Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Breiðablik 1-1 | Kópavogsliðið gulltryggði silfrið Einar Kárason skrifar 22. september 2019 16:30 vísir/bára Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki eins og þeir eru best á kosnar þegar leikur ÍBV og Breiðabliks var flautaður af stað á Hásteinsvelli í dag. Hávaðarok var í Vestmannaeyjum og völlurinn mígandi blautur. Mikill vindur var á annað markið og voru það Eyjamenn sem hófu leik með gustinn í bakið. ÍBV sóttu nánast látlaust fyrstu mínúturnar og ætluðu greinilega að láta vindinn telja. Þeim gekk þó illa að skapa sér marktækifæri og óteljandi mislukkuð föst leikatriði voru áberandi í þeirra leik. Gary Martin var atkvæðamestur í sóknarleik heimamanna og átti nokkur skot sem Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður gestanna átti í litlum vandræðum með. Þrátt fyrir yfirburði ÍBV voru það gestirnir sem brutu ísinn. Thomas Mikkelsen fékk þá boltann úti á hægri væng og gerði vel í að komast framhjá varnarmönnum ÍBV áður en hann sendi hnitmiðaða sendingu inn í teig þar sem Höskuldur Gunnlaugsson var mættur. Höskuldur var aleinn og hafði tíma til að athafna sig áður en hann setti boltann í netið framhjá Halldóri Páli Geirssyni í marki ÍBV. Sú forusta lifði þó ekki lengi því einungis mínútum síðar var brotið á Sigurði Arnari Magnússyni inni í teig Blika og vítaspyrna dæmd. Á punktinn steig Gary Martin sem skoraði af öryggi framhjá Gunnleifi. Bæði lið áttu tilraunir eftir þetta en án þess að hitta rammann áður en flautað var til hálfleiks. Breiðablik sóttu síðari hálfleikinn með vindinn í bakið og Eyjamenn þéttu raðirnar og stilltu upp múr fyrir framan teiginn. Seinni 45 mínúturnar fóru nánast eingöngu fram á vallarhelmingi ÍBV en gestirnir áttu þó í stökustu vandræðum með að brjóta niður vörnina. Eftir um klukkustundar leik fengu Höskuldur og Gísli Eyjólfsson ágætis færi til að koma gestunum yfir en skot þeirra framhjá markinu. Gísli, Alexander Helgi Sigurðarson og Viktor Örn Margeirsson áttu svo tilraunir sem Halldór Páll átti í litlum vandræðum með. Besta færi Eyjamanna í síðari hálfleik kom eftir skyndisókn en skalli Jonathan Franks eftir undirbúning Diogo Coelho fór í varnarmann. Það fór því svo að ekki voru fleiri mörk skoruð og 1-1 jafntefli lokaniðurstaðan.Af hverju fór sem fór? Aðstæður í dag voru ekki til að hjálpa til við að spila fallegan fótbolta. Mikið var um tæklingar og miðjumoð og minna um ákjósanleg færi til að skora mörk. Bæði lið reyndu en án árangurs. Jafntefli verður að teljast sanngjörn niðurstaða.Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍBV var Nökkvi Már Nökkvason að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði í efstu deild og skilaði sínu hlutverki vel. Hann spilaði djúpur á miðjunni og vann sem skjöldur fyrir framan vörn ÍBV. Óhræddur við návígi og duglegur að henda sér fyrir sendingar og skot. Þá átti Sigurður Arnar einnig flottan leik í varnarlínunni. Hjá gestunum var það markaskorarinn Höskuldur Gunnlaugsson sem var manna hættulegastur. Skoraði gott mark og er alltaf hættulegur. Guðjón Pétur Lýðsson átti einnig fínan leik fyrir gestina.Hvað gekk illa? Að spila fótbolta. Vindur og mígblautur völlur í leik þar sem boltanum var mikið spyrnt upp í loft þar sem vindurinn tók völd. Einnig gekk Eyjamönnum afskaplega illa að nýta sér föst leikatriði. Nánast hver einasta aukaspyrna og hornspyrna fóru beint afturfyrir endamörk.Hvað gerist næst? ÍBV fara í Garðabæinn þar sem liðið leikur sinn síðasta leik í efstu deild í bili gegn Stjörnunni. Blikar náðu með jafntefli að tryggja annað sætið í deildinni og fá topplið KR í heimsókn í lokaleiknum.Gary: Er samningsbundinn ÍBV en ef þeir vilja selja mig þá ráða þeir því „Í fyrsta lagi hefði þessi leikur aldrei átt að fara fram,” sagði Gary Martin, framherji ÍBV, eftir 1-1 jafntefli Eyjamanna gegn Breiðablik á heimavelli. „Reglurnar sögðu að hann þyrfti að vera spilaður þannig að hann fór fram. Við vörðumst allan seinni hálfleikinn en áttum fyrri hálfleikinn. Stig er stig svo við erum sáttir.” „Ég trúði því ekki (þegar Blikar komust yfir). Ég var bara sáttur að það var ekki Thomas (Mikkelsen) sem skoraði. Neinei, mér var sama hver skoraði. Það er aldrei gott að fá á sig mark. Við þurftum að bregðast við og ég náði inn mínu marki. Mér fannst þeir aldrei eiga að skora í fyrri hálfleik. Þeir fengu samt betri færi í fyrri hálfleik en þeim síðari. Við hefðum getað unnið. Ég hefði getað skorað mark í fyrri hálfleik en misreiknaði vindinn.” Gary er í baráttu um gullskóinn og fyrir leik var Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks búinn að skora einu marki fleiri en Gary. Hann var því ánægður með sitt lið í dag. „Vörnin ásamt markmanni var frábær í dag. Þeir unnu sína vinnu. Ég sagði við þá fyrir leik að það væri ekki nóg að ég myndi gera mitt heldur þyrftu þeir að halda Blikum í skefjum. Nú förum við í síðasta leikinn og reynum að vinna hann. Það að ná inn 12 mörkum í 14 leikjum í þessari deild er fáránlegt svo ég er ánægður með sjálfan mig. Ég væri til í að vinna gullskóinn.” „Ég vonast til að skora í síðasta leiknum. Ég þarf að skora til að vinna gullskóinn og Hilmar (Árni Halldórsson) þarf að taka því rólega. Ég fer í síðasta leikinn með markmið.” Margir furðuðu sig á því þegar Gary Martin samdi við ÍBV og en fleiri urðu hissa þegar hann samdi um áframhaldandi samstarf þar sem framherjinn myndi spila með liðinu í Inkasso deildinni næsta sumar. „Ég er samningsbundinn. Ég samdi við ÍBV vegna þess að ég skulda þeim. Þeir tóku við mér þegar ég var hugarfar mitt var á slæmum stað. Allir hafa verið að spyrja mig hvort ég ætli að spila í Inkasso að ári. Ég er samningsbundinn. Ef ÍBV vilja selja mig þá ráða þeir því. Þeir stjórna framhaldinu. Ég samdi við þá vegna þess að ÍBV hafa komið vel fram við mig og hafa verið frábærir. Það er ástæðan. Ég vildi borga þeim til baka.” „Ég er leikmaður ÍBV. Ef ég verð áfram leikmaður ÍBV verð ég ánægður. Þá hef ég það markmið að koma liðinu upp úr Inkasso deildinni að ári. Ef ekki, þá veit maður aldrei. En ég er leikmaður ÍBV og er samningsbundinn,” sagði Gary að lokum.Ágúst: Sanngjarnt ,,Þetta var bara sanngjarnt fannst mér,” sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir leik. ,,Erfiðar aðstæður sem menn vissu fyrirfram. Undirbúningurinn ömurlegur fyrir mitt lið, bara fyrir lið í fótbolta að búa sig undir. Að vera ælandi og spúandi kvöldi fyrir leik. Auðvitað eru Eyjamenn þessu vanir og hafa gert þetta mjög oft. En eins og ég segi er þetta ekki boðlegt að hafa þennan undirbúning. Aðstæður mjög erfiðar.” Mikill vindur var í Eyjum og völlurinn rennandi blautur. ,,Það er erfitt að halda boltanum niðri. Eins góð og fótboltaliðin á vellinum eru þá var þetta mikill háloftabolti og boltinn alltaf út fyrir endalínu. Þetta eru erfiðar aðstæður sem á ekki að bjóða fótboltafólki upp á.” Blikar komust yfir þrátt fyrir að ÍBV hafi sótt töluvert meira frá byrjun með vindinn í bakið. ,,Þetta var gott mark. Skyndisókn. Við fórum í 3-4 sóknir í fyrri hálfleik útaf aðstæðum og skoruðum úr einni þeirra. Þeir fá svo ódýrt víti sem þeir jafna úr. Seinni hálfleikurinn var aðeins daufari og kannski ekki okkar besti hálfleik. Vorum með vindinn í bakið en áttum erfitt með að hemja boltann. Niðurstaðan er sanngjörn.” ,,Hann segist ekki hafa látið sig detta,” sagði Ágúst um vítaspyrnudóminn þegar Sigurður Arnar Magnússon féll í teig Blika. ,,Það var kannski einhver hrinding þarna en hún var lítil og þetta var ódýrt víti.” ,,Ég kenni dálítið aðstæðum um að við náum ekki að hemja boltann og kannski mögulega ekki nógu vel gert hjá okkur heldur. Jafntefli í leik sem kannski ekki skipti öllu máli en við erum að tryggja okkur annað sætið í deildinni.” Mikið hefur verið rætt um framtíð Blika og hvort Ágúst verði áfram þjálfari liðsins. ,,Ég veit ekkert hvernig þetta endar en við erum búnir að setjast niður og erum að ræða málin. Það skýrist vonandi fljótlega,” sagði Ágúst að lokum. Pepsi Max-deild karla
Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki eins og þeir eru best á kosnar þegar leikur ÍBV og Breiðabliks var flautaður af stað á Hásteinsvelli í dag. Hávaðarok var í Vestmannaeyjum og völlurinn mígandi blautur. Mikill vindur var á annað markið og voru það Eyjamenn sem hófu leik með gustinn í bakið. ÍBV sóttu nánast látlaust fyrstu mínúturnar og ætluðu greinilega að láta vindinn telja. Þeim gekk þó illa að skapa sér marktækifæri og óteljandi mislukkuð föst leikatriði voru áberandi í þeirra leik. Gary Martin var atkvæðamestur í sóknarleik heimamanna og átti nokkur skot sem Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður gestanna átti í litlum vandræðum með. Þrátt fyrir yfirburði ÍBV voru það gestirnir sem brutu ísinn. Thomas Mikkelsen fékk þá boltann úti á hægri væng og gerði vel í að komast framhjá varnarmönnum ÍBV áður en hann sendi hnitmiðaða sendingu inn í teig þar sem Höskuldur Gunnlaugsson var mættur. Höskuldur var aleinn og hafði tíma til að athafna sig áður en hann setti boltann í netið framhjá Halldóri Páli Geirssyni í marki ÍBV. Sú forusta lifði þó ekki lengi því einungis mínútum síðar var brotið á Sigurði Arnari Magnússyni inni í teig Blika og vítaspyrna dæmd. Á punktinn steig Gary Martin sem skoraði af öryggi framhjá Gunnleifi. Bæði lið áttu tilraunir eftir þetta en án þess að hitta rammann áður en flautað var til hálfleiks. Breiðablik sóttu síðari hálfleikinn með vindinn í bakið og Eyjamenn þéttu raðirnar og stilltu upp múr fyrir framan teiginn. Seinni 45 mínúturnar fóru nánast eingöngu fram á vallarhelmingi ÍBV en gestirnir áttu þó í stökustu vandræðum með að brjóta niður vörnina. Eftir um klukkustundar leik fengu Höskuldur og Gísli Eyjólfsson ágætis færi til að koma gestunum yfir en skot þeirra framhjá markinu. Gísli, Alexander Helgi Sigurðarson og Viktor Örn Margeirsson áttu svo tilraunir sem Halldór Páll átti í litlum vandræðum með. Besta færi Eyjamanna í síðari hálfleik kom eftir skyndisókn en skalli Jonathan Franks eftir undirbúning Diogo Coelho fór í varnarmann. Það fór því svo að ekki voru fleiri mörk skoruð og 1-1 jafntefli lokaniðurstaðan.Af hverju fór sem fór? Aðstæður í dag voru ekki til að hjálpa til við að spila fallegan fótbolta. Mikið var um tæklingar og miðjumoð og minna um ákjósanleg færi til að skora mörk. Bæði lið reyndu en án árangurs. Jafntefli verður að teljast sanngjörn niðurstaða.Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍBV var Nökkvi Már Nökkvason að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði í efstu deild og skilaði sínu hlutverki vel. Hann spilaði djúpur á miðjunni og vann sem skjöldur fyrir framan vörn ÍBV. Óhræddur við návígi og duglegur að henda sér fyrir sendingar og skot. Þá átti Sigurður Arnar einnig flottan leik í varnarlínunni. Hjá gestunum var það markaskorarinn Höskuldur Gunnlaugsson sem var manna hættulegastur. Skoraði gott mark og er alltaf hættulegur. Guðjón Pétur Lýðsson átti einnig fínan leik fyrir gestina.Hvað gekk illa? Að spila fótbolta. Vindur og mígblautur völlur í leik þar sem boltanum var mikið spyrnt upp í loft þar sem vindurinn tók völd. Einnig gekk Eyjamönnum afskaplega illa að nýta sér föst leikatriði. Nánast hver einasta aukaspyrna og hornspyrna fóru beint afturfyrir endamörk.Hvað gerist næst? ÍBV fara í Garðabæinn þar sem liðið leikur sinn síðasta leik í efstu deild í bili gegn Stjörnunni. Blikar náðu með jafntefli að tryggja annað sætið í deildinni og fá topplið KR í heimsókn í lokaleiknum.Gary: Er samningsbundinn ÍBV en ef þeir vilja selja mig þá ráða þeir því „Í fyrsta lagi hefði þessi leikur aldrei átt að fara fram,” sagði Gary Martin, framherji ÍBV, eftir 1-1 jafntefli Eyjamanna gegn Breiðablik á heimavelli. „Reglurnar sögðu að hann þyrfti að vera spilaður þannig að hann fór fram. Við vörðumst allan seinni hálfleikinn en áttum fyrri hálfleikinn. Stig er stig svo við erum sáttir.” „Ég trúði því ekki (þegar Blikar komust yfir). Ég var bara sáttur að það var ekki Thomas (Mikkelsen) sem skoraði. Neinei, mér var sama hver skoraði. Það er aldrei gott að fá á sig mark. Við þurftum að bregðast við og ég náði inn mínu marki. Mér fannst þeir aldrei eiga að skora í fyrri hálfleik. Þeir fengu samt betri færi í fyrri hálfleik en þeim síðari. Við hefðum getað unnið. Ég hefði getað skorað mark í fyrri hálfleik en misreiknaði vindinn.” Gary er í baráttu um gullskóinn og fyrir leik var Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks búinn að skora einu marki fleiri en Gary. Hann var því ánægður með sitt lið í dag. „Vörnin ásamt markmanni var frábær í dag. Þeir unnu sína vinnu. Ég sagði við þá fyrir leik að það væri ekki nóg að ég myndi gera mitt heldur þyrftu þeir að halda Blikum í skefjum. Nú förum við í síðasta leikinn og reynum að vinna hann. Það að ná inn 12 mörkum í 14 leikjum í þessari deild er fáránlegt svo ég er ánægður með sjálfan mig. Ég væri til í að vinna gullskóinn.” „Ég vonast til að skora í síðasta leiknum. Ég þarf að skora til að vinna gullskóinn og Hilmar (Árni Halldórsson) þarf að taka því rólega. Ég fer í síðasta leikinn með markmið.” Margir furðuðu sig á því þegar Gary Martin samdi við ÍBV og en fleiri urðu hissa þegar hann samdi um áframhaldandi samstarf þar sem framherjinn myndi spila með liðinu í Inkasso deildinni næsta sumar. „Ég er samningsbundinn. Ég samdi við ÍBV vegna þess að ég skulda þeim. Þeir tóku við mér þegar ég var hugarfar mitt var á slæmum stað. Allir hafa verið að spyrja mig hvort ég ætli að spila í Inkasso að ári. Ég er samningsbundinn. Ef ÍBV vilja selja mig þá ráða þeir því. Þeir stjórna framhaldinu. Ég samdi við þá vegna þess að ÍBV hafa komið vel fram við mig og hafa verið frábærir. Það er ástæðan. Ég vildi borga þeim til baka.” „Ég er leikmaður ÍBV. Ef ég verð áfram leikmaður ÍBV verð ég ánægður. Þá hef ég það markmið að koma liðinu upp úr Inkasso deildinni að ári. Ef ekki, þá veit maður aldrei. En ég er leikmaður ÍBV og er samningsbundinn,” sagði Gary að lokum.Ágúst: Sanngjarnt ,,Þetta var bara sanngjarnt fannst mér,” sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir leik. ,,Erfiðar aðstæður sem menn vissu fyrirfram. Undirbúningurinn ömurlegur fyrir mitt lið, bara fyrir lið í fótbolta að búa sig undir. Að vera ælandi og spúandi kvöldi fyrir leik. Auðvitað eru Eyjamenn þessu vanir og hafa gert þetta mjög oft. En eins og ég segi er þetta ekki boðlegt að hafa þennan undirbúning. Aðstæður mjög erfiðar.” Mikill vindur var í Eyjum og völlurinn rennandi blautur. ,,Það er erfitt að halda boltanum niðri. Eins góð og fótboltaliðin á vellinum eru þá var þetta mikill háloftabolti og boltinn alltaf út fyrir endalínu. Þetta eru erfiðar aðstæður sem á ekki að bjóða fótboltafólki upp á.” Blikar komust yfir þrátt fyrir að ÍBV hafi sótt töluvert meira frá byrjun með vindinn í bakið. ,,Þetta var gott mark. Skyndisókn. Við fórum í 3-4 sóknir í fyrri hálfleik útaf aðstæðum og skoruðum úr einni þeirra. Þeir fá svo ódýrt víti sem þeir jafna úr. Seinni hálfleikurinn var aðeins daufari og kannski ekki okkar besti hálfleik. Vorum með vindinn í bakið en áttum erfitt með að hemja boltann. Niðurstaðan er sanngjörn.” ,,Hann segist ekki hafa látið sig detta,” sagði Ágúst um vítaspyrnudóminn þegar Sigurður Arnar Magnússon féll í teig Blika. ,,Það var kannski einhver hrinding þarna en hún var lítil og þetta var ódýrt víti.” ,,Ég kenni dálítið aðstæðum um að við náum ekki að hemja boltann og kannski mögulega ekki nógu vel gert hjá okkur heldur. Jafntefli í leik sem kannski ekki skipti öllu máli en við erum að tryggja okkur annað sætið í deildinni.” Mikið hefur verið rætt um framtíð Blika og hvort Ágúst verði áfram þjálfari liðsins. ,,Ég veit ekkert hvernig þetta endar en við erum búnir að setjast niður og erum að ræða málin. Það skýrist vonandi fljótlega,” sagði Ágúst að lokum.