Demi Moore nauðgað þegar hún var 15 ára Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2019 08:18 Demi Moore skaust upp á stjörnuhimininn í Hollywood á níunda áratugnum. vísir/getty Bandaríska leikkonan Demi Moore segir að sér hafi verið nauðgað þegar hún var 15 ára gömul. Nauðgunin átti sér stað á heimili hennar og segir Moore að eftir að maðurinn hafi lokið sér af hafi hann sagt henni að hann hafi borgað móður hennar 500 dollara fyrir aðgang að dótturinni. Moore, sem var skaust upp á stjörnuhimininn á níunda áratug síðustu aldar og var ein skærasta stjarna þess tíunda, greindi frá þessu í viðtali við Diane Sawyer í morgunþættinum Good Morning America. Moore var í þættinum til þess að kynna æviminningar sínar sem hún kallar Inside Out. „Þetta var nauðgun. Þetta voru líka hræðileg svik sem komu í ljós við þessa hræðilegu spurningu mannsins: hvernig líður þér með það að mamma þín hafi selt þig fyrir 500 dollara?“ skrifar Moore í bók sinni. Móðir Moore var alkóhólisti sem að sögn dótturinnar tók hana með sér á bari þegar Moore var orðin unglingur til þess að menn gætu glápt á hana. Móðirin lést árið 1998.Moore ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Bruce Willis, og dóttur þeirra, Rumer.vísir/gettyBjargaði móður sinni eftir að hún reyndi að svipta sig lífi Sawyer spurði Moore hvort hún hafi trúað manninum. „Ég held, djúpt í hjarta mínu, að nei, ég hafi ekki trúað honum. Ég held ekki að þetta hafi verið svona bein viðskipti. En hún gaf honum vissulega aðgang að mér og kom mér í skaðlegar aðstæður,“ svaraði Moore. Þá sagði leikkonan frá því að móðir hennar hefði fyrst reynt að svipta sig lífi þegar hún var 12 ára. Moore kom henni til hjálpar og það bjargaði lífi hennar. „Ég man að ég var að nota fingurna mína, þessa litlu krakkaputta, til þess að ná pillunum sem móðir mín hafði reynt að taka inn úr munninum á henni.“ Að sögn Moore reyndi móðir hennar oft að svipta sig lífi eftir þetta. „Æska mín var búin. Þetta var augnablik sem breytti lífi mínu.“Moore og Ashton Kutcher voru gift í átta ár.vísir/gettyTýndi sjálfri sér Í bókinni segir Moore frá sinni eigin baráttu við fíknina. Hún fór í meðferð á miðjum níunda áratugnum þar sem hún var háð fíkniefnum og áfengi og í viðtalinu við Sawyer ræddi hún hvernig líf hennar raknaði upp, ef svo má að orði komast, þegar hún skildi við Ashton Kutcher árið 2012. Um svipað leyti hættu dætur hennar þrjár, sem hún á með Bruce Willis, að tala við hana. Auk þess var líkamlegt ásigkomulag Moore ekki gott, hún var til dæmis ekki nema 46 kíló. Þá leið yfir hana í partýi eftir hún hafði tekið inn fíkniefni. „Ég held að aðalspurningin fyrir mig á þessum tíma hafi verið hvernig ég komst á þennan stað. Ég varð blind á aðstæðurnar og ég týndi sjálfri mér,“ sagði Moore við Sawyer. Á endanum fór Moore í meðferð og sættist við fjölskyldu sína. Hún hóf svo vinnuna við æviminningarnar fyrir tveimur árum en hún hafði upphaflega samþykkt að skrifa bókina árið 2012. Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Sjá meira
Bandaríska leikkonan Demi Moore segir að sér hafi verið nauðgað þegar hún var 15 ára gömul. Nauðgunin átti sér stað á heimili hennar og segir Moore að eftir að maðurinn hafi lokið sér af hafi hann sagt henni að hann hafi borgað móður hennar 500 dollara fyrir aðgang að dótturinni. Moore, sem var skaust upp á stjörnuhimininn á níunda áratug síðustu aldar og var ein skærasta stjarna þess tíunda, greindi frá þessu í viðtali við Diane Sawyer í morgunþættinum Good Morning America. Moore var í þættinum til þess að kynna æviminningar sínar sem hún kallar Inside Out. „Þetta var nauðgun. Þetta voru líka hræðileg svik sem komu í ljós við þessa hræðilegu spurningu mannsins: hvernig líður þér með það að mamma þín hafi selt þig fyrir 500 dollara?“ skrifar Moore í bók sinni. Móðir Moore var alkóhólisti sem að sögn dótturinnar tók hana með sér á bari þegar Moore var orðin unglingur til þess að menn gætu glápt á hana. Móðirin lést árið 1998.Moore ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Bruce Willis, og dóttur þeirra, Rumer.vísir/gettyBjargaði móður sinni eftir að hún reyndi að svipta sig lífi Sawyer spurði Moore hvort hún hafi trúað manninum. „Ég held, djúpt í hjarta mínu, að nei, ég hafi ekki trúað honum. Ég held ekki að þetta hafi verið svona bein viðskipti. En hún gaf honum vissulega aðgang að mér og kom mér í skaðlegar aðstæður,“ svaraði Moore. Þá sagði leikkonan frá því að móðir hennar hefði fyrst reynt að svipta sig lífi þegar hún var 12 ára. Moore kom henni til hjálpar og það bjargaði lífi hennar. „Ég man að ég var að nota fingurna mína, þessa litlu krakkaputta, til þess að ná pillunum sem móðir mín hafði reynt að taka inn úr munninum á henni.“ Að sögn Moore reyndi móðir hennar oft að svipta sig lífi eftir þetta. „Æska mín var búin. Þetta var augnablik sem breytti lífi mínu.“Moore og Ashton Kutcher voru gift í átta ár.vísir/gettyTýndi sjálfri sér Í bókinni segir Moore frá sinni eigin baráttu við fíknina. Hún fór í meðferð á miðjum níunda áratugnum þar sem hún var háð fíkniefnum og áfengi og í viðtalinu við Sawyer ræddi hún hvernig líf hennar raknaði upp, ef svo má að orði komast, þegar hún skildi við Ashton Kutcher árið 2012. Um svipað leyti hættu dætur hennar þrjár, sem hún á með Bruce Willis, að tala við hana. Auk þess var líkamlegt ásigkomulag Moore ekki gott, hún var til dæmis ekki nema 46 kíló. Þá leið yfir hana í partýi eftir hún hafði tekið inn fíkniefni. „Ég held að aðalspurningin fyrir mig á þessum tíma hafi verið hvernig ég komst á þennan stað. Ég varð blind á aðstæðurnar og ég týndi sjálfri mér,“ sagði Moore við Sawyer. Á endanum fór Moore í meðferð og sættist við fjölskyldu sína. Hún hóf svo vinnuna við æviminningarnar fyrir tveimur árum en hún hafði upphaflega samþykkt að skrifa bókina árið 2012.
Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Sjá meira