Týndur smali og bátur sem strandaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2019 06:39 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna bátsins sem hafði strandað. Vísir/vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitir og lögregla leituðu í gærkvöldi að skemmtibáti sem hafði strandað á óþekktum stað á Vestfjörðum. Var einn maður um borð en vitað var að hann hafði haldið frá Þingeyri út á Dýrafjörð fyrr um daginn. Að því er fram kemur í tilkynningu Gæslunnar má upphaf málsins rekja til þess að aðstandendur skipverjans höfðu samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óttuðust um afdrif hans en þá voru nokkrar klukkustundir liðnar frá því að hann lagði af stað frá Þingeyri. Óskaði Landhelgisgæslan eftir því að sjófarendur í grenndinni svipuðust um eftir honum. Sú eftirgrennslan bar fljótlega árangur og sagðist skipverji skemmtibátsins vera á leið til hafnar. „Þegar myrkur var skollið á í kvöld hafði skemmtibáturinn ekki skilað sér til hafnar og var því ákveðið að kalla út björgunarsveitir á Vestfjörðum auk þyrlu Landhelgisgæslunnar til leitar. Um klukkan 23:00 í kvöld náðist loks samband við skipverjann sem sagði að skemmtibáturinn hefði strandað. Engin hætta var á ferðum en maðurinn var ekki viss um hvar hann væri staddur. Lögreglunni á Vestfjörðum var gert viðvart og fann manninn á tólfta tímanum í kvöld. Hann var heill á húfi og í kjölfarið var þyrlunni og björgunarsveitum snúið við,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar en á vef RÚV kemur fram að báturinn hafi strandað í fjörunni í Þingeyri. Á vef RÚV er einnig greint frá því að tugir björgunarsveitarmanna hafi í gærkvöldi leitað að smala sem týndist í mikilli þoku við Þórðarstaði í Fnjóskadal. Leit hófst um klukkan níu en maðurinn fannst laust upp úr miðnætti. Það tók sinn tíma að staðsetja smalann. Símasamband náðist við hann en vegna þokunnar var erfitt að átta sig á aðstæðum. Þá var leiðin upp hlíðina í dalnum bæði grýtt og brött. Smalinn fannst þó að lokum og var að aðstoðaður niður af björgunarsveitum. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitir og lögregla leituðu í gærkvöldi að skemmtibáti sem hafði strandað á óþekktum stað á Vestfjörðum. Var einn maður um borð en vitað var að hann hafði haldið frá Þingeyri út á Dýrafjörð fyrr um daginn. Að því er fram kemur í tilkynningu Gæslunnar má upphaf málsins rekja til þess að aðstandendur skipverjans höfðu samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óttuðust um afdrif hans en þá voru nokkrar klukkustundir liðnar frá því að hann lagði af stað frá Þingeyri. Óskaði Landhelgisgæslan eftir því að sjófarendur í grenndinni svipuðust um eftir honum. Sú eftirgrennslan bar fljótlega árangur og sagðist skipverji skemmtibátsins vera á leið til hafnar. „Þegar myrkur var skollið á í kvöld hafði skemmtibáturinn ekki skilað sér til hafnar og var því ákveðið að kalla út björgunarsveitir á Vestfjörðum auk þyrlu Landhelgisgæslunnar til leitar. Um klukkan 23:00 í kvöld náðist loks samband við skipverjann sem sagði að skemmtibáturinn hefði strandað. Engin hætta var á ferðum en maðurinn var ekki viss um hvar hann væri staddur. Lögreglunni á Vestfjörðum var gert viðvart og fann manninn á tólfta tímanum í kvöld. Hann var heill á húfi og í kjölfarið var þyrlunni og björgunarsveitum snúið við,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar en á vef RÚV kemur fram að báturinn hafi strandað í fjörunni í Þingeyri. Á vef RÚV er einnig greint frá því að tugir björgunarsveitarmanna hafi í gærkvöldi leitað að smala sem týndist í mikilli þoku við Þórðarstaði í Fnjóskadal. Leit hófst um klukkan níu en maðurinn fannst laust upp úr miðnætti. Það tók sinn tíma að staðsetja smalann. Símasamband náðist við hann en vegna þokunnar var erfitt að átta sig á aðstæðum. Þá var leiðin upp hlíðina í dalnum bæði grýtt og brött. Smalinn fannst þó að lokum og var að aðstoðaður niður af björgunarsveitum.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira