„Ég er algjörlega ósammála þessari niðurstöðu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2019 12:40 Boris Johnson í New York í gær þar sem hann tekur þátt í allsherjarþingi og loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna. vísir/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, kveðst algjörlega ósammála þeirri niðurstöðu hæstaréttar landsins að þingfrestun hans nú í aðdraganda Brexit hafi verið ólögleg. Þetta sagði Johnson við fjölmiðla í New York í morgun en hann er staddur vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. „Ég er algjörlega ósammála þessari niðurstöðu hæstaréttar. Ég ber mikla virðingu fyrir dómskerfinu okkar en ég tel að þetta hafi verið röng niðurstaða,“ sagði Johnson. Sagði hann þingfrestun hafa verið notaða um aldir án þess að gripið væri inn í ferlið með þessum hætti. "There are a lot of people who want to frustrate Brexit."@BorisJohnson says the #SupremeCourt ruling that his decision to prorogue parliament was unlawful was "not the right decision." Get the latest here: https://t.co/9AIO3XpiWCpic.twitter.com/mL1tyh3hws — Sky News (@SkyNews) September 24, 2019„En það sem er mikilvægara er að það leikur enginn vafi á því að það er fjöldi fólks sem vill tefja Brexit. Það er fullt af fólki sem vill einfaldlega koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu,“ sagði Johnson sem vildi ekki meina að hann ætti nú ekki aðra möguleika en að fresta Brexit fram yfir 31. október sem hann hefur hingað til alls ekki viljað gera. „Eins og lögin eru núna þá fer Bretland úr ESB þann 31. október, sama hvað. En það sem er spennandi fyrir okkur núna er að ná góðum samningi og það er það sem við erum að vinna í. Það verkefni verður ekki auðveldara með þessu sem er í gangi á þinginu eða fyrir dómstólum,“ sagði Johnson. Heimildir Sky-fréttastofunnar herma að Johnson hyggist ekki segja af sér en hann mun halda aftur til London í dag eftir að hann hefur flutt ræðu í New York. Þá mun ríkisstjórnin koma saman til fundar en John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, hefur kallað þingið saman á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Bretar með tólf daga til að skýra fyrirætlanir sínar Forrsætisráðherra Breta hefur tólf daga, eða til loka september, til að koma með drög að útgöngusamningi vegna Brexit. 19. september 2019 08:39 Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, kveðst algjörlega ósammála þeirri niðurstöðu hæstaréttar landsins að þingfrestun hans nú í aðdraganda Brexit hafi verið ólögleg. Þetta sagði Johnson við fjölmiðla í New York í morgun en hann er staddur vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. „Ég er algjörlega ósammála þessari niðurstöðu hæstaréttar. Ég ber mikla virðingu fyrir dómskerfinu okkar en ég tel að þetta hafi verið röng niðurstaða,“ sagði Johnson. Sagði hann þingfrestun hafa verið notaða um aldir án þess að gripið væri inn í ferlið með þessum hætti. "There are a lot of people who want to frustrate Brexit."@BorisJohnson says the #SupremeCourt ruling that his decision to prorogue parliament was unlawful was "not the right decision." Get the latest here: https://t.co/9AIO3XpiWCpic.twitter.com/mL1tyh3hws — Sky News (@SkyNews) September 24, 2019„En það sem er mikilvægara er að það leikur enginn vafi á því að það er fjöldi fólks sem vill tefja Brexit. Það er fullt af fólki sem vill einfaldlega koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu,“ sagði Johnson sem vildi ekki meina að hann ætti nú ekki aðra möguleika en að fresta Brexit fram yfir 31. október sem hann hefur hingað til alls ekki viljað gera. „Eins og lögin eru núna þá fer Bretland úr ESB þann 31. október, sama hvað. En það sem er spennandi fyrir okkur núna er að ná góðum samningi og það er það sem við erum að vinna í. Það verkefni verður ekki auðveldara með þessu sem er í gangi á þinginu eða fyrir dómstólum,“ sagði Johnson. Heimildir Sky-fréttastofunnar herma að Johnson hyggist ekki segja af sér en hann mun halda aftur til London í dag eftir að hann hefur flutt ræðu í New York. Þá mun ríkisstjórnin koma saman til fundar en John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, hefur kallað þingið saman á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Bretar með tólf daga til að skýra fyrirætlanir sínar Forrsætisráðherra Breta hefur tólf daga, eða til loka september, til að koma með drög að útgöngusamningi vegna Brexit. 19. september 2019 08:39 Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06
Bretar með tólf daga til að skýra fyrirætlanir sínar Forrsætisráðherra Breta hefur tólf daga, eða til loka september, til að koma með drög að útgöngusamningi vegna Brexit. 19. september 2019 08:39
Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38