Brynjar: Við vorum með hausinn upp í rassgatinu á okkur Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 22. september 2019 20:00 Brynjar í leiknum í dag en honum blöskraði í leikslok. vísir/bára „Við vorum bara ekki tilbúnir í þennan leik,“ sagði Brynjar Loftsson, leikmaður Fjölnis, eftir skellinn gegn KA í dag í Olís-deild karla. Fjölnismenn byrjuðu skelfilega og skoruðu ekki mark fyrstu ellefu mínútur leiksins. „Við vorum með hausinn uppí rassgatinu á okkur og vorum okkur til skammar. Þetta er ekki það sem við viljum standa fyrir.“ „Þegar maður byrjar svona illa þá er rosa erfitt að ætla að koma til baka og byrja leikinn í stöðunni 7-0. Sérstaklega á móti liði eins og KA sem sýndi miklar baráttu og stemningu í dag.“ „Eftir að við komumst inní leikinn, þá héldu þeir samt alltaf þessari forystu. Við náðum aðeins að saxa á þetta en þeir voru alltaf einu skrefi á undan okkur. Við áttum aldrei séns í dag, eins einfalt og það er.“ Þrátt fyrir að liðið hafi komist inní leikinn þá segir Brynjar að hann geti ekki tekið neitt jákvætt með sér úr þessum leik og að það sé eins gott að liðið sýni ekki slíka frammistöðu aftur. „Mér finnst ekkert jákvætt við þetta, mér fannst þetta ömurlegur leikur. Það vantaði uppá allt á öllum sviðum. Ef þetta er ekki spark í rassgatið, þá veit ég ekki hvað á að gera við okkur.“ Breki Dagsson og Hafsteinn Óli meiddust um miðbik fyrri hálfleiks og gátu ekki tekið meira þátt í leiknum. Brynjar viðurkennir að það sé vissulega áfall fyrir þá að missa þessa leikmenn út en að þetta sé hluti af leiknum og þess vegna séu þeir með menn á bekknum sem eigi að stíga upp við þessar aðstæður. „Auðvitað er mjög mikið áfall að missa til dæmis Breka sem er leiðtoginn í sókninni og Hafsteinn auðvitað góður líka. Þetta er erfitt en við erum með 14 menn á skýrslu og menn þurfa þá bara að stíga upp á svona mómentum,“ sagði Brynjar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Fjölnir - KA 25-32 | Fyrstu stig KA í hús KA vann sjö marka sigur á Fjölni eftir frábæra byrjun á leiknum tókst Fjölni aldrei að komst inní leikinn 22. september 2019 20:15 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
„Við vorum bara ekki tilbúnir í þennan leik,“ sagði Brynjar Loftsson, leikmaður Fjölnis, eftir skellinn gegn KA í dag í Olís-deild karla. Fjölnismenn byrjuðu skelfilega og skoruðu ekki mark fyrstu ellefu mínútur leiksins. „Við vorum með hausinn uppí rassgatinu á okkur og vorum okkur til skammar. Þetta er ekki það sem við viljum standa fyrir.“ „Þegar maður byrjar svona illa þá er rosa erfitt að ætla að koma til baka og byrja leikinn í stöðunni 7-0. Sérstaklega á móti liði eins og KA sem sýndi miklar baráttu og stemningu í dag.“ „Eftir að við komumst inní leikinn, þá héldu þeir samt alltaf þessari forystu. Við náðum aðeins að saxa á þetta en þeir voru alltaf einu skrefi á undan okkur. Við áttum aldrei séns í dag, eins einfalt og það er.“ Þrátt fyrir að liðið hafi komist inní leikinn þá segir Brynjar að hann geti ekki tekið neitt jákvætt með sér úr þessum leik og að það sé eins gott að liðið sýni ekki slíka frammistöðu aftur. „Mér finnst ekkert jákvætt við þetta, mér fannst þetta ömurlegur leikur. Það vantaði uppá allt á öllum sviðum. Ef þetta er ekki spark í rassgatið, þá veit ég ekki hvað á að gera við okkur.“ Breki Dagsson og Hafsteinn Óli meiddust um miðbik fyrri hálfleiks og gátu ekki tekið meira þátt í leiknum. Brynjar viðurkennir að það sé vissulega áfall fyrir þá að missa þessa leikmenn út en að þetta sé hluti af leiknum og þess vegna séu þeir með menn á bekknum sem eigi að stíga upp við þessar aðstæður. „Auðvitað er mjög mikið áfall að missa til dæmis Breka sem er leiðtoginn í sókninni og Hafsteinn auðvitað góður líka. Þetta er erfitt en við erum með 14 menn á skýrslu og menn þurfa þá bara að stíga upp á svona mómentum,“ sagði Brynjar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Fjölnir - KA 25-32 | Fyrstu stig KA í hús KA vann sjö marka sigur á Fjölni eftir frábæra byrjun á leiknum tókst Fjölni aldrei að komst inní leikinn 22. september 2019 20:15 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
Umfjöllun: Fjölnir - KA 25-32 | Fyrstu stig KA í hús KA vann sjö marka sigur á Fjölni eftir frábæra byrjun á leiknum tókst Fjölni aldrei að komst inní leikinn 22. september 2019 20:15