Umfjöllun og viðtöl: ÍR 32-27 Stjarnan | ÍR-ingar áfram með fullt hús Gabríel Sighvatsson skrifar 7. október 2019 21:45 ÍR er með fullt hús stiga í Olísdeild karla vísir/bára ÍR og Stjarnan mættust í Austerbergi fyrr í kvöld í 5. umferð Olís-deildar karla. Leikurinn var mjög fjörugur í alla staði. Það var markaregn í fyrri hálfleik þar sem bæði lið skiptust á að skora. ÍR leiddi með einu marki eftir sóknarsinnaðan fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði á svipuðum nótum en þegar tók að líða á náði ÍR vörnin að ráða betur við sóknarmenn Stjörnunnar og um miðbik síðari hálfleiks skoraði Stjarnan ekki mark í 7 mínútur. Stjarnan hafði ekki orku síðustu mínúturnar til að halda í við ÍR sem kom sér upp góður forskoti og kláraði leikinn sannfærandi. Lokatölur 32-27. Af hverju vann ÍR?Heimamenn voru betri aðilinn í seinni hálfleik en 10 mínútna kafli þar sem þeir náðu stoppi í vörninni var stór fyrir þá. Þá náðu þeir að koma sér í nokkurra marka forystu og eftir það var ekki spurt að leikslokum.Hvað gekk illa?Það var ekki mikill áhugi hjá mönnum að spila vörn í fyrri hálfleik og ótrúlega mörg mörk skoruð. Það var ljóst að varnarleiknum var ábótavant hjá báðum liðum en eins og áður sagði þá steig vörn ÍR-inga upp í seinni hálfleik og þá var Stjarnan í miklu basli sóknarlega. Þá virtust leikmenn vera orðnir ansi þreyttir undir lokin og höfðu ekki orkuna til að koma til baka.Hverjir stóðu upp úr?Kristján Orri Jóhannsson skoraði 9 mörk fyrir Breiðhyltinga og Sturla Ásgeirsson skoraði 8, helming þeirra af vítapunktinum. Óðinn Sigurðsson kom inn í markið í lokin og uppskar nokkrar góður vörslur sem hjálpuðu ÍR að innsigla sigurinn. Fram að því hafði Tandri Már Konráðsson verið frábær hjá Stjörnunni, skoraði samtals 10 mörk.Hvað gerist næst?ÍR heldur áfram að brilleraí upphafi móts og situr á toppnum með 10 stig. Fram bíður þeirra í næstu umferð og verður fróðlegt að sjá hvort ÍR nái að halda uppteknum hætti. Stjarnan er bara með eitt stig í 10. sæti en gæti dottið niður um sæti áður en umferðinni lýkur. Næsti leikur þeirra er gegn botnliði HK.Bjarni Fritzsonvísir/báraBjarni: Erum klárlega með lið til að vera í toppbaráttu „Ég er hrikalega ánægður með sigur á móti ógnarsterku Stjörnuliði.“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir 5. sigur liðsins í jafnmörgum leikjum. „Þeir voru að spila sinn besta fyrri hálfleik og sýndu þau gæði sem búa í liðinu. Við vorum í basli í fyrri hálfleik. Við náum að loka fyrir og fengum svo góða markvörslu frá Óðni í lokin. Hann steig upp, hann átti bara eitt tækifæri eftir í markinu þannig að hann greip það og hjálpaði okkur að landa þessu.“ Mikið var um mörk í fyrri hálfleik og bæði lið skiptust á að skora en Bjarni viðurkenndi að vörnin hafi mátt vera betri. „Í grunninn erum við að spila frábærlega sóknarlega og ágætis keyrslu en við vorum í vandræðum varnarlega. Það var svolítið erfitt að undirbúa leikinn, vitandi að Óli Bjarki var að koma inn og þeir ekki búnir að spila eins og þeir eiga að sér. Þú vissir ekki alveg við hverju var að búast af þeim.“ ÍR-ingar kláruðu leikinn í síðari hálfleik að stórum hluta með góðri varnarvinnu „Það er góð liðsheild en við erum að spila góðan bolta. Við náum nokkrum stoppum og þeir fara í 7 á 6 sóknarlega en við náum að loka vel fyrir það og það kom okkur á bragðið.