Segir landsmenn þurfa að venjast lyfjaskorti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2019 19:00 Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að landsmenn þurfi líklega að fara venjast því að hér sé viðvarandi lyfjaskortur. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að landsmenn þurfi að venjast því að hér sé viðvarandi lyfjaskortur. Lyfjayfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum séu að fást við sama vanda. Nú skorti um hundrað lyf hér á landi og ástandið geti orðið alvarlegt. Skorturinn sé hins vegar helmingi meiri í Noregi. Lyfsalar og Læknafélag Íslands hafa komið fram og lýst yfir að óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hafi verið á landinu undanfarin misseri. Þetta valdi því að oft taki afgreiðsla lyfja lengri tíma en ella og ekki sé lengur nóg að í apótekum sé aðeins einn lyfjafræðingur á vakt hverju sinni. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir ekki útlit fyrir að þetta breytist. „Þetta er viðvarandi ástand og hefur verið og lyfjastofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum eru líka að fást við þetta,“ segir Rúna. Hún segir að hér á landi skorti innan við hundrað lyf en skorturinn sé til að mynda um helmingi meiri í Noregi. „Við höfum ekki lent í því ennþá en það getur komið til alvarlegs lyfjaskorts,“ segir hún.Framleiðslan komin á of fáar hendur Ýmsar ástæður geta verið fyrir lyfjaskortinum. „Oft er þetta þannig að hráefnin og lokaafurðinn eru komin á fárra hendur svo ef það kemur eitthvað upp í framleiðsluferlinu hefur það víðtaæk áhrif um allan heim,“ segir Rúna. Þá hafi kröfur við flutning og losun lyfja aukist. Loks hafi markaðsleyfi lyfja verið færð til vegna Brexit. Kvartað hefur verið yfir ferlinu sem tekur við þegar sækja þarf um undanþágulyf en þá þurfa sjúklingar að fá nýjan lyfseðil hjá lækni. Rúna segir að það mál sé að einhverju leiti leyst í nýjum lyfjalögum. „Í nýjum lyfjalögum sem ráðherra leggur fyrir alþingi á komandi þingi er kveðið á um rýmri heimildir til að ávísa undanþágulyfjum þannig að það þarf ekki alltaf að leita til læknis þegar slíka mál koma upp,“ segir Rúna sem bætir við að þetta ástand þýði að allir sem koma að málaflokknum þurfi að vera lausnamiðaðir. Lyfjastofnun hefur einnig þurft að bregðast við skortinum hjá sér. „Við höfum þurft að bregðast við lyfjaskortinum hjá okkur með því að bæta við heilu stöðugildi. Og svo eru fjölmargar deildir innan stofnunarinnar sem koma að þessu máli,“ segir Rúna. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar segir að landsmenn þurfi að venjast því að hér sé viðvarandi lyfjaskortur. Lyfjayfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum séu að fást við sama vanda. Nú skorti um hundrað lyf hér á landi og ástandið geti orðið alvarlegt. Skorturinn sé hins vegar helmingi meiri í Noregi. Lyfsalar og Læknafélag Íslands hafa komið fram og lýst yfir að óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hafi verið á landinu undanfarin misseri. Þetta valdi því að oft taki afgreiðsla lyfja lengri tíma en ella og ekki sé lengur nóg að í apótekum sé aðeins einn lyfjafræðingur á vakt hverju sinni. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir ekki útlit fyrir að þetta breytist. „Þetta er viðvarandi ástand og hefur verið og lyfjastofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum eru líka að fást við þetta,“ segir Rúna. Hún segir að hér á landi skorti innan við hundrað lyf en skorturinn sé til að mynda um helmingi meiri í Noregi. „Við höfum ekki lent í því ennþá en það getur komið til alvarlegs lyfjaskorts,“ segir hún.Framleiðslan komin á of fáar hendur Ýmsar ástæður geta verið fyrir lyfjaskortinum. „Oft er þetta þannig að hráefnin og lokaafurðinn eru komin á fárra hendur svo ef það kemur eitthvað upp í framleiðsluferlinu hefur það víðtaæk áhrif um allan heim,“ segir Rúna. Þá hafi kröfur við flutning og losun lyfja aukist. Loks hafi markaðsleyfi lyfja verið færð til vegna Brexit. Kvartað hefur verið yfir ferlinu sem tekur við þegar sækja þarf um undanþágulyf en þá þurfa sjúklingar að fá nýjan lyfseðil hjá lækni. Rúna segir að það mál sé að einhverju leiti leyst í nýjum lyfjalögum. „Í nýjum lyfjalögum sem ráðherra leggur fyrir alþingi á komandi þingi er kveðið á um rýmri heimildir til að ávísa undanþágulyfjum þannig að það þarf ekki alltaf að leita til læknis þegar slíka mál koma upp,“ segir Rúna sem bætir við að þetta ástand þýði að allir sem koma að málaflokknum þurfi að vera lausnamiðaðir. Lyfjastofnun hefur einnig þurft að bregðast við skortinum hjá sér. „Við höfum þurft að bregðast við lyfjaskortinum hjá okkur með því að bæta við heilu stöðugildi. Og svo eru fjölmargar deildir innan stofnunarinnar sem koma að þessu máli,“ segir Rúna.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira