Rústabjörgun eða slökkvistarf Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2019 12:48 Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stendur í ströngu en KOM ráðgjöf starfar fyrir embættið og hefur í mörg horn að líta. visir/vilhelm Friðjón R. Friðjónsson hjá KOM – ráðgjöf, almannatengslafyrirtæki, segir það ekkert leyndarmál að fyrirtæki hans hafi starfað fyrir embætti ríkislögreglustjóra. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stendur nú í ströngu, reyndar standa á honum öll spjót og í gær hlaut hann þung högg þegar allir lögreglustjórar landsins, ef frá er tekinn Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum, lýstu yfir vantrausti á hann. Þegar leið á daginn bættust þeir í Landsambandi lögreglumanna við og lýstu jafnframt yfir vantrausti á Harald. Slík staða er fordæmalaus og bjuggust margir við því að Haraldur myndi í dag stíga til hliðar til að lægja öldur. Samkvæmt nýjustu fréttum virðist sem hann ætli að stíga ölduna. Óhætt er að tala um krísu í sambandi við þá stöðu sem upp er komin.Einbeittur brotavilji að klúðra viðtalinu Kornið sem fyllt mælinn að mati Úlfars Lúðvíkssonar, formanns Lögreglustjórafélags Íslands, og margra annarra sem varðar óþol gagnvart Haraldi Johannessen er viðtal sem hann fór í og birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 14. september. Þar nefndi hann meðal annars að spillingu mætti finna innan lögreglunnar og var það lagt upp svo að um væri að ræða hótun af hálfu Haraldar; að vildu menn ýta honum út gæti farið svo að hann tæki fleiri með sér í fallinu.Hvort sem það er réttmætt eða ekki er ljóst að nú velta menn fyrir sér því hvernig ráðgjöf til Haraldar hafi verið háttað. Þeirra á meðal er sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan sem skrifaði á Facebooksíðu sína í gærkvöldi heldur háðslega: „Það eina sem mig langar að vita núna er hvaða PR-maður ráðlagði Ríkislögreglustjóra að fara í viðtalið við Moggann? NB Viðtal sem þeir báðir fengu væntanlega að lesa yfir, en láta samt þessi spillingarbrigsl standa? Að klúðra svona viðtali er eitthvað sem krefst einbeitts brotavilja.“Ákvörðunin alltaf viðskiptavinarins Friðjón segir, í samtali við Vísi, að KOM starfi ekki fyrir Harald persónulega heldur embættið. Og hann tekur skýrt fram að hann tali ekki um einstök mál tengdum skjólstæðingum fyrirtækisins. Slíkt komi ekki til greina. En, vissulega sé það rétt að eitt verkefna sem KOM og önnur fyrirtæki á þessu sviði standa frammi fyrir sé krísustjórnun, sem hefur verið tískuorð undanfarin misseri. Og þá er spurt hvað fyrirtæki á borð við KOM gera þegar slík staða er komin upp? Friðjón segir að ávallt sé leitast við að aðstoða viðskiptavini í átt að lausn sem hann sé sáttastur við.Friðjón segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra viðskiptavina en almennt þá getur verið í mörg horn að líta þegar krísustjórnun er annars vegar.„Stundum eru menn komnir í einhverja stöðu í svona málum þar sem valkostirnir eru fáir. Stundum, og þá almennt í svona krísustjórnunarfræðum, þá eru ýmsar leiðir en kúnninn ræður alltaf för á endanum. Það er hann sem tekur ákvörðun um viðtölin eða fara ekki í þau eða hvernig sem það svo er. Við erum líka sjaldnast einu ráðgjafarnir. Við getum ekki neytt viðskiptavini í viðtöl eða komið í veg fyrir það ef þeir ætla sér í viðtöl.“Stundum brennur húsið Að sögn Friðjóns er vandinn sem hann og fyrirtæki í hans geira standa frammi fyrir sá að stundum komi þau of seint að málum. „Og maður er þá ekki lengur í slökkvstarfi heldur rústabjörgun. Stundum eru utanaðkomandi aðstæður þannig að það skiptir engu máli hvaða ráð maður gefur; húsið brennur. En oftast er hægt að koma í veg fyrir það og oftast er það svo að ef menn hlíta þeim ráðum sem þeim eru gefin er okkar hlutverk að hafa tiltekið sjónarhorn á aðstæður,“ segir Friðjón og ítrekar að hann sé að tala almennt.Helgi Seljan veltir því fyrir sér hver í ósköpunum ráðlagði Haraldi að fara í viðtal við Morgunblaðið og láta það liggja sem þar var sagt.„Í mörgum tilfellum eru menn í svona krísum komnir ofan í einhvern bönker sem þeir sjá ekki út úr,“ segir Friðjón og nefnir það enn og aftur að nú sé hann ekki að tala um Harald og embættið.Að hjálpa mönnum upp úr bönkernum „Almennt séð er það þá okkar hlutverk að hafa yfirsýn yfir stöðuna og geta sagt mönnum hvort óhætt sé að stíga úr bönkernum. Oftast er það þannig að mönnum sem finnst að sér sótt úr öllum áttum telja að himnarnir séu að hrynja yfir sig en í langflestum tilvikum líður það hjá. Best að anda með nefinu.“ Friðjón segir að í þremur fjórða tilvika ráðleggi hann sínum skjólstæðingum að gera ekki neitt. „Það kemur önnur frétt eftir sex tíma, en stundum er sagan of stór og of djúsí og lifir því það eru aðrir þættir sem keyra hana áfram. Og þá þarf að bregðast við.“ Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn Viðtal Harald Johannessen við Morgunblaðið á dögunum var kornið sem fyllti mælinn sem varð til þess að formannafundur Landssambands lögreglumanna ákvað að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra. Formaður félagsins fær ekki séð hvernig Haraldur getur setið áfram í embætti. 23. september 2019 18:50 „Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. 24. september 2019 10:43 Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00 Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar. 23. september 2019 17:54 Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald Átta af níu lögreglustjórum lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra. 23. september 2019 17:04 Ríkislögreglustjóri verði að skýra orð sín um spillingu Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það alvarlegt að æðsti yfirmaður lögreglunnar hér á landi tali um spillingu innan raða lögreglunnar. 22. september 2019 23:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Friðjón R. Friðjónsson hjá KOM – ráðgjöf, almannatengslafyrirtæki, segir það ekkert leyndarmál að fyrirtæki hans hafi starfað fyrir embætti ríkislögreglustjóra. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stendur nú í ströngu, reyndar standa á honum öll spjót og í gær hlaut hann þung högg þegar allir lögreglustjórar landsins, ef frá er tekinn Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum, lýstu yfir vantrausti á hann. Þegar leið á daginn bættust þeir í Landsambandi lögreglumanna við og lýstu jafnframt yfir vantrausti á Harald. Slík staða er fordæmalaus og bjuggust margir við því að Haraldur myndi í dag stíga til hliðar til að lægja öldur. Samkvæmt nýjustu fréttum virðist sem hann ætli að stíga ölduna. Óhætt er að tala um krísu í sambandi við þá stöðu sem upp er komin.Einbeittur brotavilji að klúðra viðtalinu Kornið sem fyllt mælinn að mati Úlfars Lúðvíkssonar, formanns Lögreglustjórafélags Íslands, og margra annarra sem varðar óþol gagnvart Haraldi Johannessen er viðtal sem hann fór í og birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 14. september. Þar nefndi hann meðal annars að spillingu mætti finna innan lögreglunnar og var það lagt upp svo að um væri að ræða hótun af hálfu Haraldar; að vildu menn ýta honum út gæti farið svo að hann tæki fleiri með sér í fallinu.Hvort sem það er réttmætt eða ekki er ljóst að nú velta menn fyrir sér því hvernig ráðgjöf til Haraldar hafi verið háttað. Þeirra á meðal er sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan sem skrifaði á Facebooksíðu sína í gærkvöldi heldur háðslega: „Það eina sem mig langar að vita núna er hvaða PR-maður ráðlagði Ríkislögreglustjóra að fara í viðtalið við Moggann? NB Viðtal sem þeir báðir fengu væntanlega að lesa yfir, en láta samt þessi spillingarbrigsl standa? Að klúðra svona viðtali er eitthvað sem krefst einbeitts brotavilja.“Ákvörðunin alltaf viðskiptavinarins Friðjón segir, í samtali við Vísi, að KOM starfi ekki fyrir Harald persónulega heldur embættið. Og hann tekur skýrt fram að hann tali ekki um einstök mál tengdum skjólstæðingum fyrirtækisins. Slíkt komi ekki til greina. En, vissulega sé það rétt að eitt verkefna sem KOM og önnur fyrirtæki á þessu sviði standa frammi fyrir sé krísustjórnun, sem hefur verið tískuorð undanfarin misseri. Og þá er spurt hvað fyrirtæki á borð við KOM gera þegar slík staða er komin upp? Friðjón segir að ávallt sé leitast við að aðstoða viðskiptavini í átt að lausn sem hann sé sáttastur við.Friðjón segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra viðskiptavina en almennt þá getur verið í mörg horn að líta þegar krísustjórnun er annars vegar.„Stundum eru menn komnir í einhverja stöðu í svona málum þar sem valkostirnir eru fáir. Stundum, og þá almennt í svona krísustjórnunarfræðum, þá eru ýmsar leiðir en kúnninn ræður alltaf för á endanum. Það er hann sem tekur ákvörðun um viðtölin eða fara ekki í þau eða hvernig sem það svo er. Við erum líka sjaldnast einu ráðgjafarnir. Við getum ekki neytt viðskiptavini í viðtöl eða komið í veg fyrir það ef þeir ætla sér í viðtöl.“Stundum brennur húsið Að sögn Friðjóns er vandinn sem hann og fyrirtæki í hans geira standa frammi fyrir sá að stundum komi þau of seint að málum. „Og maður er þá ekki lengur í slökkvstarfi heldur rústabjörgun. Stundum eru utanaðkomandi aðstæður þannig að það skiptir engu máli hvaða ráð maður gefur; húsið brennur. En oftast er hægt að koma í veg fyrir það og oftast er það svo að ef menn hlíta þeim ráðum sem þeim eru gefin er okkar hlutverk að hafa tiltekið sjónarhorn á aðstæður,“ segir Friðjón og ítrekar að hann sé að tala almennt.Helgi Seljan veltir því fyrir sér hver í ósköpunum ráðlagði Haraldi að fara í viðtal við Morgunblaðið og láta það liggja sem þar var sagt.„Í mörgum tilfellum eru menn í svona krísum komnir ofan í einhvern bönker sem þeir sjá ekki út úr,“ segir Friðjón og nefnir það enn og aftur að nú sé hann ekki að tala um Harald og embættið.Að hjálpa mönnum upp úr bönkernum „Almennt séð er það þá okkar hlutverk að hafa yfirsýn yfir stöðuna og geta sagt mönnum hvort óhætt sé að stíga úr bönkernum. Oftast er það þannig að mönnum sem finnst að sér sótt úr öllum áttum telja að himnarnir séu að hrynja yfir sig en í langflestum tilvikum líður það hjá. Best að anda með nefinu.“ Friðjón segir að í þremur fjórða tilvika ráðleggi hann sínum skjólstæðingum að gera ekki neitt. „Það kemur önnur frétt eftir sex tíma, en stundum er sagan of stór og of djúsí og lifir því það eru aðrir þættir sem keyra hana áfram. Og þá þarf að bregðast við.“
Alþingi Fjölmiðlar Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn Viðtal Harald Johannessen við Morgunblaðið á dögunum var kornið sem fyllti mælinn sem varð til þess að formannafundur Landssambands lögreglumanna ákvað að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra. Formaður félagsins fær ekki séð hvernig Haraldur getur setið áfram í embætti. 23. september 2019 18:50 „Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. 24. september 2019 10:43 Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00 Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar. 23. september 2019 17:54 Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald Átta af níu lögreglustjórum lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra. 23. september 2019 17:04 Ríkislögreglustjóri verði að skýra orð sín um spillingu Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það alvarlegt að æðsti yfirmaður lögreglunnar hér á landi tali um spillingu innan raða lögreglunnar. 22. september 2019 23:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Viðtalið var kornið sem fyllti mælinn Viðtal Harald Johannessen við Morgunblaðið á dögunum var kornið sem fyllti mælinn sem varð til þess að formannafundur Landssambands lögreglumanna ákvað að lýsa yfir vantrausti á hendur ríkislögreglustjóra. Formaður félagsins fær ekki séð hvernig Haraldur getur setið áfram í embætti. 23. september 2019 18:50
„Þessi vantrauststillaga getur varla verið út af einhverjum bílabanka eða fatapeningum“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að ástandið sem upp sé komið innan lögreglunnar sé ekki gott. 24. september 2019 10:43
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Dómsmálaráðherra verði að grípa til aðgerða Lögreglustjórar og Landssamband lögreglumanna lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir dómsmálaráðherra verða að bregðast við. 24. september 2019 06:00
Formannafundur Landssambands lögreglumanna lýsir einnig yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra Formannafundur Landssambands lögreglumanna hefur bæst í hóp þeirra sem lýsa yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla nú síðdegis er skorað á Harald að stíga til hliðar. 23. september 2019 17:54
Lögreglustjórar lýsa yfir vantrausti á Harald Átta af níu lögreglustjórum lýsa yfir vantrausti á ríkislögreglustjóra. 23. september 2019 17:04
Ríkislögreglustjóri verði að skýra orð sín um spillingu Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir það alvarlegt að æðsti yfirmaður lögreglunnar hér á landi tali um spillingu innan raða lögreglunnar. 22. september 2019 23:15