Sport

Burns: Gunnar er með marga veikleika

Henry Birgir Gunnarsson í Kaupmannahöfn skrifar
Burns á fjölmiðladeginum í dag.
Burns á fjölmiðladeginum í dag. vísir/snorri björns
Brasilíumaðurinn Gilbert Burns er mjög spenntur fyrir komandi bardaga gegn Gunnari Nelson. Hann er handviss um að þetta verði hans kvöld því hann sér veikleika í stíl Gunnars.

Báðir eru frábærir glímumenn og líklegt að bardaginn verði mikið í gólfinu. Burns hlakkar til að djöflast í búrinu með Gunnari.

„Ég býst við mjög erfiðum bardaga. Gunnar er mjög sterkur andstæðingur og frábær í gólfglímunni. Ég hlakka til að glíma við hann. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og hlakka mikið til bardagans,“ sagði Burns spenntur.

Þar sem þeir eru báðir frábærir í gólfinu gætu úrslit ráðist er þeir standa og boxa. Burns er klár í það.

„Ég er tilbúinn í að mæta honum standandi. Ég er hrifinn af karatestílnum hans og hef æft með mörgum sem hafa svipaðan stíl. Ég hef samt á tilfinningunni að við munum glíma mikið og það verður gaman.“

Burns er brattur og efast ekkert um að hann muni klára okkar mann sem hann segir hafa marga veikleika.

„Gunnar er með marga veikleika. Honum er nánast alltaf kastað í gólfið og svo er hakan svolítið ofarlega þar sem hann er með karatestíl. Það hentar mér vel að mæta manni eins og honum. Ég er höggþungur og mikið úthald. Ég er með vopnin til þess að klára Gunnar og þess vegna tók ég bardagann.“

Klippa: Andstæðingur Gunnars segir hann með marga veikleika
 

MMA

Tengdar fréttir

Maður er alltaf að brýna alla sína hnífa

Gunnar Nelson er orðinn 31 árs gamall og með hækkandi aldri kemur meiri reynsla. Okkar maður hefur gengið í gegnum súrt og sætt síðustu árin en hvað hefur hann lært?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×