Kjaradeilu BSRB við sveitarfélögin einnig vísað til ríkissáttasemjara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2019 14:17 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Aldís Pálsdóttir Aðildarfélög BSRB sem eiga í kjarasamningsviðræðum við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa vísað viðræðunum til ríkissáttasemjara. Í síðustu viku slitnaði upp úr viðræðum við ríkið og í framhaldinu hófst ferli aðildarfélaganna um vísun deilnanna til ríkissáttasemjara. „Okkar áherslur hafa legið fyrir í hálft ár eða allt frá því síðustu kjarasamningar runnu út. Kröfurnar eru þær sömu gagnvart ríkinu, Reykjavíkurborg og Sambandinu og því er það eðlilegt skref að ríkissáttasemjari taki við verkstjórninni og þannig sé gætt að samræmi,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í tilkynningu frá félaginu. Kjarasamningar flestra aðildarfélaga bandalagsins hafa verið lausir frá því í lok mars og hafa fundir staðið yfir frá því um það leyti. „Það er auðvitað miður að vera svo gott sem á sama stað í umræðu um styttingu vinnuvikunnar sex mánuðum síðar en ég er vongóð um að nú komist málin á hreyfingu,“ segir Sonja. Þá eigi enn eftir að taka til umræðu jöfnun launa milli markaða, launaþróunartryggingu og launaliðinn. BSRB hafi lagt þunga áherslu á að samið verði um jöfnun launa milli opinbera vinnumarkaðarins og hins almenna, enda sé skýrt kveðið á um jöfnun launa milli markaða í samkomulagi sem gert var í tengslum við breytingu á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna árið 2016. Í samkomulaginu hafi ríki og sveitarfélög skuldbundið sig til að leiðrétta launamuninn innan tíu ára. Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Viðræður tekið langan tíma en miðar áfram Samningar allra opinberra starfsmanna hafa verið lausir frá því í vor en þar á meðal eru rúmlega tuttugu þúsund ríkisstarfsmenn. Samninganefnd ríkisins vinnur nú að gerð rúmlega 70 kjarasamninga en stéttarfélögin sem eru á bak við þá eru enn fleiri. 27. september 2019 08:15 Kjaradeilu við ríkið vísað til ríkissáttasemjara Samningseiningar BSRB funduðu í dag eftir að slitnaði upp úr viðræðum við ríkið í gær. Niðurstaða fundarins var sú að vísa kjaradeilunni við ríki til ríkissáttasemjara. 25. september 2019 17:15 Ákveða í dag hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki komi til greina að skrifa undir nýja kjarasamninga án þess að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar. 25. september 2019 13:14 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Aðildarfélög BSRB sem eiga í kjarasamningsviðræðum við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa vísað viðræðunum til ríkissáttasemjara. Í síðustu viku slitnaði upp úr viðræðum við ríkið og í framhaldinu hófst ferli aðildarfélaganna um vísun deilnanna til ríkissáttasemjara. „Okkar áherslur hafa legið fyrir í hálft ár eða allt frá því síðustu kjarasamningar runnu út. Kröfurnar eru þær sömu gagnvart ríkinu, Reykjavíkurborg og Sambandinu og því er það eðlilegt skref að ríkissáttasemjari taki við verkstjórninni og þannig sé gætt að samræmi,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í tilkynningu frá félaginu. Kjarasamningar flestra aðildarfélaga bandalagsins hafa verið lausir frá því í lok mars og hafa fundir staðið yfir frá því um það leyti. „Það er auðvitað miður að vera svo gott sem á sama stað í umræðu um styttingu vinnuvikunnar sex mánuðum síðar en ég er vongóð um að nú komist málin á hreyfingu,“ segir Sonja. Þá eigi enn eftir að taka til umræðu jöfnun launa milli markaða, launaþróunartryggingu og launaliðinn. BSRB hafi lagt þunga áherslu á að samið verði um jöfnun launa milli opinbera vinnumarkaðarins og hins almenna, enda sé skýrt kveðið á um jöfnun launa milli markaða í samkomulagi sem gert var í tengslum við breytingu á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna árið 2016. Í samkomulaginu hafi ríki og sveitarfélög skuldbundið sig til að leiðrétta launamuninn innan tíu ára.
Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Viðræður tekið langan tíma en miðar áfram Samningar allra opinberra starfsmanna hafa verið lausir frá því í vor en þar á meðal eru rúmlega tuttugu þúsund ríkisstarfsmenn. Samninganefnd ríkisins vinnur nú að gerð rúmlega 70 kjarasamninga en stéttarfélögin sem eru á bak við þá eru enn fleiri. 27. september 2019 08:15 Kjaradeilu við ríkið vísað til ríkissáttasemjara Samningseiningar BSRB funduðu í dag eftir að slitnaði upp úr viðræðum við ríkið í gær. Niðurstaða fundarins var sú að vísa kjaradeilunni við ríki til ríkissáttasemjara. 25. september 2019 17:15 Ákveða í dag hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki komi til greina að skrifa undir nýja kjarasamninga án þess að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar. 25. september 2019 13:14 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Viðræður tekið langan tíma en miðar áfram Samningar allra opinberra starfsmanna hafa verið lausir frá því í vor en þar á meðal eru rúmlega tuttugu þúsund ríkisstarfsmenn. Samninganefnd ríkisins vinnur nú að gerð rúmlega 70 kjarasamninga en stéttarfélögin sem eru á bak við þá eru enn fleiri. 27. september 2019 08:15
Kjaradeilu við ríkið vísað til ríkissáttasemjara Samningseiningar BSRB funduðu í dag eftir að slitnaði upp úr viðræðum við ríkið í gær. Niðurstaða fundarins var sú að vísa kjaradeilunni við ríki til ríkissáttasemjara. 25. september 2019 17:15
Ákveða í dag hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki komi til greina að skrifa undir nýja kjarasamninga án þess að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar. 25. september 2019 13:14