarsviðs verður skipt milli þriggja sviða; meðferðarsviðs, aðgerðasviðs og þjónustusviðs. Þannig hafi stöður framkvæmdastjóranna níu verið lagðar niður og í stað þeirra auglýstar stöður framkvæmdastjóra þessara þriggja sviða. Ráðning í þær stöður liggur fyrir um mánaðarmótin að sögn Páls. „Hlutverk þessara þriggja framkvæmdastjóra, sem sitja munu í framkvæmdastjórn spítalans, verður að samhæfa verkefni þeirrar starfsemi sem undir þá heyra, bæta flæði á milli eininga og sviða, vinna að framgangi göngudeilda og dagdeilda og taka þátt í því að efla framþróun og rekstur þjónustu, kennslu og vísindi á Landspítala,“ segir Páll. Lýsingin á nýju sviðunum þremur er eftirfarandi:MeðferðarsviðÁ meðferðarsviði er gert ráð fyrir fjórum kjörnum / miðstöðvum með almennari áherslum sem leiddar verða af forstöðumönnum; öldrun, bráðaþjónusta, lyflækningar og endurhæfing og loks geðþjónusta.AðgerðasviðÁ aðgerðasviði verða fimm kjarnar eða þjónustumiðstöðvar með sérhæfðari áherslum; krabbameinsþjónusta, hjarta- og æðaþjónusta, skurðlækningar, skurðstofur og gjörgæsla auk kvennadeilda, barnaspítala og BUGL (barna- og unglingageðdeilda). Sérstök nýjung er annars vegar krabbameinsþjónusta, hins vegar hjarta- og æðaþjónusta. Þá klasa á eftir að þróa nánar á næstu mánuðum en þarna er verið að skapa kjarnaþjónustu við sjúklinga með tvö algengustu dánarmein Íslendinga; illkynja sjúkdóma annars vegar, hjarta- og æðasjúkdóma hins vegar. Tilgangurinn er að efla þá þjónustu við sjúklinga en einnig að skapa umgjörð fyrir menntun, vísindi og nýsköpun á þessum mikilvægu sviðum.ÞjónustusviðÁ þjónustusviði er gert ráð fyrir a.m.k. þremur kjörnum; rannsóknarstofur, blóðbanki og myndgreining í einum klasa. Aðföng (birgðir, flutningar, eldhús, þvottahús, öryggisgæsla), fasteignir og umhverfi í öðrum klasa. Þá er gert ráð fyrir klasa lyfjaþjónustu, ráðgjafarþjónustu, fjarheilbrigðisþjónustu og heilbrigðis- og upplýsingatækni.Þarna er verið að skapa svið utan um það sem kalla mætti þjónustu við framlínuklíník þar sem almennt er ekki um að ræða grunnábyrgð á sjúklingum frá innlögn til útskriftar. Hins vegar er verið að veita rannsóknarþjónustu en einnig mikilvæga stoðþjónustu, m.a. varðandi lyf, upplýsingatækni, fasteignir og aðföng. Þá er stefnt að því að sameina sviðsskrifstofur, sem eru 10 talsins nú, í tvær eða þrjár skrifstofur þar sem meiri samlegð næst með því sem og meiri samhæfing verkferla. Páll segir að næstu mánuðir muni reyna á fólk eins og sé alltaf tilfellið þegar breytingar séu annars vegar. „Nýir framkvæmdastjórar koma til starfa 1. október. Það tekur samt lengri tíma að endurskipuleggja þjónustu spítalans, skipta upp viðföngum og sameina skrifstofur. Fráfarandi framkvæmdastjórar eru í vinnu út október hið minnsta og munu áfram í mörgum tilfellum stýra sínum fyrri skipulagseiningum á breytingatímanum. Ætlunin er að skilgreina hlutverk forstöðumanna í október og auglýsa í kjölfarið stöður þeirra en allt tekur þetta tíma. Bið ég starfsfólk að sýna þessari seinni bylgju breytinga þolinmæði og skilning en við munum vinna eins hratt og unnt er.“Pistil Páls í heild sinni má lesa hér.
Landspítalinn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira