Tveggja ára dómur fyrir nauðgun á Þjóðhátíð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2019 17:08 Frá Þjóðhátíð í Eyjum. Vísir/Sigurjón Landsréttur hefur dæmt Helga Fannar Sæþórsson í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa, á Þjóðhátíð 2015, nauðgað konu sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Landsréttur þyngdi dóm úr héraði fyrir einu og hálfu ári en þar var Helgi Fannar dæmdur í 20 mánaða fangelsi. Þá er Helgi dæmdur til þess að greiða konunni 1,6 milljón krónur í miskabætur. 21 mánuður af refsingunni er skilorðsbundinn vegna þess hve mikill dráttur hefur orðið á málinu hjá ákæruvaldinu. Brotaþoli lagði fram kæru þann 6. ágúst árið 2015. Þar sagðist hún hafa farið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum helgina áður ásamt tveimur vinum sínum. Í Herjólfi hafði hún hitt hinn dæmda, sem bauð henni og vinum hennar að tjalda á sama svæði og hann og vinir hans og þau hafi þegið það. Á föstudeginum, þann 31. júlí, hafi hún byrjað að drekka um hádegi og mundi lítið eftir það. Hún hafi þó munað eftir að hafa allur hópurinn hafi setið í hring í brekkunni og spilað, dansað og sungið. Henni hafi síðar verið sagt að hún hafi dáið áfengisdauða í brekkunni klukkan ellefu um kvöldið og þá hafi Helgi farið með henni í tjaldið hennar. Næsta morgun hafi hún vaknað í öllum fötunum. Hún hafði ekki vör við né séð merki um að hún hefði haft samfarir um nóttina.Vildi biðjast fyrirgefningar Á laugardeginum hafi Helgi sagt henni hversu drukkin hún var þegar hann fór með hana í tjaldið, en aldrei minnst á að eitthvað hefði gerst á milli þeirra. Hins vegar hafi vinur hennar spurt hana ítrekað hvort hún hefði sofið hjá Helga. Hún hafi neitað því og sagðist ekki trúa að það hefði gerst. Á sunnudeginum hafi vinur hennar sagst hafa komið inn í tjaldið um nóttina og hafi þá séð Helga ofan á henni naktri. Eftir þetta hafi hún forðast Helga en seinna um daginn hafi hann viljað ræða við hana og hún fallist á það. Þá sagði hann að hún hafi dáið hjá honum í brekkunni og hann hafi fylgt henni í tjaldið. Þegar þangað var komið og hann hafði verið að hjálpa henni úr skónum hafi hún beðið hann um að leggjast við hliðina á sér. Hann hafi túlkað það sem svo að hann mætti gera það sem hann vildi. Þá hafi vinur hennar komið inn í tjaldið og þá hafi hann farið strax af henni. Honum liði eins og hann hefði nauðgað henni og vildi biðjast fyrirgefningar.Viðurkenndi samfarir Konan fór frá Eyjum þann 3. ágúst og leitaði sama dag á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis. Í niðurstöðum læknis segir að Helgi hafi viðurkennt samfarir bæði við hana og í SMS-i og að hún væri í uppnámi við skoðun. Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa haft samræði við konuna en neitaði að það hefði verið án vilja hennar og vitundar. Fyrir dómi báru vitni ýmsir sem voru með fólkinu í för þessa helgi. Meðal annars einn vinur konunnar sem kvaðst hafa fengið SMS frá honum eftir helgina og að í þeim skilaboðum hafi Helgi beðið hann um að „bakka hann upp.“ Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að Helgi hefði gerst sekur um gróft og alvarlegt brot gegn brotaþola og kynfrelsi konunnar. Hann hafi þó skýrt af hreinskilni frá sinni hlið málsins, þó að dómurinn fallist ekki á að kynmökin hafi verið með samþykki hennar. Þá beri að taka tillit til þess að brotið átti sér stað 31. júlí 2015 og lögreglurannsókn var að fullu lokið í nóvember það sama ár. Þrátt fyrir það var ákæra ekki gefin út fyrr en þann 22. janúar árið 2018. Dómsmál Kynferðisofbeldi Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Landsréttur hefur dæmt Helga Fannar Sæþórsson í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa, á Þjóðhátíð 2015, nauðgað konu sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Landsréttur þyngdi dóm úr héraði fyrir einu og hálfu ári en þar var Helgi Fannar dæmdur í 20 mánaða fangelsi. Þá er Helgi dæmdur til þess að greiða konunni 1,6 milljón krónur í miskabætur. 21 mánuður af refsingunni er skilorðsbundinn vegna þess hve mikill dráttur hefur orðið á málinu hjá ákæruvaldinu. Brotaþoli lagði fram kæru þann 6. ágúst árið 2015. Þar sagðist hún hafa farið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum helgina áður ásamt tveimur vinum sínum. Í Herjólfi hafði hún hitt hinn dæmda, sem bauð henni og vinum hennar að tjalda á sama svæði og hann og vinir hans og þau hafi þegið það. Á föstudeginum, þann 31. júlí, hafi hún byrjað að drekka um hádegi og mundi lítið eftir það. Hún hafi þó munað eftir að hafa allur hópurinn hafi setið í hring í brekkunni og spilað, dansað og sungið. Henni hafi síðar verið sagt að hún hafi dáið áfengisdauða í brekkunni klukkan ellefu um kvöldið og þá hafi Helgi farið með henni í tjaldið hennar. Næsta morgun hafi hún vaknað í öllum fötunum. Hún hafði ekki vör við né séð merki um að hún hefði haft samfarir um nóttina.Vildi biðjast fyrirgefningar Á laugardeginum hafi Helgi sagt henni hversu drukkin hún var þegar hann fór með hana í tjaldið, en aldrei minnst á að eitthvað hefði gerst á milli þeirra. Hins vegar hafi vinur hennar spurt hana ítrekað hvort hún hefði sofið hjá Helga. Hún hafi neitað því og sagðist ekki trúa að það hefði gerst. Á sunnudeginum hafi vinur hennar sagst hafa komið inn í tjaldið um nóttina og hafi þá séð Helga ofan á henni naktri. Eftir þetta hafi hún forðast Helga en seinna um daginn hafi hann viljað ræða við hana og hún fallist á það. Þá sagði hann að hún hafi dáið hjá honum í brekkunni og hann hafi fylgt henni í tjaldið. Þegar þangað var komið og hann hafði verið að hjálpa henni úr skónum hafi hún beðið hann um að leggjast við hliðina á sér. Hann hafi túlkað það sem svo að hann mætti gera það sem hann vildi. Þá hafi vinur hennar komið inn í tjaldið og þá hafi hann farið strax af henni. Honum liði eins og hann hefði nauðgað henni og vildi biðjast fyrirgefningar.Viðurkenndi samfarir Konan fór frá Eyjum þann 3. ágúst og leitaði sama dag á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis. Í niðurstöðum læknis segir að Helgi hafi viðurkennt samfarir bæði við hana og í SMS-i og að hún væri í uppnámi við skoðun. Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa haft samræði við konuna en neitaði að það hefði verið án vilja hennar og vitundar. Fyrir dómi báru vitni ýmsir sem voru með fólkinu í för þessa helgi. Meðal annars einn vinur konunnar sem kvaðst hafa fengið SMS frá honum eftir helgina og að í þeim skilaboðum hafi Helgi beðið hann um að „bakka hann upp.“ Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að Helgi hefði gerst sekur um gróft og alvarlegt brot gegn brotaþola og kynfrelsi konunnar. Hann hafi þó skýrt af hreinskilni frá sinni hlið málsins, þó að dómurinn fallist ekki á að kynmökin hafi verið með samþykki hennar. Þá beri að taka tillit til þess að brotið átti sér stað 31. júlí 2015 og lögreglurannsókn var að fullu lokið í nóvember það sama ár. Þrátt fyrir það var ákæra ekki gefin út fyrr en þann 22. janúar árið 2018.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira