Icelandair segir upp 87 flugmönnum og gerir kjarasamning við þá sem eftir eru Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2019 19:35 Í lok síðasta mánaðar tilkynnti Icelandair að gera þyrfti ráðstafanir innan félagsins til að bregðast við kyrrsetningu Boeing 737 Max-flugvéla. Vísir/vilhelm Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf og segja þess í stað upp 87 flugmönnum. Þetta er gert til að bregðast við kyrrsetningu Boeing 737 Max-flugvéla félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Fyrri kjarasamningur FÍA og Icelandair hefði að öllu óbreyttu runnið út um næstu áramót. Nýi kjarasamningurinn kveður á um að samningsbundin launahækkun, sem taka átti gildi 1. október nk., frestast til 1. apríl 2020 og engar aðrar launahækkanir munu eiga sér stað á tímabilinu. Þá var jafnframt undirrituð viljayfirlýsing sömu aðila um að skipa starfshóp til að útfæra ýmis atriði sem snúa að starfsfyrirkomulagi flugmanna. Í tilkynningu segir að verkefni starfshópsins miði að því að styrkja samkeppnishæfni Icelandair. Kjarasamningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum FÍA.Vonast til að flestir eigi afturkvæmt næsta vor Í lok síðasta mánaðar tilkynnti Icelandair að gera þyrfti ráðstafanir innan félagsins til að bregðast við kyrrsetningu Boeing 737 Max-flugvéla, sem ekki er gert ráð fyrir að teknar verði aftur í rekstur fyrr en á nýju ári.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/vilhelmÍ tilkynningu er þessi „fordæmalausa staða“, sem hafði neikvæð áhrif á reksturinn, sögð hafa orðið til þess að endurskoða þurfti fjölda áhafnarmeðlima flugfélagsins með hliðsjón af endurskoðaðri flugáætlun. Þannig verður 87 flugmönnum sagt upp störfum 1. október næstkomandi. „Um síðustu mánaðamót voru því gerðar tímabundnar breytingar hjá hópi flugmanna og flugstjóra, frá 1. desember 2019 til 1. apríl 2020, þar sem m.a. 111 flugmenn voru færðir niður í 50% starf. Ákveðið hefur verið að draga þessa ráðstöfun til baka en segja þess í stað upp hluta af flugmönnum félagsins. Uppsögnin tekur gildi 1. október nk. og nær til 87 flugmanna. Icelandair vonast til þess að geta boðið flestum þeirra starf aftur næsta vor. Hjá félaginu starfa áfram um 460 flugmenn og flugstjórar,“ segir í tilkynningu Icelandair. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í tilkynningu að mikilvægt sé á þessum tímapunkti að ganga frá samningum við FÍA. Bæði FÍA og Icelandair átti sig á því að leita þurfi sameiginlegra lausna sem þjóna hagsmunum beggja aðila. „Flugmenn sýna það í verki með því að fresta samningsbundnum launahækkunum. Við höfum á liðnum árum átt gott samstarf við FÍA um úrlausnir ýmissa mála er snúa að kjaramálum flugmanna og samkeppnishæfni Icelandair og aðilar eru sammála um að leggja enn meiri áherslu á þá vinnu. Það er alltaf erfið ákvörðun að segja upp starfsfólki en í ljósi þeirrar fordæmalausu stöðu sem félagið er í vegna flotamála verðum við því miður að grípa til þessara aðgerða. Við vonumst til að geta boðið þessum flugmönnum starf aftur fyrir næsta sumar.“ Örnólfur Jónsson formaður FÍA vill ekki tjá sig um uppsagnirnar eða kjarasamninginn og efni hans fyrr en búið er að kynna samninginn félagsmönnum. Það verður gert á föstudag. Þar á eftir hefst atkvæðagreiðsla sem mun standa yfir í viku.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Bogi Nils Bogason forstjóri segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að félagið muni komast leikandi í gegnum kyrrsetningu Boeing 737 MAX-vélanna. 20. september 2019 20:00 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Boeing greiðir bætur til aðstandenda Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. 23. september 2019 21:19 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf og segja þess í stað upp 87 flugmönnum. Þetta er gert til að bregðast við kyrrsetningu Boeing 737 Max-flugvéla félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Fyrri kjarasamningur FÍA og Icelandair hefði að öllu óbreyttu runnið út um næstu áramót. Nýi kjarasamningurinn kveður á um að samningsbundin launahækkun, sem taka átti gildi 1. október nk., frestast til 1. apríl 2020 og engar aðrar launahækkanir munu eiga sér stað á tímabilinu. Þá var jafnframt undirrituð viljayfirlýsing sömu aðila um að skipa starfshóp til að útfæra ýmis atriði sem snúa að starfsfyrirkomulagi flugmanna. Í tilkynningu segir að verkefni starfshópsins miði að því að styrkja samkeppnishæfni Icelandair. Kjarasamningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum FÍA.Vonast til að flestir eigi afturkvæmt næsta vor Í lok síðasta mánaðar tilkynnti Icelandair að gera þyrfti ráðstafanir innan félagsins til að bregðast við kyrrsetningu Boeing 737 Max-flugvéla, sem ekki er gert ráð fyrir að teknar verði aftur í rekstur fyrr en á nýju ári.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/vilhelmÍ tilkynningu er þessi „fordæmalausa staða“, sem hafði neikvæð áhrif á reksturinn, sögð hafa orðið til þess að endurskoða þurfti fjölda áhafnarmeðlima flugfélagsins með hliðsjón af endurskoðaðri flugáætlun. Þannig verður 87 flugmönnum sagt upp störfum 1. október næstkomandi. „Um síðustu mánaðamót voru því gerðar tímabundnar breytingar hjá hópi flugmanna og flugstjóra, frá 1. desember 2019 til 1. apríl 2020, þar sem m.a. 111 flugmenn voru færðir niður í 50% starf. Ákveðið hefur verið að draga þessa ráðstöfun til baka en segja þess í stað upp hluta af flugmönnum félagsins. Uppsögnin tekur gildi 1. október nk. og nær til 87 flugmanna. Icelandair vonast til þess að geta boðið flestum þeirra starf aftur næsta vor. Hjá félaginu starfa áfram um 460 flugmenn og flugstjórar,“ segir í tilkynningu Icelandair. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair í tilkynningu að mikilvægt sé á þessum tímapunkti að ganga frá samningum við FÍA. Bæði FÍA og Icelandair átti sig á því að leita þurfi sameiginlegra lausna sem þjóna hagsmunum beggja aðila. „Flugmenn sýna það í verki með því að fresta samningsbundnum launahækkunum. Við höfum á liðnum árum átt gott samstarf við FÍA um úrlausnir ýmissa mála er snúa að kjaramálum flugmanna og samkeppnishæfni Icelandair og aðilar eru sammála um að leggja enn meiri áherslu á þá vinnu. Það er alltaf erfið ákvörðun að segja upp starfsfólki en í ljósi þeirrar fordæmalausu stöðu sem félagið er í vegna flotamála verðum við því miður að grípa til þessara aðgerða. Við vonumst til að geta boðið þessum flugmönnum starf aftur fyrir næsta sumar.“ Örnólfur Jónsson formaður FÍA vill ekki tjá sig um uppsagnirnar eða kjarasamninginn og efni hans fyrr en búið er að kynna samninginn félagsmönnum. Það verður gert á föstudag. Þar á eftir hefst atkvæðagreiðsla sem mun standa yfir í viku.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Bogi Nils Bogason forstjóri segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að félagið muni komast leikandi í gegnum kyrrsetningu Boeing 737 MAX-vélanna. 20. september 2019 20:00 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Boeing greiðir bætur til aðstandenda Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. 23. september 2019 21:19 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Bogi Nils Bogason forstjóri segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að félagið muni komast leikandi í gegnum kyrrsetningu Boeing 737 MAX-vélanna. 20. september 2019 20:00
Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28
Boeing greiðir bætur til aðstandenda Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. 23. september 2019 21:19