Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Kristján Már Unnarsson skrifar 20. september 2019 20:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, ræðir við Stöðvar 2-menn í dag. Vísir/Vilhelm, Icelandair hefur frestað ákvörðun um endurnýjun flugflotans, sem til stóð að taka fyrir mánaðamót, vegna óvissu um Boeing 737 MAX-vélarnar. Forstjórinn segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að það muni fara leikandi í gegnum MAX-kyrrsetninguna. Rætt var við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, í fréttum Stöðvar 2. Icelandair tilkynnti síðdegis að félagið hefði gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem það hefði orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX-vélanna. Upplýsingar um samkomulagið eru trúnaðarmál og munu viðræður við Boeing halda áfram um að fá heildartjónið bætt.Sjá nánar hér: Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur. Ráðamenn Icelandair skýrðu frá því fyrr á árinu að þeir væru að skoða þrjá möguleika við endurskoðun flotastefnu félagsins: Í fyrsta lagi óbreyttan flota næstu fimm árin með nýju MAX-vélunum og halda lengur í gömlu 757 og 767-vélarnar. Í öðru lagi að fara fyrr úr 757 vélunum en taka Airbus A321 inn með MAX-vélunum. Og í þriðja lagi að skipta alfarið yfir í Airbus-vélar.Boeing 767 og 757-vélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Félagið leitar að heppilegum arftaka þeirra.Vísir/Vilhelm.Þegar hver vél kostar í kringum tíu milljarða króna, jafnvel meira, er ljóst að verið er að tala um ákvörðun upp á kannski 100-200 milljarða króna, - ákvörðun sem til stóð að taka á þriðja ársfjórðungi, fyrir lok septembermánaðar, - en hefur núna verið frestað. Forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, segir ástæðuna vera óvissuna vegna kyrrsetningar MAX-vélanna. En hvenær er líklegt að niðurstaða um nýja flotastefnu liggi fyrir? „Ja, bara þegar við höfum svona skýrari mynd á MAX-málið, þá mun þessi ákvörðun verða tekin.“Boeing 797, breiðþota af minni gerðinni, hefur verið talin mögulegur valkostur fyrir Icelandair. Boeing hefur frestað ákvörðun um smíði hennar meðan óvissa er um MAX-vélina.En vill Icelandair bíða eftir því hvort Boeing ákveði smíði nýrrar þotu sem nefnd er 797? „Nei, það er ekki hluti af þessari vinnu, sem við erum að vinna núna, hvorki að bíða eftir henni né í rauninni að skoða hana.“ Forstjóri Icelandair hafði raunar áður lýst því yfir að Airbus byði fram besta arftaka Boeing 757. „Ja, þessi Airbus-vél, 321 LR og svo XLR, hún getur gert ansi margt í okkar leiðakerfi og við erum þessvegna að skoða hana mjög vel,“ segir Bogi Nils.Airbus A321XLR var kynnt til leiks á flugsýningunni í París í vor. Hún þykir einhver sterkasti arftaki Boeing 757.Teikning/Airbus.Kyrrsetning MAX-vélanna gæti dregist enn frekar. Þannig sagðist forstjóri Ryanair í gær telja raunhæft að fá þær í notkun í kringum mánaðamótin febrúar-mars. Icelandair miðar við janúar. „Það er náttúrulega alltaf með hverjum deginum sem líður, án þess að við fáum einhverjar svona upplýsingar sem hönd er á festandi, þá getur verið að þetta tefjist enn lengra. En janúar er ennþá sú dagsetning sem við erum að miða við,“ segir Bogi.Bogi Nils Bogason í viðtali við Stöð 2 í dag.Vísir/Vilhelm.Athygli vakti í gær að hagfræðiprófessorinn Gylfi Zoëga velti upp þeirri spurningu á þingnefndarfundi hvenær eiginfjárstaða Icelandair kæmist á hættulegt stig. Sjá hér: Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing „Að mínu mati voru þessi ummæli hans mjög ógætileg fyrir mann í hans stöðu á þessum vettvangi. Við höfum haft þá stefnu að vera með mjög sterka lausafjárstöðu og eiginfjárstöðu. Ef við kíkjum á efnahagsreikning félagsins í síðasta uppgjöri 30. júní þá er staðan sterk. MAX-málið er náttúrlega að hafa mikil áhrif og við erum í viðræðum við Boeing hvað varðar bætur og þeim miðar ágætlega. En staðan er það sterk að við förum alveg í gegnum þetta leikandi,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Icelandair hefur frestað ákvörðun um endurnýjun flugflotans, sem til stóð að taka fyrir mánaðamót, vegna óvissu um Boeing 737 MAX-vélarnar. Forstjórinn segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að það muni fara leikandi í gegnum MAX-kyrrsetninguna. Rætt var við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, í fréttum Stöðvar 2. Icelandair tilkynnti síðdegis að félagið hefði gert bráðabirgðasamkomulag við Boeing um bætur fyrir hluta þess tjóns sem það hefði orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX-vélanna. Upplýsingar um samkomulagið eru trúnaðarmál og munu viðræður við Boeing halda áfram um að fá heildartjónið bætt.Sjá nánar hér: Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur. Ráðamenn Icelandair skýrðu frá því fyrr á árinu að þeir væru að skoða þrjá möguleika við endurskoðun flotastefnu félagsins: Í fyrsta lagi óbreyttan flota næstu fimm árin með nýju MAX-vélunum og halda lengur í gömlu 757 og 767-vélarnar. Í öðru lagi að fara fyrr úr 757 vélunum en taka Airbus A321 inn með MAX-vélunum. Og í þriðja lagi að skipta alfarið yfir í Airbus-vélar.Boeing 767 og 757-vélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Félagið leitar að heppilegum arftaka þeirra.Vísir/Vilhelm.Þegar hver vél kostar í kringum tíu milljarða króna, jafnvel meira, er ljóst að verið er að tala um ákvörðun upp á kannski 100-200 milljarða króna, - ákvörðun sem til stóð að taka á þriðja ársfjórðungi, fyrir lok septembermánaðar, - en hefur núna verið frestað. Forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, segir ástæðuna vera óvissuna vegna kyrrsetningar MAX-vélanna. En hvenær er líklegt að niðurstaða um nýja flotastefnu liggi fyrir? „Ja, bara þegar við höfum svona skýrari mynd á MAX-málið, þá mun þessi ákvörðun verða tekin.“Boeing 797, breiðþota af minni gerðinni, hefur verið talin mögulegur valkostur fyrir Icelandair. Boeing hefur frestað ákvörðun um smíði hennar meðan óvissa er um MAX-vélina.En vill Icelandair bíða eftir því hvort Boeing ákveði smíði nýrrar þotu sem nefnd er 797? „Nei, það er ekki hluti af þessari vinnu, sem við erum að vinna núna, hvorki að bíða eftir henni né í rauninni að skoða hana.“ Forstjóri Icelandair hafði raunar áður lýst því yfir að Airbus byði fram besta arftaka Boeing 757. „Ja, þessi Airbus-vél, 321 LR og svo XLR, hún getur gert ansi margt í okkar leiðakerfi og við erum þessvegna að skoða hana mjög vel,“ segir Bogi Nils.Airbus A321XLR var kynnt til leiks á flugsýningunni í París í vor. Hún þykir einhver sterkasti arftaki Boeing 757.Teikning/Airbus.Kyrrsetning MAX-vélanna gæti dregist enn frekar. Þannig sagðist forstjóri Ryanair í gær telja raunhæft að fá þær í notkun í kringum mánaðamótin febrúar-mars. Icelandair miðar við janúar. „Það er náttúrulega alltaf með hverjum deginum sem líður, án þess að við fáum einhverjar svona upplýsingar sem hönd er á festandi, þá getur verið að þetta tefjist enn lengra. En janúar er ennþá sú dagsetning sem við erum að miða við,“ segir Bogi.Bogi Nils Bogason í viðtali við Stöð 2 í dag.Vísir/Vilhelm.Athygli vakti í gær að hagfræðiprófessorinn Gylfi Zoëga velti upp þeirri spurningu á þingnefndarfundi hvenær eiginfjárstaða Icelandair kæmist á hættulegt stig. Sjá hér: Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing „Að mínu mati voru þessi ummæli hans mjög ógætileg fyrir mann í hans stöðu á þessum vettvangi. Við höfum haft þá stefnu að vera með mjög sterka lausafjárstöðu og eiginfjárstöðu. Ef við kíkjum á efnahagsreikning félagsins í síðasta uppgjöri 30. júní þá er staðan sterk. MAX-málið er náttúrlega að hafa mikil áhrif og við erum í viðræðum við Boeing hvað varðar bætur og þeim miðar ágætlega. En staðan er það sterk að við förum alveg í gegnum þetta leikandi,“ segir forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28
Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota Airbus er meðal þeirra sem helst koma til greina. 18. júní 2019 22:14
Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00