Táknmálið er meira en mikilvægt, það er súrefni fyrir okkur döff Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 23. september 2019 12:15 Fyrir okkur sem reiðum okkur á táknmálið til tjáningar og samskipta er það eins og súrefni fyrir okkur, við þurfum á því að halda til að lifa og njóta lífsins. Börn þurfa á því að halda til að þroskast og dafna. Það er réttur allra að njóta mannréttinda. Til hamingju með daginn í dag!Alþjóðadagur táknmálsins Vissir þú að þann 19. desember 2017 samþykkti þing Sameinuðu þjóðanna alþjóðadag táknmálsins í því skyni að vekja athygli á mikilvægi táknmálsins í mannréttindum þeirra sem reiða sig á það til tjáningar og samskipta. 23. september varð fyrir valinu sem er stofndagur Alheimssamtaka heyrnarlausra, WFD. Hvert er markmiðið með þessa alþjóðadaga? Sameinuðu þjóðirnir segja að með alþjóðlegum dögum þá er tilefni til að fræða almenning um málefni er varða t.d táknmálið, ógnir þær sem táknmálið á heimsvísu glímir við, virkja vilja stjórnvalda og tryggja fjármagn til að takast á við þær ógnir sem koma í veg fyrir að táknmálið njóti og eflist og að þeir sem reiða sig á táknmálið til tjáningar og samskipta njóti mannréttinda. Samkvæmt WFD eru um 72 milljónir heyrnarlausra um allan heim og samanlagt eru rúmlega 300 táknmál. Táknmálið er fullgilt tungumál, á Íslandi er það íslenskt táknmál. Í lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál kemur fram að stjórnvöld skuli hlúa og styðja við íslenska táknmálið ásamt því að ríki og sveitarfélög stuðla að þróun, rannsóknum, kennslu og útbreiðslu íslensks táknmáls og styðja að öðru leyti við menningu, ,menntun og fræðslu fyrir heyrnarlausa. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslenska tungumálinu sem tjáningarform í samskiptum manna í milli og er óheimilt að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. Þegar þing Sameinuðu þjóðanna samþykkti alþjóðadag táknmálsins varð birt ályktun og er það viðurkennt að snemmtæk íhlutun og aðgengi að táknmáli og þjónustu á táknmáli sé mikilvægt að tryggja, þar með talið gæðamenntun á táknmáli en allt þetta er lífsnauðsynlegt fyrir vöxt og þroska barna sem reiða sig á táknmál í daglegu lífi. Eins er mikilvægt að ríki varðveiti táknmálið sem hluta af tungumáli og menningu og leggja SÞ líka áherslu á meginregluna „ekkert um okkur án okkar”. Núna undanfarna daga hafa verið umræður í þjóðfélaginu um nám án aðgreiningar. Eru börn sem reiða sig á ÍTM til tjáningar og samskipta að njóta öryggis í íslenskum leik- og grunnskólum? Í ályktun WFD kemur fram að um allan heim eiga döff börn í erfiðleikum við nám VEGNA óviðeigandi námsumhverfsins, ekki vegna heyrnarleysins. Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á áberandi misræmi í menntun döff nemenda og jafnaldra þeirra og að almenna skólakerfið uppfyllir ekki þarfir döff nemenda til tungumálanáms. WFD hvetur ríki og stjórnvöld að sýna sérstaka varkárni við túlkun í námi án aðgreingar í tengslum við döff nemendur sem reiða sig á táknmál, tryggja að málumhverfið sé ríkulegt af táknmáli, tryggja að sjálfsmynd þeirra ásamt táknmálssamfélagsins sé haldið á lofti innan umhverfsins sem eru vaxa og dafna. Við hjá Félagi heyrnarlausra höfum verulegar áhyggjur af námsumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM, viðhorf til táknmálsins í námsumhverfi þarf að vera gott, starfsfólk og kennarar í námsumhverfi barnanna þarf að styðja og efla við táknmálið, mikilvægt er að hugsa um táknmálið í fyrsta sæti þegar verið er að skipuleggja nám og námsumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM.Höfundur er formaður Félags heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mannréttindi Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem reiðum okkur á táknmálið til tjáningar og samskipta er það eins og súrefni fyrir okkur, við þurfum á því að halda til að lifa og njóta lífsins. Börn þurfa á því að halda til að þroskast og dafna. Það er réttur allra að njóta mannréttinda. Til hamingju með daginn í dag!Alþjóðadagur táknmálsins Vissir þú að þann 19. desember 2017 samþykkti þing Sameinuðu þjóðanna alþjóðadag táknmálsins í því skyni að vekja athygli á mikilvægi táknmálsins í mannréttindum þeirra sem reiða sig á það til tjáningar og samskipta. 23. september varð fyrir valinu sem er stofndagur Alheimssamtaka heyrnarlausra, WFD. Hvert er markmiðið með þessa alþjóðadaga? Sameinuðu þjóðirnir segja að með alþjóðlegum dögum þá er tilefni til að fræða almenning um málefni er varða t.d táknmálið, ógnir þær sem táknmálið á heimsvísu glímir við, virkja vilja stjórnvalda og tryggja fjármagn til að takast á við þær ógnir sem koma í veg fyrir að táknmálið njóti og eflist og að þeir sem reiða sig á táknmálið til tjáningar og samskipta njóti mannréttinda. Samkvæmt WFD eru um 72 milljónir heyrnarlausra um allan heim og samanlagt eru rúmlega 300 táknmál. Táknmálið er fullgilt tungumál, á Íslandi er það íslenskt táknmál. Í lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál kemur fram að stjórnvöld skuli hlúa og styðja við íslenska táknmálið ásamt því að ríki og sveitarfélög stuðla að þróun, rannsóknum, kennslu og útbreiðslu íslensks táknmáls og styðja að öðru leyti við menningu, ,menntun og fræðslu fyrir heyrnarlausa. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslenska tungumálinu sem tjáningarform í samskiptum manna í milli og er óheimilt að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. Þegar þing Sameinuðu þjóðanna samþykkti alþjóðadag táknmálsins varð birt ályktun og er það viðurkennt að snemmtæk íhlutun og aðgengi að táknmáli og þjónustu á táknmáli sé mikilvægt að tryggja, þar með talið gæðamenntun á táknmáli en allt þetta er lífsnauðsynlegt fyrir vöxt og þroska barna sem reiða sig á táknmál í daglegu lífi. Eins er mikilvægt að ríki varðveiti táknmálið sem hluta af tungumáli og menningu og leggja SÞ líka áherslu á meginregluna „ekkert um okkur án okkar”. Núna undanfarna daga hafa verið umræður í þjóðfélaginu um nám án aðgreiningar. Eru börn sem reiða sig á ÍTM til tjáningar og samskipta að njóta öryggis í íslenskum leik- og grunnskólum? Í ályktun WFD kemur fram að um allan heim eiga döff börn í erfiðleikum við nám VEGNA óviðeigandi námsumhverfsins, ekki vegna heyrnarleysins. Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á áberandi misræmi í menntun döff nemenda og jafnaldra þeirra og að almenna skólakerfið uppfyllir ekki þarfir döff nemenda til tungumálanáms. WFD hvetur ríki og stjórnvöld að sýna sérstaka varkárni við túlkun í námi án aðgreingar í tengslum við döff nemendur sem reiða sig á táknmál, tryggja að málumhverfið sé ríkulegt af táknmáli, tryggja að sjálfsmynd þeirra ásamt táknmálssamfélagsins sé haldið á lofti innan umhverfsins sem eru vaxa og dafna. Við hjá Félagi heyrnarlausra höfum verulegar áhyggjur af námsumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM, viðhorf til táknmálsins í námsumhverfi þarf að vera gott, starfsfólk og kennarar í námsumhverfi barnanna þarf að styðja og efla við táknmálið, mikilvægt er að hugsa um táknmálið í fyrsta sæti þegar verið er að skipuleggja nám og námsumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM.Höfundur er formaður Félags heyrnarlausra.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun