Lítur eineltismál hjá embætti ríkislögreglustjóra alvarlegum augum Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 25. september 2019 10:36 Dómsmálaráðherra ræðir við fjölmiðla að loknum fundi í morgun. vísir/einar árnason Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ræddi þá stöðu sem upp er komin innan lögreglunnar í landinu á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Mikil ólga er innan lögreglunnar vegna stöðu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, en átta af níu lögreglustjórum landsins hafa lýst yfir vantrausti á hann auk Landssambands lögreglumanna. Dómsmálaráðherra ræddi við fréttastofu eftir nefndarfundinn í morgun. Fram kom í Fréttablaðinu í morgun að að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn hafi kvartað undan einelti af hálfu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hafa kvartanirnar borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin eru nú til skoðunar. Spurð út í þetta og hvort eineltismál væru til skoðunar hjá ráðuneytinu sagði Áslaug að það hefðu komið upp mál sem væru á borði ráðuneytisins. En svona eineltismál, eru þau litin alvarlegum augum? „Að sjálfsögðu og þau fara í ákveðið ferli,“ sagði ráðherra. Á fundinum með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun ræddi Áslaug um hugmyndir sínar um skipulagsbreytingar á löggæslumálum í landinu. Meðal þess sem ráðherra hefur rætt að komi til greina er að sameina embætti ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sagði Áslaug það vel raunhæft að sameina þau embætti þar sem gjarnan væru til dæmis tvíverknaðir í kerfinu. Þá sér Áslaug fyrir sér að færa verkefni frá ríkislögreglustjóra til annarra embætta lögreglunnar og sér tækifæri í því að gera breytingarnar í skrefum. Sumar breytingarnar þurfi að gera hratt en aðrar þurfi meiri vinnu fram á næsta ár. Til að mynda taki lagabreytingar alltaf sinn tíma en aðspurð hvort hún treysti Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, í embætti á meðan verið sé að vinna að breytingum sagði Áslaug að hún treysti ríkislögreglustjóraembættinu og ekkert benti til þess að þar væri ekki verið að sinna löggæslumálum vel. Þá sagði hún að embættismenn njóti réttarverndar og mál Haraldar séu í skoðun eftir það sem hefur komið upp síðustu daga.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ræddi þá stöðu sem upp er komin innan lögreglunnar í landinu á fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun. Mikil ólga er innan lögreglunnar vegna stöðu Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, en átta af níu lögreglustjórum landsins hafa lýst yfir vantrausti á hann auk Landssambands lögreglumanna. Dómsmálaráðherra ræddi við fréttastofu eftir nefndarfundinn í morgun. Fram kom í Fréttablaðinu í morgun að að minnsta kosti tveir sérsveitarmenn hafi kvartað undan einelti af hálfu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hafa kvartanirnar borist alla leið inn í dómsmálaráðuneytið þar sem málin eru nú til skoðunar. Spurð út í þetta og hvort eineltismál væru til skoðunar hjá ráðuneytinu sagði Áslaug að það hefðu komið upp mál sem væru á borði ráðuneytisins. En svona eineltismál, eru þau litin alvarlegum augum? „Að sjálfsögðu og þau fara í ákveðið ferli,“ sagði ráðherra. Á fundinum með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun ræddi Áslaug um hugmyndir sínar um skipulagsbreytingar á löggæslumálum í landinu. Meðal þess sem ráðherra hefur rætt að komi til greina er að sameina embætti ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sagði Áslaug það vel raunhæft að sameina þau embætti þar sem gjarnan væru til dæmis tvíverknaðir í kerfinu. Þá sér Áslaug fyrir sér að færa verkefni frá ríkislögreglustjóra til annarra embætta lögreglunnar og sér tækifæri í því að gera breytingarnar í skrefum. Sumar breytingarnar þurfi að gera hratt en aðrar þurfi meiri vinnu fram á næsta ár. Til að mynda taki lagabreytingar alltaf sinn tíma en aðspurð hvort hún treysti Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, í embætti á meðan verið sé að vinna að breytingum sagði Áslaug að hún treysti ríkislögreglustjóraembættinu og ekkert benti til þess að þar væri ekki verið að sinna löggæslumálum vel. Þá sagði hún að embættismenn njóti réttarverndar og mál Haraldar séu í skoðun eftir það sem hefur komið upp síðustu daga.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27
Tvær kvartanir vegna eineltis af hálfu ríkislögreglustjórans Tvö mál er varða einelti ríkislögreglustjóra í garð sérsveitarmanna hafa borist dómsmálaráðuneyti. Fréttablaðið hefur bréf sem dómsmálaráðherra sendi lögreglustjórum undir höndum þar sem hún segir rétt að lögreglan verðirekin sem ein heild. Ríkislögreglustjóra boðin starfslok í sumar, sem ekki varð af. 25. september 2019 06:00