Enski boltinn

Solskjær segir það rétta ákvörðun að láta Lukaku og Sanchez fara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær þakkar stuðningsmönnum Man. Utd fyrir stuðninginn í gær.
Solskjær þakkar stuðningsmönnum Man. Utd fyrir stuðninginn í gær. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að sú ákvörðun að láta Romelu Lukaku og Alexis Sanchez fara frá félaginu hafi verið rétt að sínu mati.

Manchester United vann 1-0 sigur á Rúnari Má Sigurjónssyni og félögum í Astana í gærkvöldi en sigurmarkið skoraði hinn ungi og efnilegi Mason Greenwood.

Norðmaðurinn hrósaði Greenwood mikið fyrir leikinn og það hélt áfram eftir leikinn.

„Þegar hann kemst inn í vítateiginn þá veistu að eitthvað er að fara gerast. Hann getur farið inn á við og einnig utan á. Frábær afgreiðsla í klofið á markverðinum. Oftast er það opið,“ sagði Solskjær eftir leikinn.

„Það er eðlilegt fyrir hann að spila fótbolta og eðlilegt skora mörk. Eins og ég sagði þá veit hann hvernig á að sparka í boltann. Hann sýndi glefsur af því sem kom skal í dag.“







Solskjær var spurður á blaðamannafundi í gær hvort að það væri ekki bratt að láta Sanchez og Lukaku fara og vera bara með unga og efnilega leikmenn eins og Greenwood í þeirra stað.

„Þetta var rétt ákvörðun að mínu mati,“ sagði hann um brotthvarf stórstjarnanna tveggja og aftur að Greenwood: „Ég held að fyrir hann og félagið þá verði hann mikilvægur fyrir okkur á þessu tímabili.“

„Hann hefur ekki spilað svo mikið á þessu tímabili en hann mun fá mínútu og vaxa og dafna,“ sagði Norðmaðurinn.

Manchester United mætir West Ham á sunnudaginn á útivelli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×