Handbolti

Seinni bylgjan: Vignir eins og Balotelli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Að venju lauk Seinni bylgjunni í gær á hinum stórskemmtilega lið, Hvað ertu að gera maður?

Þar er farið yfir ýmis skemmtileg og spaugileg atvik úr leikjum í Olís-deildunum í handbolta.

Í Hvað ertu að gera maður? í þætti gærkvöldsins kenndi ýmissa grasa. Meðal annars var farið yfir það þegar Vignir Svavarsson, línumaður Hauka, var rifinn úr treyjunni gegn Stjörnunni en hélt samt áfram að spila eins og ekkert hefði í skorist.

Þá var nokkuð um léleg vítaköst þar sem leikmenn hittu ekki markið.

Leikmönnum gekk hins vegar betur að hitta í tómt markið en í síðustu umferð.

Hvað ertu að gera? vikunnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×