Sport

Gunnar er lítillega meiddur: Ekkert til að hafa áhyggjur af

Henry Birgir Gunnarsson í Kaupmannahöfn skrifar
Gunnar í viðtali við Vísi í dag.
Gunnar í viðtali við Vísi í dag. vísir/snorri björns
Gunnar Nelson er ekki alveg heill heilsu í aðdraganda bardagans gegn Gilbert Burns en þeir berjast í Kaupmannahöfn á laugardag.

„Það er alltaf eitthvað en ekkert sem ég hef miklar áhyggjur af,“ sagði Gunnar um meiðslin í dag en ekki var að sjá að nokkuð plagaði hann.

„Ég meiddi mig aðeins í öxlinni eða rifbeinunum. Það er ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Við dílum við það eftir bardagann,“ sagði Gunnar og glotti við tönn.

Gunnar hefur æft af fullum krafti síðustu daga og ætti að vera í toppstandi er kemur að stóru stundinni. Eftir að hafa gefið fjölda viðtala í gær var farið að æfa með Dananum Nicolas Dalby en sá er einnig að berjast um helgina.



Klippa: Gunnar um meiðslin
MMA

Tengdar fréttir

Burns: Gunnar hentar mér vel

Brasilíumaðurinn Gilbert Burns er mættur til Kaupmannahafnar þar hann mun berjast við Gunnar Nelson á laugardag. Hann mætti í toppformi þó svo hann hafi tekið bardagann með skömmum fyrirvara.

Gunnar æfði af krafti í Köben | Myndir

Gunnar Nelson er ekkert að eyða tímanum í Kaupmannahöfn í vitleysu og hann var fljótur að mæta á æfingu eftir lendingu í Danaveldi.

Gunnar: Burns er öflugri en Alves

Gunnar Nelson stígur inn í búrið í Kaupmannahöfn næstkomandi laugardag er hann berst við Brasilíumanninn Gilbert Burns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×