Enski boltinn

Liverpool vill gera Mane að þeim launahæsta tæpu ári eftir að hann skrifaði undir nýjan samning

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sadio Mane.
Sadio Mane. vísir/getty
Liverpool er í viðræðum við Sadio Mane um nýjan samning þrátt fyrir að Senegalinn hafi skrifað undir samning í nóvember fyrir tæpu ári.

Tæplega áru síðar eru Liverpool og Mane aftur byrjað að ræða nýjan samning en á þessu tæpa ári hefur Mane verið einn albesti leikmaður Liverpool.

Mane var einn þeirra sem vann Gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en hann skoraði 22 mörk er Liverpool endaði einu stigi á eftir Manchester City.







Hann hefur farið á kostum á nýrri leiktíð en ítalski blaðamaðurinn, Nicolo Schira, greinir frá því að Liverpool og Mane hafi tekið aftur upp samningaviðræðurnar.

Síðast þegar framherji skrifaði undir samning var það samningur upp á 150 þúsund pund í vikulaun en nú er talið að Mane fái um 220 þúsund á fimm og hálfs árs samningi.

Það myndi gera Mane að launahæsti leikmanni Liverpool en Roberto Firmino og Virgil van Dijk eru nú á samningi upp á 180 þúsund pund á viku.

Liverpool mætir Chelsea á sunnudaginn í stórleik helgarinnar í enska boltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×