Enski boltinn

Stuðningsmenn Everton með borða til heiðurs fórnarlamba Hillsborough: „Tvö félög, ein borg“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum á þriðjudagskvöldið.
Úr leiknum á þriðjudagskvöldið. vísir/getty

Stuðningsmenn Everton unnu sér inn mikla virðingu hjá nágrönnunum í Liverpool er þeir bláklæddu léku í Carabao-bikarnum gegn Sheffield Wednesday á þriðjudagskvöldið.



Stuðningsmennirnir voru með borða í stúkunni þar sem minnst var fórnarlambanna í Hillsborough slysinu en á borðanum var mynd af strák í Everton búning og öðrum í Liverpool búning.



„Tvö félög, ein borg,“ stóð á borðanum.



96 manns krömdust til bana á Hillsborough-leikvanginum í Sheffield 15. apríl 1989 þegar Liverpool og Nottingham Forest léku þar undanúrslitaleik í ensku bikarkeppninni. Leikurinn var flautaður af eftir sex mínútur.



Everton vann 2-0 sigur á Sheffield Wednesday í leiknum en Gylfi Þór Sigurðsson lék síðasta stundarfjórðunginn í liði Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×