Rúmlega hundrað eru látnir vegna mikilla flóða sem nú eru í indversku héruðunum Uttar Pradesh og Bihar.
Samgöngur eru í algjörum lamasessi og rafmagnslaust er víða, spítalar, skólar og aðrar opinberar stofnanir eru lokaðar og er óttast að tala látinna muni hækka til muna.
Einna verst er ástandið í höfuðborginni Patna í Bihar-héraði þar sem vatnsmagnið er þvílíkt að íbúar ferðast um götur borgarinnar á bátum.
Ástæður flóðanna eru miklar rigningar sem staðið hafa linnulaust á Indlandi síðan á föstudag og niðurföll á svæðinu hafa engan veginn haft undan.
Á annað hundrað látnir vegna flóða á Indlandi
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Barn á öðru aldursári lést
Innlent





Bíll valt og endaði á hvolfi
Innlent




Þrjú banaslys á fjórum dögum
Innlent