Sport

Gunnar: Kannski kemur Burns dýrvitlaus út úr horninu

Henry Birgir Gunnarsson í Kaupmannahöfn skrifar
Gunnar í myndatöku hjá UFC í gær.
Gunnar í myndatöku hjá UFC í gær. vísir/snorri björns
Gunnar Nelson var ekki alveg nógu ánægður með sig í síðasta bardaga gegn Leon Edwards og hefði viljað vera miklu grimmari en hann var.

Þjálfari Gunnars, John Kavanagh, kallaði svo eftir því í viðtali við MMAfréttir að Gunnar væri agressívari.

„Það gæti verið að ég verði agressívari núna. Í síðasta bardaga voru stóru mistökin að eyða tíma í stöðum upp við búrið er ég hefði getað rifið mig úr því fyrr,“ sagði Gunnar aðspurður um hvort hann yrði grimmari núna.

„Í þessum bardaga getur verið að hann kom dýrvitlaus út. Alveg eins og ljón. Það kæmi svo sem ekkert á óvart. Hann er oft mjög sterkur í fyrstu lotu. Það getur því vel farið svo að ég þurfi ekkert að æða áfram heldur bara fái hann beint í fangið.“

Bardagi Gunnars og Gilbert Burns verður í beinni á besta tíma næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport.



Klippa: Gunnar vill vera grimmari
MMA

Tengdar fréttir

Burns: Gunnar hentar mér vel

Brasilíumaðurinn Gilbert Burns er mættur til Kaupmannahafnar þar hann mun berjast við Gunnar Nelson á laugardag. Hann mætti í toppformi þó svo hann hafi tekið bardagann með skömmum fyrirvara.

Gunnar: Burns er öflugri en Alves

Gunnar Nelson stígur inn í búrið í Kaupmannahöfn næstkomandi laugardag er hann berst við Brasilíumanninn Gilbert Burns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×