Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 23-22 | Hákon tryggði ÍBV dramatískan sigur Einar Kárason skrifar 23. september 2019 21:15 Eyjamenn hafa unnið fimm stóra titla síðan þeir komu aftur upp í efstu deild 2013. vísir/bára Eyjamenn tóku á móti svartklæddum Hafnfirðingum í Vestmannaeyjum í kvöld. Leikur ÍBV og FH var alltaf að fara að vera hörkuleikur og það átti aldeilis eftir að sannast. Gestirnir skoruðu fyrsta mark leiksins áður en heimamenn jöfnuðu. Því næst tóku ÍBV forustuna og við tók eltingaleikur FH sem átti eftir að vera alveg til loka leiks. Munurinn milli liðanna var ekki mikill og skiptust þau á að skora milli þess sem markverðir liðanna fóru á kostum. Gestirnir gerðu vel í að halda haus en í fyrri hálfleiknum spiluðu þeir jafnan einum eða fleirum færri eftir tveggja mínútna brottvísanir. Munurinn á liðunum varð aldrei meira en 3 mörk í fyrri hálfleiknum. Um miðbik hálfleiksins var staðan 7-5 en þegar hálfleiksbjallan gall var eins marks munur, 13-12, heimamönnum í vil. Síðari hálfleikurinn hófst eins og sá síðari með marki frá FH áður en ÍBV tóku völdin aftur. Munurinn varð ekki meiri en eitt mark fyrr en um það bil korter eftir lifði leiks þegar heimamenn náðu sér í smá andrými í stöðunni 20-17. Þeir tóku þá leikhlé sem gestirnir virtust nýta sér betur en við tók 0-4 kafli og pálminn í höndum FH þegar um 8 mínútur voru eftir. FH fengu tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir en það fór forgörðum sem varð til þess að ÍBV gekk á lagið og tók forustuna á nýjan leik. Bjarni Ófeigur Valdimarsson jafnaði svo leikinn þegar 90 sekúndur voru eftir og varði Phil Döhler skot Fannars Þórs Friðgeirssonar í næstu sókn sem varð til þess að Hafnfirðingar áttu möguleikar á að komast yfir þegar innan við mínúta var eftir af leiknum. Þeir tóku leikhlé og ætluðu sér að næla sér í öll stigin þegar einungis andartök lifðu leiks. Boltanum var spilað út í horn á Eyþór Örn Ólafsson sem fór inn en Petar Jokanovic varði frábærlega á ögurstundu. Eyjamenn tóku þá leikhlé og rétt eins og hjá gestunum var boltanum spilað út í horn í lokasókn leiksins. Þar var Hákon Daði Styrmisson sem fór inn úr þröngu færi en náði að setja boltann í stöngina fjær og inn í markið. Sekúndum síðar fór bjallan af stað og leiknum lokið með naumum sigri ÍBV í frábærum leik.Af hverju vann ÍBV? Þetta var leikur sem hefði getað farið á hvorn veginn fyrir sig. Markvarsla og vörn beggja liða til fyrirmyndar og ljóst var að það væri ekki mikið sem myndi skilja liðin af. FH klikkaði á sínum sjéns í lok leiks á meðan ÍBV tóku sinn. Það var ekki flóknara en það.Hverjir stóðu upp úr? Petar Jokanovic og Phil Döhler, markverðir liðanna voru frábærir í kvöld. Petar í marki ÍBV varði 17 skot á meðan kollegi hans í liði FH varði 19. Hákon Daði Styrmisson var atkvæðamestur í liði heimamanna með 8 mörk en næstur var Kári Kristján Kristjánsson með 5. Hjá FH skoruðu þeir Ágúst Birgisson og Arnar Freyr Ársælsson 5 mörkin hvor. Róbert Sigurðarson átti einnig flottan leik í varnarlínu ÍBV.Hvað gekk illa? Færanýting var ábótavön hjá báðum liðum en það er líklega vegna þess hversu góðir markverðir liðanna voru. Gestirnir voru klaufar í nokkrum hraðaupphlaupum og fínum færum en öll færi skipta stórmáli í leik sem þessum. Heimamenn fengu 6 brottvísanir en gestirnir 10 og voru þeir ekki parsáttir við sumar þeirra.Hvað gerist næst? ÍBV, með fullt hús stiga, heimsækja Val í næstu umferð og megum við búast við skemmtun þar. FH fá taplausa Mosfellinga úr Aftureldingu í heimsókn.Steini Arndal: Ánægður með karakterinn Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum svekktur með eins marks tap gegn ÍBV í kvöld. „Þetta var hörkuleikur og svekkelsið er mikið. Fyrst og síðast svekktur að vinna þetta ekki. Við komum hérna til að ná okkur í sigur en það gekk ekki og því erum við svekktir.” „Ég hef ekkert út á karakterinn í mínu liði að setja. Menn voru að leggja sig mikið fram og spila á móti frábæru liði á erfiðum útivelli. Við vorum ekki nógu klókir á lokafasanum og svo fór sem fór.” Þrátt fyrir tap var Sigursteinn ánægður með hörkuna og dugnaðinn í sínu liði. „Ég er ánægður með karakterinn. Vörnin og markvarslan voru lengst um mjög góð. Menn héldu áfram en það er svekkjandi að tapa. Það er eitthvað (sem hann var ósáttur með) en ekkert sem við ætlum að fara yfir hérna. Ég hef nokkra hluti til að fara yfir með mínum mönnum,” sagði Sigursteinn að lokum.Kristinn: Var ósáttur við stöðuna 20-17 fyrir okkur, að við skildum ekki fara betur með hana „Þetta var hörkuleikur og ég get ekki trúað öðru en að hann hafi verið frábær fyrir áhorfendur,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, í leikslok. „Það var hart tekist á og frábærar markvörslur og auðvitað hefðum við vilja nýta færin okkar betur í leiknum í dag en þeir örugglega líka. Þetta var svolítið stöngin inn, stöngin út.” Eyjamenn náðu þriggja marka forustu 20-17, áður en þeir tóku leikhlé. Kristinn var ósáttur við leik sinna manna eftir það leikhlé. „Ég var ósáttur við stöðuna 20-17 fyrir okkur, að við skildum ekki fara betur með hana. Við töpum henni 4-0. Náum svo að laga þetta í restina en ég er rosalega ánægður með sigurinn í þessum leik.” „Það var ákveðið ráðaleysi hjá okkur sem við verðum að skoða. Við verðum alltof staðir í þessari stöðu og erum að reyna að verja eitthvað. Það er ekki gott og við þurfum að skoða það vel og finna út hvað það er sem veldur. Það er þyngra á okkur þegar Kristján Örn (Kristjánsson) á kannski ekki alveg daginn. Hann er okkar stórskytta og það er auðveldara að standa á okkur þegar hann er ekki klár. En hann spilaði boltanum vel í staðinn í dag og reyndi og okkur tókst það.” „Við skoðum það sem er ekki að ganga. Við erum í þriðju umferð í deild og það er margt hægt að laga. Þetta gefur okkur 6 stig. Svona byrjun gefur okkur auðvitað byr undir báða vængi í ýmsu sem við erum að gera. Við erum ánægðir með varnarleikinn okkar svona lengst af og það er alltaf gott að geta byggt á því og markvarslan var góð í dag. ” „Við erum í erfiðu prógrami og ég held það verði erfitt prógram það sem eftir er af tímabili. Öll lið virðast sýna góða leiki. Þú þarft bara að halda haus. Nú erum við að fara í tvö góð lið í röð í viðbót og mann langar að spila svona leiki,” sagði Kristinn að lokum. Olís-deild karla
Eyjamenn tóku á móti svartklæddum Hafnfirðingum í Vestmannaeyjum í kvöld. Leikur ÍBV og FH var alltaf að fara að vera hörkuleikur og það átti aldeilis eftir að sannast. Gestirnir skoruðu fyrsta mark leiksins áður en heimamenn jöfnuðu. Því næst tóku ÍBV forustuna og við tók eltingaleikur FH sem átti eftir að vera alveg til loka leiks. Munurinn milli liðanna var ekki mikill og skiptust þau á að skora milli þess sem markverðir liðanna fóru á kostum. Gestirnir gerðu vel í að halda haus en í fyrri hálfleiknum spiluðu þeir jafnan einum eða fleirum færri eftir tveggja mínútna brottvísanir. Munurinn á liðunum varð aldrei meira en 3 mörk í fyrri hálfleiknum. Um miðbik hálfleiksins var staðan 7-5 en þegar hálfleiksbjallan gall var eins marks munur, 13-12, heimamönnum í vil. Síðari hálfleikurinn hófst eins og sá síðari með marki frá FH áður en ÍBV tóku völdin aftur. Munurinn varð ekki meiri en eitt mark fyrr en um það bil korter eftir lifði leiks þegar heimamenn náðu sér í smá andrými í stöðunni 20-17. Þeir tóku þá leikhlé sem gestirnir virtust nýta sér betur en við tók 0-4 kafli og pálminn í höndum FH þegar um 8 mínútur voru eftir. FH fengu tækifæri til að komast tveimur mörkum yfir en það fór forgörðum sem varð til þess að ÍBV gekk á lagið og tók forustuna á nýjan leik. Bjarni Ófeigur Valdimarsson jafnaði svo leikinn þegar 90 sekúndur voru eftir og varði Phil Döhler skot Fannars Þórs Friðgeirssonar í næstu sókn sem varð til þess að Hafnfirðingar áttu möguleikar á að komast yfir þegar innan við mínúta var eftir af leiknum. Þeir tóku leikhlé og ætluðu sér að næla sér í öll stigin þegar einungis andartök lifðu leiks. Boltanum var spilað út í horn á Eyþór Örn Ólafsson sem fór inn en Petar Jokanovic varði frábærlega á ögurstundu. Eyjamenn tóku þá leikhlé og rétt eins og hjá gestunum var boltanum spilað út í horn í lokasókn leiksins. Þar var Hákon Daði Styrmisson sem fór inn úr þröngu færi en náði að setja boltann í stöngina fjær og inn í markið. Sekúndum síðar fór bjallan af stað og leiknum lokið með naumum sigri ÍBV í frábærum leik.Af hverju vann ÍBV? Þetta var leikur sem hefði getað farið á hvorn veginn fyrir sig. Markvarsla og vörn beggja liða til fyrirmyndar og ljóst var að það væri ekki mikið sem myndi skilja liðin af. FH klikkaði á sínum sjéns í lok leiks á meðan ÍBV tóku sinn. Það var ekki flóknara en það.Hverjir stóðu upp úr? Petar Jokanovic og Phil Döhler, markverðir liðanna voru frábærir í kvöld. Petar í marki ÍBV varði 17 skot á meðan kollegi hans í liði FH varði 19. Hákon Daði Styrmisson var atkvæðamestur í liði heimamanna með 8 mörk en næstur var Kári Kristján Kristjánsson með 5. Hjá FH skoruðu þeir Ágúst Birgisson og Arnar Freyr Ársælsson 5 mörkin hvor. Róbert Sigurðarson átti einnig flottan leik í varnarlínu ÍBV.Hvað gekk illa? Færanýting var ábótavön hjá báðum liðum en það er líklega vegna þess hversu góðir markverðir liðanna voru. Gestirnir voru klaufar í nokkrum hraðaupphlaupum og fínum færum en öll færi skipta stórmáli í leik sem þessum. Heimamenn fengu 6 brottvísanir en gestirnir 10 og voru þeir ekki parsáttir við sumar þeirra.Hvað gerist næst? ÍBV, með fullt hús stiga, heimsækja Val í næstu umferð og megum við búast við skemmtun þar. FH fá taplausa Mosfellinga úr Aftureldingu í heimsókn.Steini Arndal: Ánægður með karakterinn Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum svekktur með eins marks tap gegn ÍBV í kvöld. „Þetta var hörkuleikur og svekkelsið er mikið. Fyrst og síðast svekktur að vinna þetta ekki. Við komum hérna til að ná okkur í sigur en það gekk ekki og því erum við svekktir.” „Ég hef ekkert út á karakterinn í mínu liði að setja. Menn voru að leggja sig mikið fram og spila á móti frábæru liði á erfiðum útivelli. Við vorum ekki nógu klókir á lokafasanum og svo fór sem fór.” Þrátt fyrir tap var Sigursteinn ánægður með hörkuna og dugnaðinn í sínu liði. „Ég er ánægður með karakterinn. Vörnin og markvarslan voru lengst um mjög góð. Menn héldu áfram en það er svekkjandi að tapa. Það er eitthvað (sem hann var ósáttur með) en ekkert sem við ætlum að fara yfir hérna. Ég hef nokkra hluti til að fara yfir með mínum mönnum,” sagði Sigursteinn að lokum.Kristinn: Var ósáttur við stöðuna 20-17 fyrir okkur, að við skildum ekki fara betur með hana „Þetta var hörkuleikur og ég get ekki trúað öðru en að hann hafi verið frábær fyrir áhorfendur,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, í leikslok. „Það var hart tekist á og frábærar markvörslur og auðvitað hefðum við vilja nýta færin okkar betur í leiknum í dag en þeir örugglega líka. Þetta var svolítið stöngin inn, stöngin út.” Eyjamenn náðu þriggja marka forustu 20-17, áður en þeir tóku leikhlé. Kristinn var ósáttur við leik sinna manna eftir það leikhlé. „Ég var ósáttur við stöðuna 20-17 fyrir okkur, að við skildum ekki fara betur með hana. Við töpum henni 4-0. Náum svo að laga þetta í restina en ég er rosalega ánægður með sigurinn í þessum leik.” „Það var ákveðið ráðaleysi hjá okkur sem við verðum að skoða. Við verðum alltof staðir í þessari stöðu og erum að reyna að verja eitthvað. Það er ekki gott og við þurfum að skoða það vel og finna út hvað það er sem veldur. Það er þyngra á okkur þegar Kristján Örn (Kristjánsson) á kannski ekki alveg daginn. Hann er okkar stórskytta og það er auðveldara að standa á okkur þegar hann er ekki klár. En hann spilaði boltanum vel í staðinn í dag og reyndi og okkur tókst það.” „Við skoðum það sem er ekki að ganga. Við erum í þriðju umferð í deild og það er margt hægt að laga. Þetta gefur okkur 6 stig. Svona byrjun gefur okkur auðvitað byr undir báða vængi í ýmsu sem við erum að gera. Við erum ánægðir með varnarleikinn okkar svona lengst af og það er alltaf gott að geta byggt á því og markvarslan var góð í dag. ” „Við erum í erfiðu prógrami og ég held það verði erfitt prógram það sem eftir er af tímabili. Öll lið virðast sýna góða leiki. Þú þarft bara að halda haus. Nú erum við að fara í tvö góð lið í röð í viðbót og mann langar að spila svona leiki,” sagði Kristinn að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti