Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2019 12:00 Drífa Snædal forseti ASÍ segir Eflingu virða kjarasamning í starfsmannadeilu. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. „Það er ágætt að hafa það í huga að eins og við lítum á málið teljum við ekki um kjarasamningsbrot að ræða gagnvart starfsfólki Eflingar en Así hefur ekki heimild til að fara inní mál nema báðir aðilar óski eftir því að sáttum verði miðlað,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins. Lára V. júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður og Viðar Þorsteinsson hafa komið fram fyrir hönd deiluaðila í starfsmannamálinu gegn EflinguFramkvæmdastjóri Eflingar segist ekki hafa heimild til að semja Lára V. Júlíusdóttir lögmaður tveggja fyrrverandi starfsmanna Eflingar sem telja að félagið hafi ekki virt réttindi þeirra við uppsögn og fjármálastjóra og bókara sem hafa verið í veikindaleyfi frá félaginu í ár var í viðtali í þættinum Í bítið í morgun. Þar ræddi hún einkum um málefni þeirra sem hafa verið í veikindaleyfi. „Það sem þær óskuðu eftir þegar búið var að flæma þær úr skrifstofunni var að það yrði gengið frá starfslokum við þær. Þetta eru konur sem eru komnar á sjötugsaldur. Önnur þeirra var búin að vinna í 36 ár innan Eflingar og hin eitthvað aðeins skemur,“ sagði Lára. Fjármálastjórinn og bókarinn sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þær harma framgang forystu Eflingar í sínum málum. Í yfirlýsingu Kristjönu Valgeirsdóttur fjármálastjóra kemur m.a. fram að það hafi verið hennar athugasemdir og bókara félagsins vegna ósamþykktra fjárútláta til vildarvina hans og formanns félagsins sem leiddu til þess að þeim var gert ókleift að starfa innan félagsins og þær hafi hrökklast í veikindaleyfi. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar sagði um málið almennt á Facebook eftir fréttaflutning á laugardag að: „Félagsmenn verkalýðsfélaga þurfa að geta treyst því að stjórnendur fari með fé þeirra á ábyrgan og gagnsæjan hátt. Ég samþykki ekki að stjórnendur kvitti upp á greiðslur og sporslur hver handa öðrum eftir hentisemi, langt umfram viðurkenndar heimildir, samninga og réttindi. Þetta er mín afstaða og hún mun ekki breytast á meðan ég gegni starfi, sama þótt ég þurfi að sitja undir ásökunum og fjölmiðlafári í ár í viðbót." Lára V. Júlíusdóttir sagði í morgun í Bítinu að fjármálastjórinn og bókarinn ættu þrú til fjögur ár í eftirlaun og afar ósennilegt væri að þær fengju aðra vinnu. „Þeirra staða er að þær eru að horfa uppá verulegt fjárhagslegt tjón. Það hefur engin vilji verið hjá Eflingu um sættir á því ári sem liðið er frá því þær fóru í veikindafrí. Í stað þess að lögmaður stéttafélagsins sem hefur yfirleitt komið að starfsmannamálum innan félagsins. Var fengin lögfræðisstofa út í bæ sem svaraði þannig að það hefur ekki verið hægt að ræða neinar sættir, “ sagði Lára. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar staðfesti í samtali við fréttastofu að lögfræðistofan LMB Mandat hefði verið fengin til að vinna málin með félaginu. Þá fari hann að óskum stjórnar félagsins um að fara ekki að kröfum kvennanna en þær óski eftir að fá laun í þrjú til fjögur ár eða til eftirlaunaaldurs. Kjaramál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Við vitum að áföllin þau munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sjá meira
Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. „Það er ágætt að hafa það í huga að eins og við lítum á málið teljum við ekki um kjarasamningsbrot að ræða gagnvart starfsfólki Eflingar en Así hefur ekki heimild til að fara inní mál nema báðir aðilar óski eftir því að sáttum verði miðlað,“ segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins. Lára V. júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður og Viðar Þorsteinsson hafa komið fram fyrir hönd deiluaðila í starfsmannamálinu gegn EflinguFramkvæmdastjóri Eflingar segist ekki hafa heimild til að semja Lára V. Júlíusdóttir lögmaður tveggja fyrrverandi starfsmanna Eflingar sem telja að félagið hafi ekki virt réttindi þeirra við uppsögn og fjármálastjóra og bókara sem hafa verið í veikindaleyfi frá félaginu í ár var í viðtali í þættinum Í bítið í morgun. Þar ræddi hún einkum um málefni þeirra sem hafa verið í veikindaleyfi. „Það sem þær óskuðu eftir þegar búið var að flæma þær úr skrifstofunni var að það yrði gengið frá starfslokum við þær. Þetta eru konur sem eru komnar á sjötugsaldur. Önnur þeirra var búin að vinna í 36 ár innan Eflingar og hin eitthvað aðeins skemur,“ sagði Lára. Fjármálastjórinn og bókarinn sendu frá sér yfirlýsingar í gær þar sem þær harma framgang forystu Eflingar í sínum málum. Í yfirlýsingu Kristjönu Valgeirsdóttur fjármálastjóra kemur m.a. fram að það hafi verið hennar athugasemdir og bókara félagsins vegna ósamþykktra fjárútláta til vildarvina hans og formanns félagsins sem leiddu til þess að þeim var gert ókleift að starfa innan félagsins og þær hafi hrökklast í veikindaleyfi. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar sagði um málið almennt á Facebook eftir fréttaflutning á laugardag að: „Félagsmenn verkalýðsfélaga þurfa að geta treyst því að stjórnendur fari með fé þeirra á ábyrgan og gagnsæjan hátt. Ég samþykki ekki að stjórnendur kvitti upp á greiðslur og sporslur hver handa öðrum eftir hentisemi, langt umfram viðurkenndar heimildir, samninga og réttindi. Þetta er mín afstaða og hún mun ekki breytast á meðan ég gegni starfi, sama þótt ég þurfi að sitja undir ásökunum og fjölmiðlafári í ár í viðbót." Lára V. Júlíusdóttir sagði í morgun í Bítinu að fjármálastjórinn og bókarinn ættu þrú til fjögur ár í eftirlaun og afar ósennilegt væri að þær fengju aðra vinnu. „Þeirra staða er að þær eru að horfa uppá verulegt fjárhagslegt tjón. Það hefur engin vilji verið hjá Eflingu um sættir á því ári sem liðið er frá því þær fóru í veikindafrí. Í stað þess að lögmaður stéttafélagsins sem hefur yfirleitt komið að starfsmannamálum innan félagsins. Var fengin lögfræðisstofa út í bæ sem svaraði þannig að það hefur ekki verið hægt að ræða neinar sættir, “ sagði Lára. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar staðfesti í samtali við fréttastofu að lögfræðistofan LMB Mandat hefði verið fengin til að vinna málin með félaginu. Þá fari hann að óskum stjórnar félagsins um að fara ekki að kröfum kvennanna en þær óski eftir að fá laun í þrjú til fjögur ár eða til eftirlaunaaldurs.
Kjaramál Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Við vitum að áföllin þau munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sjá meira