“ Liðið er á toppnum í Olís-deildinni en getur liðið verið áfram í toppbaráttu? „Ég sagði það fyrir mót að við erum klárlega með lið til að vera í toppbaráttu og ég stend áfram við það.“Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR.vísir/báraSturla: Njótum þess að spila í þessari deildSturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, tók leikinn mjög vel saman eftir sigurinn í kvöld. „Frábær leikur af okkar hálfu, sérstaklega í seinni hálfleik þegar við náum að stoppa upp í vörnina og fáum markvörslu og hraðaupphlaup.“ Fyrri hálfleikur var hin mesta skemmtun og áttu varnir beggja liða erfitt uppdráttar. „Það var mikið skorað í fyrri hálfleik hjá báðum liðum, lítið um varnir og markvörslu. Við þurftum að herða okkur og fylgja betur skipulagi í seinni hálfleik sem okkur tókst að gera. Við komum þeim í erfið skot og tæknifeila sem við náum að nýta okkur mjög vel.“ Sturla sagði að þetta hefði verið virkilega erfiður leikur að spila. „Leikurinn var mjög hraður og tók vel á. Við náum kannski að rótera aðeins betur en þeir og menn minna þreyttir í lokin. Þetta var mjög erfitt en fyrst og fremst skemmtilegt og frábært að ná sigri.“ Frábær byrjun liðsins heldur áfram en Sturla var hlédrægur í svörum aðspurður um toppbáráttu hjá liðinu. „Við reynum að vinna alla leiki sem við spilum og við erum búnir að gera það hingað til. Við reynum að sjálfsögðu að halda því áfram og njóta þess að spila þessa leiki í þessari skemmtilegu deild.“Rúnar Sigtrygsson er þjálfari Stjörnunnar.vísir/báraRúnar: Köstum þessu frá okkurRúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur að leikslokum. „Ég er svekktur að við köstum þessu frá okkur á tiltölulega stuttum kafla. Við erum fyrst undir, missum þá aðeins frá okkur en í kjölfarið verðum við í yfirtölu og missum boltann tvisvar sem gerir útslagið. Held það sé kafli upp á mínus 5 mörk.“ Rúnar sagði að stuttur kafli í seinni hálfleik hafi farið með leikinn. „Leikurinn var jafn og þessar tvisvar sinnum tvær mínútur í röð fara illa með okkur. Í kjölfarið verðum við einum fleiri og viljum komast aftur að þeim en í staðinn þá töpum við þeim kafla 2-0 og þeir eru komnir 5 mörkum yfir og eftir það erum við að keppa um þann mun.“ „Við náum ekki neinu áhlaupi í leiknum til þess að minnka það og fram að því var leikurinn í járnum. Held það hafi verið á 6 mínútum sem þessi munur jókst og við hengdum smá haus því miður.“ Frammistaða Stjörnunnar var ekki slæm en það virtist vera þreyta í liðinu undir lokin og liðið hefur verið að lenda í vandræðum í seinni hálfleik. Rúnar segir liðið vera á réttri leið. „Menn gáfu sig alla í þetta, ég get ekki kvartað yfir neinu. Við erum að fá lykilmenn inn og þetta er annar leikurinn hjá Óla Bjarka og strax framför. Hann á að vera mótorinn í sókninni og það mun koma. Við munum aðeins kíkja á varnarleikinn, hingað til höfum við átt í vandræðum með að skora en skorum 27 í kvöld.“ „Við þurfum að ná að klára leikinn í 60 mínútur, við höfum verið að spila stóra kafla góða en svo koma stórir kaflar sem eru daprir þess á milli. Í kvöld var það stuttur kafli sem kostaði okkur að geta spilað um stigin.“ sagði Rúnar að lokum. Olís-deild karla
ÍR og Stjarnan mættust í Austerbergi fyrr í kvöld í 5. umferð Olís-deildar karla. Leikurinn var mjög fjörugur í alla staði. Það var markaregn í fyrri hálfleik þar sem bæði lið skiptust á að skora. ÍR leiddi með einu marki eftir sóknarsinnaðan fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði á svipuðum nótum en þegar tók að líða á náði ÍR vörnin að ráða betur við sóknarmenn Stjörnunnar og um miðbik síðari hálfleiks skoraði Stjarnan ekki mark í 7 mínútur. Stjarnan hafði ekki orku síðustu mínúturnar til að halda í við ÍR sem kom sér upp góður forskoti og kláraði leikinn sannfærandi. Lokatölur 32-27. Af hverju vann ÍR?Heimamenn voru betri aðilinn í seinni hálfleik en 10 mínútna kafli þar sem þeir náðu stoppi í vörninni var stór fyrir þá. Þá náðu þeir að koma sér í nokkurra marka forystu og eftir það var ekki spurt að leikslokum.Hvað gekk illa?Það var ekki mikill áhugi hjá mönnum að spila vörn í fyrri hálfleik og ótrúlega mörg mörk skoruð. Það var ljóst að varnarleiknum var ábótavant hjá báðum liðum en eins og áður sagði þá steig vörn ÍR-inga upp í seinni hálfleik og þá var Stjarnan í miklu basli sóknarlega. Þá virtust leikmenn vera orðnir ansi þreyttir undir lokin og höfðu ekki orkuna til að koma til baka.Hverjir stóðu upp úr?Kristján Orri Jóhannsson skoraði 9 mörk fyrir Breiðhyltinga og Sturla Ásgeirsson skoraði 8, helming þeirra af vítapunktinum. Óðinn Sigurðsson kom inn í markið í lokin og uppskar nokkrar góður vörslur sem hjálpuðu ÍR að innsigla sigurinn. Fram að því hafði Tandri Már Konráðsson verið frábær hjá Stjörnunni, skoraði samtals 10 mörk.Hvað gerist næst?ÍR heldur áfram að brilleraí upphafi móts og situr á toppnum með 10 stig. Fram bíður þeirra í næstu umferð og verður fróðlegt að sjá hvort ÍR nái að halda uppteknum hætti. Stjarnan er bara með eitt stig í 10. sæti en gæti dottið niður um sæti áður en umferðinni lýkur. Næsti leikur þeirra er gegn botnliði HK.Bjarni Fritzsonvísir/báraBjarni: Erum klárlega með lið til að vera í toppbaráttu „Ég er hrikalega ánægður með sigur á móti ógnarsterku Stjörnuliði.“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir 5. sigur liðsins í jafnmörgum leikjum. „Þeir voru að spila sinn besta fyrri hálfleik og sýndu þau gæði sem búa í liðinu. Við vorum í basli í fyrri hálfleik. Við náum að loka fyrir og fengum svo góða markvörslu frá Óðni í lokin. Hann steig upp, hann átti bara eitt tækifæri eftir í markinu þannig að hann greip það og hjálpaði okkur að landa þessu.“ Mikið var um mörk í fyrri hálfleik og bæði lið skiptust á að skora en Bjarni viðurkenndi að vörnin hafi mátt vera betri. „Í grunninn erum við að spila frábærlega sóknarlega og ágætis keyrslu en við vorum í vandræðum varnarlega. Það var svolítið erfitt að undirbúa leikinn, vitandi að Óli Bjarki var að koma inn og þeir ekki búnir að spila eins og þeir eiga að sér. Þú vissir ekki alveg við hverju var að búast af þeim.“ ÍR-ingar kláruðu leikinn í síðari hálfleik að stórum hluta með góðri varnarvinnu „Það er góð liðsheild en við erum að spila góðan bolta. Við náum nokkrum stoppum og þeir fara í 7 á 6 sóknarlega en við náum að loka vel fyrir það og það kom okkur á bragðið.“ Liðið er á toppnum í Olís-deildinni en getur liðið verið áfram í toppbaráttu? „Ég sagði það fyrir mót að við erum klárlega með lið til að vera í toppbaráttu og ég stend áfram við það.“Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR.vísir/báraSturla: Njótum þess að spila í þessari deildSturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, tók leikinn mjög vel saman eftir sigurinn í kvöld. „Frábær leikur af okkar hálfu, sérstaklega í seinni hálfleik þegar við náum að stoppa upp í vörnina og fáum markvörslu og hraðaupphlaup.“ Fyrri hálfleikur var hin mesta skemmtun og áttu varnir beggja liða erfitt uppdráttar. „Það var mikið skorað í fyrri hálfleik hjá báðum liðum, lítið um varnir og markvörslu. Við þurftum að herða okkur og fylgja betur skipulagi í seinni hálfleik sem okkur tókst að gera. Við komum þeim í erfið skot og tæknifeila sem við náum að nýta okkur mjög vel.“ Sturla sagði að þetta hefði verið virkilega erfiður leikur að spila. „Leikurinn var mjög hraður og tók vel á. Við náum kannski að rótera aðeins betur en þeir og menn minna þreyttir í lokin. Þetta var mjög erfitt en fyrst og fremst skemmtilegt og frábært að ná sigri.“ Frábær byrjun liðsins heldur áfram en Sturla var hlédrægur í svörum aðspurður um toppbáráttu hjá liðinu. „Við reynum að vinna alla leiki sem við spilum og við erum búnir að gera það hingað til. Við reynum að sjálfsögðu að halda því áfram og njóta þess að spila þessa leiki í þessari skemmtilegu deild.“Rúnar Sigtrygsson er þjálfari Stjörnunnar.vísir/báraRúnar: Köstum þessu frá okkurRúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur að leikslokum. „Ég er svekktur að við köstum þessu frá okkur á tiltölulega stuttum kafla. Við erum fyrst undir, missum þá aðeins frá okkur en í kjölfarið verðum við í yfirtölu og missum boltann tvisvar sem gerir útslagið. Held það sé kafli upp á mínus 5 mörk.“ Rúnar sagði að stuttur kafli í seinni hálfleik hafi farið með leikinn. „Leikurinn var jafn og þessar tvisvar sinnum tvær mínútur í röð fara illa með okkur. Í kjölfarið verðum við einum fleiri og viljum komast aftur að þeim en í staðinn þá töpum við þeim kafla 2-0 og þeir eru komnir 5 mörkum yfir og eftir það erum við að keppa um þann mun.“ „Við náum ekki neinu áhlaupi í leiknum til þess að minnka það og fram að því var leikurinn í járnum. Held það hafi verið á 6 mínútum sem þessi munur jókst og við hengdum smá haus því miður.“ Frammistaða Stjörnunnar var ekki slæm en það virtist vera þreyta í liðinu undir lokin og liðið hefur verið að lenda í vandræðum í seinni hálfleik. Rúnar segir liðið vera á réttri leið. „Menn gáfu sig alla í þetta, ég get ekki kvartað yfir neinu. Við erum að fá lykilmenn inn og þetta er annar leikurinn hjá Óla Bjarka og strax framför. Hann á að vera mótorinn í sókninni og það mun koma. Við munum aðeins kíkja á varnarleikinn, hingað til höfum við átt í vandræðum með að skora en skorum 27 í kvöld.“ „Við þurfum að ná að klára leikinn í 60 mínútur, við höfum verið að spila stóra kafla góða en svo koma stórir kaflar sem eru daprir þess á milli. Í kvöld var það stuttur kafli sem kostaði okkur að geta spilað um stigin.“ sagði Rúnar að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti