Enski boltinn

Tíu ár frá sigurmarki Owen á 95. mínútu í baráttunni um Manchester | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Owen skorar sigurmarkið framhjá Shay Given.
Owen skorar sigurmarkið framhjá Shay Given. vísir/getty
Í dag eru tíu ár frá því að enski framherjinn, Michael Owen, skoraði sigurmarkið í grannaslagnum milli Manchester United og Manchester City.

Leikurinn er einn sá skemmtilegasti grannaslagur í manna minnum en leiknum endaði með 4-3 sigri United þar sem sigurmarkið kom á 95. mínútu.

United náði í þrígang forystunni í leiknum en alltaf kom City til baka. Sigurmarkið kom nánast með síðustu spyrnu leiksins og það gerði fyrrum enski landsliðsmaðurinn með sínu fyrsta marki á Old Trafford.







Leikurinn var árið 2012 valinn besti leikur í sögu tuttugu ára feril ensku úrvalsdeildarinnar á hátíð sem var haldið það árið en slík var skemmtunin í þessum leik.

Manchester United endaði í 2. sætinu með 85 stig, einu stigi á eftir Chelsea, en Man. City endaði í fimmta sætinu með 67 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×