Tindersticks hafa frá stofnun 1992 gefið út tíu hljómplötur og kemur sú 11. No Treasure but Hope út nú í nóvember.
Af því tilefni hefur hljómsveitin blásið til tónleikaferðar um Evrópu eftir áramótin. Sveitin hélt tónleika á Nasa fyrir ellefu árum.
Rútuferðir verða í boði á milli Reykjavíkur og Hljómahallar. Rútan fer frá BSÍ (N1 planinu) til Hljómahallar kl. 19:00 og fer aftur til Reykjavíkur um leið og tónleikunum lýkur.