Nærast á hlátrinum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 25. september 2019 06:30 Spunamamman Dóra hefur ákveðið að draga sig í hlé sem listrænn stjórnandi. fbl/sigtryggur Dóra Jóhannsdóttir leikkona stofnaði Improv Ísland fyrir fimm árum. Hún kynntist Guðmundi Felixsyni fyrir sex árum, þegar hann heimsótti New York. Dóra viðraði þá hugmynd sína um að stofna improv-hóp hérlendis, en spunaleikhúsið er gífurlega vinsælt í New York. Fimmta leikár Improv Ísland hefst í kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum.Leyfði þeim ekki að sýna strax „Ég var ein að kenna fyrst um sinn og leyfði þeim ekki að sýna. Fyrst voru þetta bara námskeið. Fyrsta sýningin var ekki fyrr en einu eða tveimur árum eftir að við byrjuðum,“ segir Dóra. Hún segist hafa verið stressuð yfir að sýna og að fólki þætti þetta glatað og kæmi ekki aftur. „Ég vildi að þau myndu æfa sig og verða góð. Svo þegar mér fannst þau vera orðin góð, þá leyfði ég þeim loksins að sýna,“ segir Dóra. „Ég hef verið listrænn stjórnandi hópsins frá upphafi, sem er smá eins og leikstjóri. Núna ákvað ég að stíga til hliðar og leyfa einhverjum ungum og upprennandi eins og Gumma að taka við,“ en það er Guðmundur Felixson sviðshöfundur sem tekur við af Dóru. Spunamamma verður spunapabbi Dóra segir improv vera grasrótarhreyfingu sem er og verður eiginlega alltaf slík. „Við erum eiginlega að ala upp unga grínista. Það er alltaf að koma nýtt og nýtt fólk í hópinn. Þetta er og verður alltaf smá hrátt, það er alltaf ný sýning. Við erum aldrei að gera það sama. Svo langaði mig líka til að setja frá mér þessa ábyrgð til þess að geta skemmt mér og spunnið á sviðinu.“ Dóra mun því áfram taka þátt í sýningum, en þá undir listrænni stjórn Guðmundar.Er það ekkert stressandi hlutskipti fyrir Guðmund, að fara nú að segja nokkurs konar lærimeistara sínum í faginu til? „Nú er ég tekinn við, sem er mjög skrýtið en líka mjög skemmtilegt. Dóra hefur náttúrulega verið smá eins og spunamamma okkar allra síðasta hálfa áratuginn. Nú þarf ég að vera spunapabbi allra vina minna sem hafa margir verið jafn lengi í þessu og ég,“ svarar Guðmundur hlæjandi. Þau eru bæði sammála um að partur af spunanáminu sé líka að læra að taka gagnrýni. „Maður lærir að taka egóið út fyrir samhengið. Þetta er bara tækni,“ segir hann. Ekki bara bóla Von þeirra beggja er að improv festi sig virkilega í sessi hérlendis, líkt og það hefur gert erlendis. Í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna eru víðþekktir spunahópar. Margir af þekktustu grínistum heims hófu feril sinn í spunaleikhúsi, má þar nefna Will Ferrell, Tinu Fey, Ed Helms, Aubrey Plaza, Kristen Wiig, Steve Carrell og Donald Glover. „Þegar ég var að byrja með þetta sögðu margir í kringum mig: „Já, þetta er svona skemmtileg bóla sem er í gangi núna.“ Alls staðar annars staðar hefur það verið starfandi og gengið vel í tugi ára. Þannig að ég var alltaf að vona að það reyndist ekki rétt og núna fimm árum síðar er maður farinn að trúa að þetta sé alls ekki bóla,“ segir Dóra, Guðmundur er sammála um að viðhorfið til spunans sé smátt og smátt að breytast. „Úti í heimi er improvið smá rót alls góða grínsins sem er í gangi. Ég finn fyrir að það sé líka að byrja að gerast hérna heima. Maður sér að fólk sem kemur úr Improv Ísland er byrjað að hafa áhrif í grínsenunni,“ segir Guðmundur. Halda sér í æfingu Allir þurfa að fara í prufur á hverju leikári hjá hópnum. Dæmi eru um að einstaklingar detti inn og út en komi svo aftur að ári og reyni á nýjan leik. „Við viljum halda þessu lifandi, þannig að þetta sé alltaf ferskasti spunahópurinn. Þetta er smá eins og í íþrótt, maður þarf að æfa sig stanslaust og alltaf í æfingu. Svo eigum við eigum öll það sameiginlegt að við nærumst á hlátrinum,“ segir Guðmundur. Fyrsta sýning haustsins hjá Improv Íslands er í kvöld, en miðar fást á tix.is og við hurð. Hópurinn er svo með sýningu vikulega í vetur, alltaf á miðvikudögum í Þjóðleikhúskjallaranum. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Dóra Jóhannsdóttir leikkona stofnaði Improv Ísland fyrir fimm árum. Hún kynntist Guðmundi Felixsyni fyrir sex árum, þegar hann heimsótti New York. Dóra viðraði þá hugmynd sína um að stofna improv-hóp hérlendis, en spunaleikhúsið er gífurlega vinsælt í New York. Fimmta leikár Improv Ísland hefst í kvöld í Þjóðleikhúskjallaranum.Leyfði þeim ekki að sýna strax „Ég var ein að kenna fyrst um sinn og leyfði þeim ekki að sýna. Fyrst voru þetta bara námskeið. Fyrsta sýningin var ekki fyrr en einu eða tveimur árum eftir að við byrjuðum,“ segir Dóra. Hún segist hafa verið stressuð yfir að sýna og að fólki þætti þetta glatað og kæmi ekki aftur. „Ég vildi að þau myndu æfa sig og verða góð. Svo þegar mér fannst þau vera orðin góð, þá leyfði ég þeim loksins að sýna,“ segir Dóra. „Ég hef verið listrænn stjórnandi hópsins frá upphafi, sem er smá eins og leikstjóri. Núna ákvað ég að stíga til hliðar og leyfa einhverjum ungum og upprennandi eins og Gumma að taka við,“ en það er Guðmundur Felixson sviðshöfundur sem tekur við af Dóru. Spunamamma verður spunapabbi Dóra segir improv vera grasrótarhreyfingu sem er og verður eiginlega alltaf slík. „Við erum eiginlega að ala upp unga grínista. Það er alltaf að koma nýtt og nýtt fólk í hópinn. Þetta er og verður alltaf smá hrátt, það er alltaf ný sýning. Við erum aldrei að gera það sama. Svo langaði mig líka til að setja frá mér þessa ábyrgð til þess að geta skemmt mér og spunnið á sviðinu.“ Dóra mun því áfram taka þátt í sýningum, en þá undir listrænni stjórn Guðmundar.Er það ekkert stressandi hlutskipti fyrir Guðmund, að fara nú að segja nokkurs konar lærimeistara sínum í faginu til? „Nú er ég tekinn við, sem er mjög skrýtið en líka mjög skemmtilegt. Dóra hefur náttúrulega verið smá eins og spunamamma okkar allra síðasta hálfa áratuginn. Nú þarf ég að vera spunapabbi allra vina minna sem hafa margir verið jafn lengi í þessu og ég,“ svarar Guðmundur hlæjandi. Þau eru bæði sammála um að partur af spunanáminu sé líka að læra að taka gagnrýni. „Maður lærir að taka egóið út fyrir samhengið. Þetta er bara tækni,“ segir hann. Ekki bara bóla Von þeirra beggja er að improv festi sig virkilega í sessi hérlendis, líkt og það hefur gert erlendis. Í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna eru víðþekktir spunahópar. Margir af þekktustu grínistum heims hófu feril sinn í spunaleikhúsi, má þar nefna Will Ferrell, Tinu Fey, Ed Helms, Aubrey Plaza, Kristen Wiig, Steve Carrell og Donald Glover. „Þegar ég var að byrja með þetta sögðu margir í kringum mig: „Já, þetta er svona skemmtileg bóla sem er í gangi núna.“ Alls staðar annars staðar hefur það verið starfandi og gengið vel í tugi ára. Þannig að ég var alltaf að vona að það reyndist ekki rétt og núna fimm árum síðar er maður farinn að trúa að þetta sé alls ekki bóla,“ segir Dóra, Guðmundur er sammála um að viðhorfið til spunans sé smátt og smátt að breytast. „Úti í heimi er improvið smá rót alls góða grínsins sem er í gangi. Ég finn fyrir að það sé líka að byrja að gerast hérna heima. Maður sér að fólk sem kemur úr Improv Ísland er byrjað að hafa áhrif í grínsenunni,“ segir Guðmundur. Halda sér í æfingu Allir þurfa að fara í prufur á hverju leikári hjá hópnum. Dæmi eru um að einstaklingar detti inn og út en komi svo aftur að ári og reyni á nýjan leik. „Við viljum halda þessu lifandi, þannig að þetta sé alltaf ferskasti spunahópurinn. Þetta er smá eins og í íþrótt, maður þarf að æfa sig stanslaust og alltaf í æfingu. Svo eigum við eigum öll það sameiginlegt að við nærumst á hlátrinum,“ segir Guðmundur. Fyrsta sýning haustsins hjá Improv Íslands er í kvöld, en miðar fást á tix.is og við hurð. Hópurinn er svo með sýningu vikulega í vetur, alltaf á miðvikudögum í Þjóðleikhúskjallaranum.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira