Enski boltinn

Dæmdu Brynjar Ásgeir í bann en hafa nú dregið úrskurðinn til baka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brynjar Ásgeir næst lengst til vinstri á myndinni.
Brynjar Ásgeir næst lengst til vinstri á myndinni. vísir/daníel
Brynjar Ásgeir Guðmundsson, leikmaður FH, var dæmdur í leikbann á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á þriðjudag en nú hefur leikbannið verið dregið til baka.

Brynjar var dæmdur í bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda en hann hafði fengið þrjú gul spjöld í liði FH í sumar.

Brynjar er einnig þjálfari ÍH í 4. deildinni og fékk þar eitt gult svo hann var kominn með fjögur gul spjöld samanlagt í sumar.







Fyrst um sinn var Brynjar dæmdur í eins leiks bann og átti því að missa af lokaleik FH í Pepsi Max-deild karla er FH spilar gegn gömlu félögum Brynjars í Grindavík á laugardaginn kemur.

KSÍ hefur hins vegar nú breytt úrskurðinum en eftir aukafund nefndarinnar í gær kom þetta í ljós. Nánar má lesa um úrskurðinn hér.

Brynjar getur því spilað á laugardaginn er FH reynir að tryggja sér Evrópusæti en liðið berst við Stjörnuna um síðasta Evrópusætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×