Litla Grá sögð frökk en Litla Hvít er feimin Björn Þorfinnsson skrifar 9. október 2019 06:15 Litla Grá skoðar ljósmyndara Fréttablaðsins en Litla Hvít fylgist með úr öruggri fjarlægð. Hitastig laugarinnar sem þær dveljast í verður lækkað smátt og smátt á næstu mánuðum til þess að líkja eftir þeim aðstæðum sem bíða systranna í sjókví í Klettsvík í vor. Fréttablaðið/Óskar Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít eru ört að aðlagast nýju lífi sínu í Vestmannaeyjum og braggast vel. Eins og frægt voru systurnar fluttar til landsins í júní í sumar með ærinni fyrirhöfn frá Sjanghæ í Kína. Þar hafði dýragarðurinn Shang Feng Ocean World hafði verið heimkynni þeirra í áratug eða allt frá því að þær voru handsamaðar í rússneskri lögsögu og hnepptar í ánauð. „Aðlögunarferli þeirra hefur gengið aðeins hægar en við ætluðum en allt hefur þó gengið vel. Systurnar eru duglegar að éta og þeim virðist líða mjög vel. Við erum smátt og smátt byrjuð að kæla vatnið þeirra svo það líkist sem mest því sem þær eiga í vændum í Klettsvík,“ segir Audrey Padgett, starfsmaður Sea Life-sjóðsins og talsmaður verkefnisins hér á landi. Að sögn Audrey reiknar hún með því að mjöldrunum verði sleppt í hina sérútbúnu sjókví á vormánuðum 2020 en upphaflega var gert ráð fyrir að það myndi gerast í september á þessu ári.Audrey Padgett ásamt hinni forvitnu Litlu Gráfréttablaðið/óskar„Þær áætlanir gerðu ráð fyrir að hvalirnir yrðu komnir til landsins í apríl en því seinkaði um nokkra mánuði. Við munum því ekki hætta á að sleppa hvölunum í kvína í vetur heldur bíða til vors þegar veðrið verður betra. Velferð hvalanna er algjört lykilatriði í starfi okkar og því munum við ekki ana að neinu,“ segir hún. Að hennar sögn hefur ferlið verið afar lærdómsríkt og mun nýtast vel við næstu verkefni. „Við reiknum með að þetta verkefni verði hið fyrsta af mörgum slíkum,“ segir hún. Návígi Audrey við þessar tignarlegu skepnur er mikið og aðspurð segir hún fólk átta sig fljótt á að systurnar eru gjörólíkar að skapgerð. „Litla Grá er mun frakkari og forvitnari. Hún vill helst vera miðpunktur athyglinnar. Litla Hvít er meira til baka og vill fylgjast með úr hæfilegri fjarlægð,“ segir Audrey. Audrey hefur dvalið í Vestmannaeyjum síðan í sumar og hlær dátt þegar blaðamaður spyr hana um hvernig hennar eigin aðlögun gangi. „Vestmannaeyingar hafa tekið mér afar vel. Þetta er stórkostlegur staður sem ég er heppin að fá að upplifa,“ segir Audrey og minnist sérstaklega á þátttöku sína í árlegum pysjubjörgunaraðgerðum. „Það var frábært ævintýri sem ég mun aldrei gleyma,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Mjaldrasysturnar Litla Grá og Litla Hvít eru ört að aðlagast nýju lífi sínu í Vestmannaeyjum og braggast vel. Eins og frægt voru systurnar fluttar til landsins í júní í sumar með ærinni fyrirhöfn frá Sjanghæ í Kína. Þar hafði dýragarðurinn Shang Feng Ocean World hafði verið heimkynni þeirra í áratug eða allt frá því að þær voru handsamaðar í rússneskri lögsögu og hnepptar í ánauð. „Aðlögunarferli þeirra hefur gengið aðeins hægar en við ætluðum en allt hefur þó gengið vel. Systurnar eru duglegar að éta og þeim virðist líða mjög vel. Við erum smátt og smátt byrjuð að kæla vatnið þeirra svo það líkist sem mest því sem þær eiga í vændum í Klettsvík,“ segir Audrey Padgett, starfsmaður Sea Life-sjóðsins og talsmaður verkefnisins hér á landi. Að sögn Audrey reiknar hún með því að mjöldrunum verði sleppt í hina sérútbúnu sjókví á vormánuðum 2020 en upphaflega var gert ráð fyrir að það myndi gerast í september á þessu ári.Audrey Padgett ásamt hinni forvitnu Litlu Gráfréttablaðið/óskar„Þær áætlanir gerðu ráð fyrir að hvalirnir yrðu komnir til landsins í apríl en því seinkaði um nokkra mánuði. Við munum því ekki hætta á að sleppa hvölunum í kvína í vetur heldur bíða til vors þegar veðrið verður betra. Velferð hvalanna er algjört lykilatriði í starfi okkar og því munum við ekki ana að neinu,“ segir hún. Að hennar sögn hefur ferlið verið afar lærdómsríkt og mun nýtast vel við næstu verkefni. „Við reiknum með að þetta verkefni verði hið fyrsta af mörgum slíkum,“ segir hún. Návígi Audrey við þessar tignarlegu skepnur er mikið og aðspurð segir hún fólk átta sig fljótt á að systurnar eru gjörólíkar að skapgerð. „Litla Grá er mun frakkari og forvitnari. Hún vill helst vera miðpunktur athyglinnar. Litla Hvít er meira til baka og vill fylgjast með úr hæfilegri fjarlægð,“ segir Audrey. Audrey hefur dvalið í Vestmannaeyjum síðan í sumar og hlær dátt þegar blaðamaður spyr hana um hvernig hennar eigin aðlögun gangi. „Vestmannaeyingar hafa tekið mér afar vel. Þetta er stórkostlegur staður sem ég er heppin að fá að upplifa,“ segir Audrey og minnist sérstaklega á þátttöku sína í árlegum pysjubjörgunaraðgerðum. „Það var frábært ævintýri sem ég mun aldrei gleyma,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira