„Sárara en tárum taki“ að horfa upp á framkomu nefndarmanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2019 15:29 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi framkomu nefndarmanna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Brynjar Níelsson vék af fundi nefndarinnar í morgun, áður en að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kom fyrir nefndina til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. Inga Sæland segir andrúmsloftið hafa verið þungt á fundinum.Sjá einnig: Rauk á dyr til að mótmæla Þórhildi SunnuÍ samtali við Vísi í morgun sagðist Brynjar hafa vikið af fundinum í mótmælaskyni við ákvörðun formanns nefndarinnar, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, fyrir að skipta sér af málinu sem sé í verkahring dómsmálaráðherra að taka á. „Ég var að mótmæla því að formaður nefndarinnar [Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata] ákveður að halda fund af þessu tagi án þess að tala við kóng né prest og aðra nefndarmenn í þessu,“ sagði Brynjar í morgun. „Fyrir utan það að ég ætla ekki að vera þátttakandi í einhverju pólitísku sjónarspili einstakra nefndarformanna eða alþingismanna.“ Við upphaf þingfundar í dag kvaddi Inga Sæland sér hljóðs um málið undir liðnum um störf þingsins en hún á sæti sem áheyrnarfulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Byrjaði Inga á að óska Þórhildi Sunnu til hamingju með að vera tekin við formennsku í nefndinni. Hún taki undir með formanni um að hún telji þá stöðu sem upp er komin vegna málefna ríkislögreglustjóra eiga fullt erindi við nefndina. „Það var sárara en tárum taki að horfa upp á þá uppákomu sem var þar í morgun," segir Inga. Þótt ætla mætti að þar væri hún að vísa til útgöngu Brynjars af fundinum segir Inga í samtali við fréttastofu að uppákoman sem hún vísi til eigi ekki aðeins við um Brynjar. Kvaðst hún ekki sammála þeim orðum sem haldið hafi verið á lofti um að ekkert samráð hafi verið haft við nefndarmenn. Venjulega sé það þannig að fyrir liggi dagskrá hvers fundar og ef nefndarmenn geri ekki athugasemd við dagskrána sé ekkert óeðlilegt við það að henni sé haldið til streitu. „Ég vona að við stöndum saman frekar en að vera með uppákomur eins og við þurftum að horfa upp á," sagði Inga.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýndi framkomu nefndarmanna á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Brynjar Níelsson vék af fundi nefndarinnar í morgun, áður en að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kom fyrir nefndina til að ræða málefni ríkislögreglustjóra. Inga Sæland segir andrúmsloftið hafa verið þungt á fundinum.Sjá einnig: Rauk á dyr til að mótmæla Þórhildi SunnuÍ samtali við Vísi í morgun sagðist Brynjar hafa vikið af fundinum í mótmælaskyni við ákvörðun formanns nefndarinnar, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, fyrir að skipta sér af málinu sem sé í verkahring dómsmálaráðherra að taka á. „Ég var að mótmæla því að formaður nefndarinnar [Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata] ákveður að halda fund af þessu tagi án þess að tala við kóng né prest og aðra nefndarmenn í þessu,“ sagði Brynjar í morgun. „Fyrir utan það að ég ætla ekki að vera þátttakandi í einhverju pólitísku sjónarspili einstakra nefndarformanna eða alþingismanna.“ Við upphaf þingfundar í dag kvaddi Inga Sæland sér hljóðs um málið undir liðnum um störf þingsins en hún á sæti sem áheyrnarfulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Byrjaði Inga á að óska Þórhildi Sunnu til hamingju með að vera tekin við formennsku í nefndinni. Hún taki undir með formanni um að hún telji þá stöðu sem upp er komin vegna málefna ríkislögreglustjóra eiga fullt erindi við nefndina. „Það var sárara en tárum taki að horfa upp á þá uppákomu sem var þar í morgun," segir Inga. Þótt ætla mætti að þar væri hún að vísa til útgöngu Brynjars af fundinum segir Inga í samtali við fréttastofu að uppákoman sem hún vísi til eigi ekki aðeins við um Brynjar. Kvaðst hún ekki sammála þeim orðum sem haldið hafi verið á lofti um að ekkert samráð hafi verið haft við nefndarmenn. Venjulega sé það þannig að fyrir liggi dagskrá hvers fundar og ef nefndarmenn geri ekki athugasemd við dagskrána sé ekkert óeðlilegt við það að henni sé haldið til streitu. „Ég vona að við stöndum saman frekar en að vera með uppákomur eins og við þurftum að horfa upp á," sagði Inga.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira