Samkvæmt úrskurði FIFA þarf Cardiff City að greiða Nantes 5,3 milljónir punda fyrir Emiliano Sala.
Argentínski framherjinn lést í flugslysi í janúar þegar hann var á leið frá Frakklandi til Wales.
Cardiff og Nantes komust að samkomulagi um 15 milljóna punda kaupverð á Sala.
Cardiff neitaði að greiða Nantes fyrir Sala á þeim forsendum að hann hafi ekki verið skráður leikmaður liðsins þegar hann lést.
Nú hefur dómstóll FIFA komist að þeirri niðurstöðu að Cardiff þurfi að greiða fyrstu greiðslu sem samið var um. Hún er 5,3 milljóna punda há.
Enski boltinn