Ágústa hefur verið búsett erlendis í þónokkur ár og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum þar sem hún er með rúmlega átta þúsund fylgjendur á Instagram. Hún lærði ljósmyndun við School of Visual arts í London og er á mála hjá umboðsskrifstofunni No Agency.
Skrrrr get hit by a car guys & your dreams might true thank you @savagexfenty it was such a surreal experience tune into @amazonprimevideo tomorrow to watch this magical experienceView this post on Instagram
A post shared by agusta yr (@iceicebabyspice) on Sep 19, 2019 at 12:42pm PDT
Mikið var lagt í tískusýninguna og komu listamenn á borð við Migos, Halsey, DJ Khaled, ASAP Ferg og Big Sean fram á sýningunni. Þar voru flíkur úr nýjustu línu söngkonunnar til sýnis, en línan ber heitið Fenty x Savage.
Sýningin hefur hlotið einróma lof sýningargesta og hefur henni verið hrósað fyrir fjölbreyttar fyrirsætur en söngkonan hefur áður lagt áherslu á það að hún vilji að allar konur geti klæðst hönnun sinni.