Þar er meðal annars talað við Jorge Blanco sem hefur verið að hjálpa Gunnari með boxið sitt en það mun líklega reyna mikið á það gegn Gilbert Burns.
Gunnar er mjög ánægður með samstarfið við Blanco sem hann segir hafa hjálpað sér mikið.
Vísir er í Köben og mun fylgja Gunnari í hvert fótspor fram að bardaganum gegn Gilbert Burns sem er á laugardag. Sérstakur þáttur um bardagakvöldið er svo sýndur á Stöð 2 Sport á fimmtudag.