Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2019 17:01 Magnús Ólason, sem er sjötugur, fékk óvænta uppsögn í gær þegar nokkrar vikur eru í að hann láti af störfum sökum aldurs eftir hátt í fjörutíu ár í starfi. Fréttablaðið/Valli Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. Uppsögnin kemur í kjölfarið af því að Birgi Gunnarssyni var sagt upp störfum í upphafi vikunnar. Reyndur starfsmaður sem fréttastofa hefur rætt við segir ástandið óbærilegt.Hringbraut greindi frá því í gærkvöldi að Birgi hefði verið sagt upp fyrirvaralaust eftir tólf ár í starfi forstjóra. SÍBS sendi frá sér tilkynningu í morgun vegna fregnanna þar sem ástæða þótti til að skýra starfslok Birgis, reyndar mjög takmarkað þar sem tekið var fram að starfslokasamkomulag við Birgi væri trúnaðarmál. Hann mætti ekki ræða það. „Ef hann gerir það þá rífur hann samkomulagið og þá dettur niður starslokasamningurinn hjá honum, ef hann kýs að gera það,“ sagði Sveinn í samtali við Hringbraut í gær. Birgir hefur verið forstjóri undanfarin tólf ár og hafa þeir Magnús náð vel saman. Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins með í kringum 1200 sjúklinga á ári. Magnúsi Ólason staðfesti uppsögn sína í samtali við Vísi á fimmta tímanum í dag. Hann vildi þó ekki tjá sig frekar um hana að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Vísis stóð til að Magnús hætti störfum sökum aldurs á næstum vikum eða mánuðum. Stjórn SÍBS þótti tilefni til að segja honum upp störfum í dag. Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Barátta hefur verið á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Mun Birgir hafa barist mjög fyrir því að að peningarnir yrðu allir nýttir í rekstur Reykjalundar en stjórn SÍBS viljað nýta þá öðruvísi. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vistaskipti Tengdar fréttir Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. Uppsögnin kemur í kjölfarið af því að Birgi Gunnarssyni var sagt upp störfum í upphafi vikunnar. Reyndur starfsmaður sem fréttastofa hefur rætt við segir ástandið óbærilegt.Hringbraut greindi frá því í gærkvöldi að Birgi hefði verið sagt upp fyrirvaralaust eftir tólf ár í starfi forstjóra. SÍBS sendi frá sér tilkynningu í morgun vegna fregnanna þar sem ástæða þótti til að skýra starfslok Birgis, reyndar mjög takmarkað þar sem tekið var fram að starfslokasamkomulag við Birgi væri trúnaðarmál. Hann mætti ekki ræða það. „Ef hann gerir það þá rífur hann samkomulagið og þá dettur niður starslokasamningurinn hjá honum, ef hann kýs að gera það,“ sagði Sveinn í samtali við Hringbraut í gær. Birgir hefur verið forstjóri undanfarin tólf ár og hafa þeir Magnús náð vel saman. Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstöð landsins með í kringum 1200 sjúklinga á ári. Magnúsi Ólason staðfesti uppsögn sína í samtali við Vísi á fimmta tímanum í dag. Hann vildi þó ekki tjá sig frekar um hana að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Vísis stóð til að Magnús hætti störfum sökum aldurs á næstum vikum eða mánuðum. Stjórn SÍBS þótti tilefni til að segja honum upp störfum í dag. Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Barátta hefur verið á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Mun Birgir hafa barist mjög fyrir því að að peningarnir yrðu allir nýttir í rekstur Reykjalundar en stjórn SÍBS viljað nýta þá öðruvísi.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Vistaskipti Tengdar fréttir Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15